Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 14
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14
Elísabet er að vakna eftir flug frá
Ameríku þegar ég hringi til að falast
eftir afmælisviðtali. Hún er sextug í
dag og fór í Ameríkuferðina öðrum
þræði í tilefni þess. „Sonur minn og
kærastan hans eru að fara í ferðalag til
Suður-Ameríku og ég og barnabarnið
fórum með þeim til New York, kvödd-
um þau og komum svo saman heim.
Þetta var voða gaman. Við vorum
vestra á áramótunum og það var nýj-
ung fyrir mig, ég lagði samt ekki í að
vera á Times Square og standa þar í
kuldanum og frostinu klukkustundum
saman heldur fylgdumst við með í sjón-
varpinu. Við vorum hjá bróðurdóttur
minni og fjölskyldunni hennar svo ég
upplifði skemmtilega fjölskyldusam-
veru.“
Engin stórveisla er fyrirhuguð í dag
hjá Elísabetu, þó ætlar hún að hafa
kaffi og pönnukökur fyrir sína nánustu
og þá sem hafa tíma til að líta við. „Það
er svona með okkur vetrarbörnin, við
getum ekki boðið í garðveislur heldur
verðum við að halda okkur í hlýjunni,“
segir hún og rifjar upp fertugsafmælið
sitt sem haldið var með stæl í sjálfri
Hallgrímskirkju. „Það þótti svolít-
ið spes,“ viðurkennir hún. „Það var í
safnaðarsalnum fyrst til að byrja með
og þar spilaði Laufey Sigurðardóttir
á fiðlu og Íris Guðmundsdóttir söng
gospellög en það var gjöf frá þáverandi
vinnufélögum mínum á Fróða. Svo var
farið inn í kirkju, lesin ljóð, skemmti-
legur kór samkynhneigðra karla söng
meðal annars lagið Somewhere over
the rainbow og Guðni Franzson spilaði
á klarinett. Að lokum sungum við öll
sálm saman. Þetta var mjög skemmti-
legt en það er ekkert hægt að endur-
taka svona.“
Elísabet er fædd og uppalin á Ísa-
firði. Kveðst mikill Vestfirðingur vera
og halda góðum tengslum við Ísafjörð.
Hún starfaði sem blaðamaður (um
skeið) í mörg ár og var í níu ár rit-
stjóri tímaritsins Veru. En nú er hún
félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og
hefur starfað sem slík í miðborginni í
tæp fimm ár.
„Þegar Vera hætti fór ég í háskólann,
ekki til að stúdera bókmenntir heldur
til að læra eitthvað praktískt sem ég
gæti örugglega fengið vinnu við. Ég
var fimmtug og hugsaði að ég ætti von-
andi tuttugu ár eftir af starfsævinni,
því væri verjandi að eyða fimm árum
í nám.“ Starf félagsráðgjafans á líka
vel við hana. „Mér finnst í raun ekk-
ert ólíkt að vera blaðamaður og vinna
í félagsþjónustu. Maður er alltaf að
setja sig inn í líf fólks og þarf að skilja
aðstæður hvers og eins.“ Nema hvað
blaðamaður þarf ekki að finna lausn-
ir á vandamálunum,“ skýt ég að. „Nei,
hann er náttúrlega bara að koma þeim
á framfæri en við félagsráðgjafarnir
tökum næsta skref.“ gun@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Mér finnst í
raun ekkert ólíkt
að vera blaða-
maður og vinna í
félagsþjónustu.
Maður er alltaf að
setja sig inn í líf
fólks og þarf að
skilja aðstæður
hvers og eins.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SIGURLÍNU INGADÓTTUR.
Garðar Svavarsson
Guðrún Garðarsdóttir Jacob Rytter
María Garðarsdóttir Hrafn Þór Jörgensson
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓHANNSSON
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Köldukinn 28,
lést mánudaginn 5. janúar. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
14. janúar kl. 11.00.
Kristín Halla Sigurðardóttir Guðmundur K. G. Kolka
Ingrún Ingólfsdóttir Magnús Gíslason
Sigurrós Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS H. MAGNÚSSON
bifvélavirki og járnsmiður,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 13. janúar næstkomandi
kl. 15.00
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir Árni Guðnason
Hildur Magnúsdóttir Þorsteinn Einarsson
Sigríður Magnúsdóttir Sturla Jónsson
Magnús Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
hjartkær faðir, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR MARKÚS JÓNSSON
flugvirki,
Bugðutanga 5,
Mosfellsbæ,
sem lést 4. janúar á Landspítalanum
við Hringbraut verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.00. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi,
reikningsnúmer 117-26-10616, kt. 521182-0169 eða í síma
588-8899.
María Marta Sigurðardóttir
Davíð Ásgeirsson
Rakel Ásgeirsdóttir Einar Gunnarsson
Samúel Ásgeirsson Lovísa Snorradóttir
Ólafur Jón Ásgeirsson
Gerður Rós Ásgeirsdóttir Sigurður Wiium
barnabörn.
önnumst við alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Þegar
andlát ber
að höndum
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Ástkær móðir okkar,
amma, langamma og systir,
ELÍNBJÖRG HULDA
EGGERTSDÓTTIR
Skólavörðustíg 18,
lést á Landakoti 28. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Heimir Örn Jensson
Gottskálk Þór Jensson
Árni Már Jensson
Vetrarbörn geta ekki
boðið í garðveislur
Elísabet Þorgeirsdóttir skáld, félagsráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, er sextug. Hún er Vest-
fi rðingur að uppruna og vökvar ræturnar oft en fór samt westur um haf í afmælisferð.
AFMÆLISBARNIÐ „Þegar Vera
hætti fór ég í háskólann, ekki til
að stúdera bókmenntir heldur til
að læra eitthvað praktískt sem
ég gæti örugglega fengið vinnu
við,“ segir Elísabet.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elísabet lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ísafirði, stundaði
nám við Leiklistarskóla Íslands og
lærði íslensku við Háskóla Íslands.
Hún hefur unnið við fiskverkun,
kennslu, blaðamennsku og ritstjórn
og eftir hana liggja tvær ljóðabækur,
Augað í fjallinu, 1977 og Salt og rjómi
eða blanda af göddum og dúni, 1983.
Einnig hefur hún ritað tvær ævisögur,
Í sannleika sagt: lífssaga Bjarnfríðar
Leósdóttur 1986 og Þú gefst aldrei
upp Sigga! ævisaga Sigríðar Rósu
Kristinsdóttur, 1993.
➜ Sitthvað um Elísabetu
Save the Children á Íslandi
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
8
-B
C
3
8
1
7
E
8
-B
A
F
C
1
7
E
8
-B
9
C
0
1
7
E
8
-B
8
8
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K