Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 HönnunarMars hefur farið stækk-andi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri Hönnunar- Mars en hátíðin fer fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardaginn. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið sputnik á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljót- lega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdótt- ir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefð- bundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirles- arar eru Anthony Dunne annar höfunda Speculative Design aðferðafræðinnar og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu, en hann er einn úr „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six. TÆKIFÆRI TIL VIÐSKIPTASAMBANDA Kaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á fram- færi við erlend fyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Nor- mann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuð- arins Hafsteins Júlíussonar og hönnun- arfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við stað- fest komu þýsku hönnunarverslunar- innar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokks- muni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörk- uðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og fleiri fyrirtæki eru væntanleg.“ Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að HÖNNUNARMARS Í SJÖUNDA SINN HÖNNUNARMARS Sara Jónsdóttir er verkefnastjóri HönnunarMars í ár. Und- irbúningur er í fullum gangi og munu spennandi nöfn mæta bæði á fyrirlestra- dag hátíðarinnar DesignTalks og á kaupstefnuna DesignMatch. RÍSANDI STJARNA Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars. HRESSANDI VERKEFNI Sara Jónsdóttir stýrir HönnunarMars í ár en hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Reykjavík með þátttöku fjölda hönnuða og heimsóknum erlendra gesta og fjölmiðla. Verkefnið leggst vel í hana. MYND/STEFÁN SÓDABRAUÐ 4 bollar hveiti (mætti einnig nota heilhveiti til hálfs á móti hvítu hveiti) 4 msk. sykur 1 tsk. matarsódi 1 msk. lyfitduft 1 tsk. salt ½ bolli mjúkt smjör 1 bolli súrmjólk 1 egg Til að pensla: ¼ bolli bráðið smjör ¼ bolli súrmjólk FLJÓTLEGT MEÐ SÚPUNNI Gott brauð sem ekki þarf að hefast fyrir bakstur NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 NÝTT – NÝTT 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac Bifidobacteria & Fibre Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Hitið ofninn upp í 190 gráður. Leggið smjörpappír á plötu. Blandið hveiti, sykri, matarsóda, lyftidufti, salti og mjúku smjöri saman í stóra skál. Hrærið bolla af súr- mjólk og eggi saman við. Hvolfið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið aðeins. Formið deigið í kúlu eða kringlóttan hleif og komið því yfir á bökunarplötuna. Hrærið svo saman bráðnu smjöri og súrmjólk og penslið hleifinn vel. Skerið svo stórt X í deigið með beittum hníf. Bakið í 40 til 50 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út eftir að honum er stungið í brauðið. Eftir 30 mínútur má kíkja hvort brauðið er bakað. Einnig má pensla það öðru hvoru með smjör/súrmjólk- urblöndunni yfir bökunartímann. wwww.allrecipes.com styðja við grósku í greinunum. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en sagan ekki ýkja löng og því lítið um heftandi hefðir og hönnuðum frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“ ■ heida@365.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 8 -8 A D 8 1 7 E 8 -8 9 9 C 1 7 E 8 -8 8 6 0 1 7 E 8 -8 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.