Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 6
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Nicorette lyfjatyggigúmmí 20% afsláttur Gildir til 31. janúar 2015 Allar pakkningastærðir, 2 og 4 mg 20% afsláttur Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar LÖGREGLUMÁL Gamlir Subaru-bílar hafa upp á síðkastið notið vinsælda hjá bílaþjófum. Síðast var stolið sextán ára gömlum grænum Sub- aru Legacy-bíl í Laugarneshverfi í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags. Jóhann Karl Þórisson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki laust við að svo virðist sem þjófar eigi eitthvað auðveldara með að komast inn í þessa bíla en aðra. „Það fór einn í nótt og svo hafa verið teknir einhverjir fjórir eða fimm á síðustu mánuðum sem ég man eftir,“ segir hann. Oftast finnist þessir bílar fljótlega, þótt brenna vilji við að þeir hafi eitt- hvað skemmst, eða umgengni um þá verið slæm. S u n n a D í s Másdóttir, eig- andi bílsins sem síðast hvarf, segir þjófnað- inn hafa upp- götvast í síðustu viku þegar eig- inmaðurinn ætl- aði út í búð. Bíll- inn fannst síðar sama daginn og bar þess merki að hafa lent í árekstri. „Ég spyr mig hverju fólk er á höttunum eftir,“ segir Sunna og bætir við að ekki hafi verið fyrir verðmætunum að fara í bílnum. „Ég veit ekki hversu eftirsóknarverður svona skrjóður er, en mér þykir voða vænt um hann.“ Guðjón Helgi Ólafsson, sérfræð- ingur í bíliðnum og stoltur Subaru- eigandi sjálfur, segir þekkt að slitnir lyklar geti stundum geng- ið að slitnum lásum og svissum bílanna. Á árum áður var þekkt að með þessum hætti mátti stundum komast inn í og jafnvel ræsa gaml- ar Saab- og Volvo-bifreiðar. Ráð við þessu segir Guðjón geta verið að leita til aðila á borð við Neyðarþjónustuna og láta skera út nýjan lykil. „Þegar maður er búinn SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR GAMALL SUBARU 1999 árgerðin af Subaru Legacy. Bíllinn sem stolið var aðfara- nótt fimmtudags er kominn í leitirnar. MYND/IFCAR Rummungar sækja í eldri Subaru-bifreiðar Slitnir lásar gera innbrot í gamla Subaru Legacy-bíla auðveldari. Dæmi eru um að slíkum bílum hafi verið stolið á síðustu vikum. Oftast koma bílarnir fljótlega í leitirnar aftur. Nýr lykill, eða þjófavarnarkerfi gæti hjálpað. Keðjulás hefur virkað. Subaru Legacy-bíl listakonunnar Rúnu K. Tetzschner, var stolið í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt gamlársdags. Bíllinn fannst í Selja- hverfi í Breiðholti 2. janúar, en 46 listaverk sem í honum voru eru ófundin enn. Verkin voru í skotti bílsins í tveimur gömlum ferðatöskum, sem einnig hafa tilfinningalegt gildi fyrir Rúnu. „Ég er sjálf, listamaðurinn, bláfátæk en tjónið er líka óbætanlegt fyrir mig þar sem um eigin sköpunarverk er að ræða. Ég held enn í vonina um að myndirnar finnist,“ segir hún. Aðra töskuna erfði hún frá afa sínum, en hann hafði haft í henni aleiguna þegar hann flutti ungur maður frá Jótlandi til Sjálands. „Hina erfði ég frá manninum mínum heitnum, Þorgeiri Rúnari Kjartanssyni, tónlistarmanni og rithöfundi, sem geymdi í henni ljóð sín og skrif. Sjálf hef ég geymt myndirnar mínar í töskunum og þær hafa fylgt mér á ferðalögum síðustu 16 árin.“ Rúna segir að viti einhver um eigur hennar megi hafa við hana samband í síma 691-3214 eða ræða við lögreglu. RÚNA TETZSCHNER Listaverk og gamlar ferðatöskur horfnar að nota nýjan lykil í smástund er erfiðara að nota slitinn lykil,“ segir hann. „En það er svo sem eins víst að þessir andskotar brjóti þá bara rúðuna,“ bætir hann við. Önnur leið gæti því verið að fjár- festa í þjófavörn sem sett er í eftir á. Þar sé þó kostnaður farinn að skipta máli, því ekki kosti gamlir Subaru-bílar mikið. „En, kannski betra að eiga sinn gamla Subaru en að vanta hann?“ Samkvæmt upplýsingum frá Nesradíói sem sérhæfir sig í slíkum ísetningum kostar slíkt kerfi 50 til 60 þúsund krónur þegar það er komið í. En svo eru líka til ódýrari leiðir. „Ég hef einmitt heyrt af einni sem átti Subaru sem alltaf var verið að taka,“ segir Sunna Dís. „Hún er farin að læsa stýrinu með keðju- lás við sætið.“ olikr@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ekki var gerð verð- könnun á þjónustu áður en Sjúkra- tryggingar Íslands gerðu samning við tvö fyrirtæki um viðgerðar- þjónustu vegna göngugrinda og handknúinna hjólastóla. Samn- ingurinn gildir frá fyrsta janúar síðastliðnum. Samkvæmt reglum hins opin- bera á að gera verðkönnun á mark- aði vegna þjónustu sem keypt er til að tryggja að sem best verð fáist fyrir þjónustukaup og að allir aðil- ar á markaði sem sinna þjónust- unni geti gefið sig fram. Unnur Jónsdóttir hjá Sjúkra- tryggingum segir að samningar hafi verið gerðir við fyrirtækið vegna góðrar fyrri reynslu af sam- vinnu við þau. Guðmundur Hannesson, for- stöðumaður ráðgjafasviðs Ríkis- kaupa, segir verðkönnun á mark- aði vera mikilvægan hlut til að ná sem bestu verði fyrir þjónustu. „Hvað okkur varðar hjá Ríkis- kaupum þá er það grundvallar- atriði að kalla eftir verðum og áhugasömum einstaklingum á markaði og afar sjaldgæft að við snúum okkur til lokaðs hóps.“ - sa Sjúkratryggingar hafa gert samning við tvö fyrirtæki um viðgerðir stoðtækja: Verðkönnun ekki framkvæmd SJÚKRATRYGGINGAR Verðkönnun var ekki gerð áður en samningur var undir- ritaður við tvö einkahlutafélög. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Við hvaða stóra fyrirtæki hefur Greta Salóme samið við? 2. Hvað heitir nýr umhverfi s- og auð- lindaráðherra? 3. Hversu margar trjáplöntur hafa verið gróðursettar í nágrenni Heklu síðustu átta ár? SVÖR 1. Disney-risann. 2 Sigrún Magnúsdóttir 3. 2,3 milljónum plantna Yfi r 100 slösuðust í eldsvoða í S-Kóreu ÞRÍR FÓRUST Gríðarlegan reyk lagði frá íbúðablokk í Eulieongbu, norður af Seúl í Suður-Kóreu á laugardag. Þrír létu lífið í brunanum og meira en 100 manns slösuðust. NORDICPHOTOS/AFP SAMKEPPNISMÁL Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftirlits- ins, útilokar ekki að tollkvótakerfið á erlendum búvörum feli í sér brot á samkeppnislögum. Sex ár eru síðan eftirlitið benti fyrst á alvar- lega galla á kerfinu sem hefur ýtt undir okurverð á Evrópusambands- kvótunum og hærra verðlag. Eftirspurn fyrirtækja eftir toll- kvóta á erlendum búvörum hefur aukist mikið hér á landi. Milli áranna 2014 og 2015 jókst eftir- spurnin um allt að 86 prósent og kvótinn snarhækkaði í verði, allt að 30 prósent miðað við nýjar tölur Félags atvinnurekenda. Það veld- ur verðhækkun fyrir neytendur og er þvert á markmið með toll- kvótunum um að auka samkeppni á búvörumarkaði, bjóða neytend- um fleiri valkosti og lægra verð. Upphaflega eru þetta tollalausar vörur en með sölu á kvótunum hefur verðið orðið svipað og um almenna tolla sé að ræða. Páll Gunnar útilokaði ekki í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lög séu brotin á þessum markaði. „Í ein- hverjum tilvikum gæti það verið. Það þyrfti að rannsaka það sér- staklega. Til að slíkar rannsókn- ir væru markvissar þyrfti að fá skýrar ábendingar um það og skýr gögn um það helst,“ sagði Páll Gunnar. Páll Gunnar segir ábendingar um alvarlega galla kerfisins löngu komnar fram. „Við bentum á það að tollkvótarnir og fyrirkomulag þeirra gengju gegn markmiðum samkeppnislaga“. -lb Samkeppniseftirlitið segir tollkvóta og fyrirkomulag þeirra ganga gegn markmiðum samkeppnislaga: Brot á samkeppnislögum ekki útilokuð ÞARF AÐ RANNSAKA MÁLIÐ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að lög séu brotin með tollkvótakerfinu. VEISTU SVARIÐ? 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 9 -B 3 1 8 1 7 E 9 -B 1 D C 1 7 E 9 -B 0 A 0 1 7 E 9 -A F 6 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.