Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 12
12. janúar 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Það vakti athygli að hvorki forsætisráð- herra né forseti Íslands vöktu athygli á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu í nýársávörpum sínum. Það þarf þó ekki að koma á óvart því stefna þeirra beggja í Evr- ópumálum steytti harkalega á skeri á síðasta ári. Mikil mótmæli almennings gerðu ríkis- stjórnina afturreka með tillögu sína á þingi að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu og fánýti Rússadaðurs for- seta Íslands kom berlega í ljós í aðgerðum Pútíns og hans kóna í Úkraínu. Málið er hins vegar ekki dautt því á meðan við piss- um hljóðlega í skóinn í efnahagsmálum og gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækjum blæðir út þá er mörgum stórum spurningum um efnahagslega stöðu Íslands í sífellt sam- þættari heimi ósvarað. Það má því á marg- an hátt segja að við séum í auga stormsins varðandi stöðu Íslands í umheiminum. Í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum bergmálar frá Bessastöð- um einhvers konar sérvalshugarfar þar sem styrkja eigi tengsl við alla aðra en þá sem við höfum átt mest og best tengsl við hingað til, þ.e. Bandaríkin og Evrópu. Utanríkisráð- herra má þó eiga að hann hefur lært mikið þau tæpu tvö ár sem hann hefur setið í emb- ætti. Hann hefur gert sér grein fyrir því að þótt það sé mikilvægt að eiga góð tengsl við sem flest ríki í heiminum þá skipta tengsl- in við Evrópu og Bandaríkin enn lang- mestu máli. Ráðherrann hefur tekið harða afstöðu gegn útþenslustefnu Rússa gagn- vart nágrönnum sínum í A-Evrópu og hefur talað fyrir virkari þátttöku Íslands á vett- vangi Evrópska efnahagssvæðisins. Ríkisstjórnin er hins vegar í klemmu með aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir hjáróma raddir fárra einangrun- arsinna er ljóst að mikill meirihluti almenn- ings vill klára aðildarviðræðurnar. Einn- ig fjölgar þeim stöðugt sem átta sig á því að við þurfum að stækka þá efnahagslegu köku sem þarf að vera til skiptanna hér á landi til að skapa hér sambærileg lífskjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En á meðan við erum með gjald- eyrishöft og lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil þá drögumst við smám saman aftur úr. Ólíklegt er að núverandi ríkisstjórn sérhagsmuna vilji gera breytingu þar á. Við Evrópusinn- ar þurfum því líklegast að þreyja þorrann og góuna í einhvern tíma í viðbót þar til víð- sýnni og alþjóðasinnaðri ríkisstjórn taki við. Í tómarúmi utanríkismála Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU EVRÓPUMÁL Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna ➜ Þrátt fyrir hjáróma raddir fárra einangrunarsinna er ljóst að mikill meirihluti almennings vill klára aðildarviðræðurnar. H eilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norð- urlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðis- kerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga. Þannig hljóðar annar liður yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og lækna um markmið í heilbrigðisþjónustu. Afar göfugt markmið, en hversu raunhæft er það? Frétta- blaðið lagðist í rannsókn og komst að því, eftir skamma leit, að í riti Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, Health at a Glance: Europe 2014, eru fram- lög ríkja í Evrópu til heilbrigðis- mála borin saman. Þar sést að af Norðurlöndunum ver Noregur mestu á hvern einstakling til heilbrigðismála í evrum, en Íslendingar minnstu. Nú, erum við algjörir eftirbátar annarra? En munar miklu? Já. Norðmenn verja 4.610 evrum á hvern einstakling eða tæplega 710 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi evrunnar í dag, Danir verja því sem samsvarar 3.528 evrum eða rúmum 543 þúsund íslenskum krónum á hvern einstakling. Íslendingar verja hins vegar því sem samsvarar 2.655 evrum eða 409 þúsund krónum. Að meðaltali verja Norðurlandaþjóðirnar 3.310 evrum á ári á hvern einstakling, eða sem samsvarar 510 þúsund krónum. Íslendingar þurfa því að auka framlög á hvern einstakling um 101 þúsund krónur til þess að nálgast meðaltalið. Það er ekkert annað. En er þetta eitthvað mál, er hægt að bjarga þessu? Til þess að íslensk yfirvöld verji jafn miklum peningum á einstakling og Norðurlöndin að meðaltali vegna heilbrigðismála, þarf framlag Íslands að hækka um 33 milljarða til að jafnast á við meðaltalið, 44 milljarða til þess að ná Danmörku og 98 milljarða til að ná Noregi. Gott og vel, en hvers vegna ætli þrír ráðherrar hafi skrifað undir þetta? Er eitthvert hald í svona yfirlýsingu? Samanburður- inn er hreint ótrúlegur. Til að ná Noregi vantar andvirði nýs sjúkrahúss með öllu. Í ljósi þessa alls á að spyrja, hvers virði er svona yfirlýsing? Pappírsins? Það skýrist einhvern tímann. Ekki er vanþörf á að bæta í heilbrigðiskerfið. Aðstaðan á Landspítalanum, og víðar, er langt frá því að vera boðleg. Við Íslendingar verðum að gera betur. Setja okkur skýr markmið. En mikils virði er að sett markmið séu raunhæf. Annað er fráleitt. Næg verkefni bíða, verk- efni sem þarf að leysa. Yfirlýsingin er viðhengi við kjarasamning lækna. hana ber að að skoða í því ljósi. Verkfallið hafði staðið alltof lengi og ef yfir- lýsingu sem þessa þurfti til lausnar, þá var trúlegast ekkert annað að gera. Höfum hugfast að til þess eins að ná meðaltali hinna norrænu ríkjanna þurfum við að bæta svo miklum peningum við til heilbrigðismála að nánast má segja að það sé pólitískur ómögu- leiki, svo notuð séu orð fjármálaráðherrans, af öðru tilefni. Best er að taka undir með Bubba Morthens, þegar hann söng: „Mig langar til að trúa þér, trúa, trúa, trúa.“ Stórbrotin yfirlýsing um breytt heilbrigðiskerfi: Mig langar til að trúa þér, trúa, … Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Skipt um skoðun Gunnar I. Birgisson var ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar um helgina. Ráðningin vakti athygli sér í lagi þar sem Gunnar var harðorður um lagningu Héðinsfjarðarganga árið 2005, sem hann sagði eina þá vitlaus- ustu framkvæmd sem hann hefði heyrt um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sagði Gunnar hins vegar að á þessum tíma hefði Gunnar verið þingmaður fyrir SV-kjördæmi og vildi frekar fá peningana í framkvæmdir þar. Nú segir Gunnar að tilkoma ganganna sé aðalástæðan fyrir uppbygg- ingu í sveitarfélaginu. Blessunarlega er mönnum frjálst og hollt að skipta um skoðun. Boltamót Það hefur vakið athygli að enginn íslenskur ráðamaður sá sér fært að mæta á samstöðufundinn í París í gær, þar sem þrjár milljónir manna komu saman vegna hryðjuverka- árásanna í síðustu viku. Hátt í fjörutíu þjóðarleiðtogar víðs vegar að úr heiminum mættu. Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur skrifar á Facebook-síðu sína að hefðu Frakk- arnir haft vit á að halda þar boltamót hefði ekki skort á þátt- töku okkar fólks. Skemmst er að minnast mætingar mennta- og félagsmálaráðherra okkar á Ólympíuleikana í Rússlandi, sem og forseta Ís- lands, þrátt fyrir mannréttinda- brot Rússa gegn samkynhneigðum. Áttu að mæta Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra var meðal þeirra sem ekki sá sér fært að mæta á minningarathöfn- ina. Íslenski sendiherrann í Frakk- landi mætti ekki heldur til Parísar, en þess í stað var sendiráðunauturinn í París fulltrúi Íslands í göngunni. Gunnar Bragi er á leið til New York á Rakararáðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þó að vissulega sé það meira en verðugt verkefni til að sinna, má velta fyrir sér hversu margir séu á leið þangað frá Íslandi og hvort ekki hefði verið rétt að eyða svolitlum fjár- munum og tíma íslenskra ráðamanna í París um 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 9 -8 1 B 8 1 7 E 9 -8 0 7 C 1 7 E 9 -7 F 4 0 1 7 E 9 -7 E 0 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.