Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 2
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 MENNING Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvik- myndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttað- ar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífs- kjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæra- eftirlit og er þannig komin í valda- stöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verð- launastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðal- hlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undan- tekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálf- rátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalfram- leiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlend- is, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia- háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mik- ils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að fram- leiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sann- arlega orðið vart því fleiri kvik- myndagerðarkonur hafa fengið vil- yrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdótt- ir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Ísold Uggadóttir fær vilyrði fyrir 80 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmynda- miðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarkonur hafa fengið hlutfallslega fáa styrki. SPENNANDI VERKEFNI Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR EYJÓLFSSON MENNTAMÁL Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga hefur þurft að neita fjölda einstaklinga um nám á vorönn. Ástæða þess eru breytingar sem gerðar voru á nemendaígildum menntaskólanna í fjárlagafrum- varpinu fyrir þetta ár. Jón Egg- ert Bragason, skólameistari Fjöl- brautaskóla Snæfellinga, segir það bagalegt að þurfa að vísa fólki frá skólanum sem vilji hefja nám á framhaldsskólastigi. Fjölbrautaskólinn var með 80 dreifnema á haustönn 2014 en þeir eru nú aðeins um 50 á vor- önn 2015. Hvatinn til að taka við nýjum nemendum er ekki lengur til staðar að mati skólameistara „Við höfum verið að hafna nýjum dreifnemum á þessu ári,“ segir Jón Eggert. „Við í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga erum með ákveðinn nem- endakvóta og ráðuneytinu er í sjálfu sér sama hvort það eru dreifnemar eða staðarnemar,“ segir Jón Eggert. Skólinn er að miklu leyti byggður upp á fjar- kennslu og voru á síðustu önn um 80 nemendur í dreifnámi eins og það er kallað. „Dagskólanemendur taka upp stærri hluta kvótans þannig að minna er eftir fyrir nema í svo- kallaðri fjarkennslu. Þeir eru ekki hópur sem má ekki vera í fram- haldsskóla, síður en svo, en það er ekki svigrúm hjá mér til að taka þá inn því skólinn fær ekki greitt fyrir umframnemendur,“ segir Jón Eggert. - sa Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur þurft að fækka nemum í fjarnámi vegna fjárlaga ríkisstjórnarinnar: Hafa þurft að hafna nýjum nemendum NEITAÐ UM NÁM Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur þurft að vísa fólki frá skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍSAFJARÐARBÆR Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur það til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að loka leikskóladeild á Eyrarsól á næsta leikskólaári. Eyrarsól var starfrækt fyrir fimm ára börn og hugsuð sem úrræði vegna skorts á leikskóla- plássum. Þegar deildin var sett á laggirnar var lagt til að hún yrði endurskoðuð að tveimur árum liðnum. Að mati fræðslunefndar er ekki sama þörf fyrir leikskólapláss nú og þegar deildin var sett á lagg- irnar. Því er lagt til við bæjar- stjórn að deildinni verði lokað næsta leikskólaár. - sa Ekki eins mikil þörf og áður: Leggja til lokun leikskóladeildar SAMFÉLAG Víða sleppti fólk því að klæðast buxum þegar það tók neðan- jarðarlest í gær. Þá var nefnilega svokallaður „Buxnalausi neðanjarð- arlestardagurinn“ í mörgum borgum. Þessi siður hófst með uppátæki sjö stráka í New York árið 2002. Árið 2006 tóku 150 lestarfarþegar í borginni þátt. Nokkrir þeirra voru handteknir fyrir óspektir á almannafæri en svo látnir lausir. Siðurinn hefur svo breiðst út, meðal annars til Evrópu. - jhh Strákapör í New York orðin að árlegum sið um víða veröld: Buxnalausir í neðanjarðarlest FRJÁLSLYNDIR FARÞEGAR Það voru nokkrir prakkarar í New York sem byrjuðu á því að fara buxnalausir í lest. Nú er það orðinn alþjóðlegur siður. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Hvorki forsætisráð- herra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, sagði í samtali við Fréttablaðið að staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi hafi verið viðstadd- ur friðargönguna sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda. Hún sagði sendiherrann ekki hafa verið í Frakklandi í gær. Af þeim sökum hafi hann því ekki getað verið við- staddur. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir forsætisráðherra ekki hafa getað þekkst boð franskra stjórnvalda. „Íslenskum stjórnvöldum barst boð frá frönsku ríkisstjórninni um að vera viðstödd friðargönguna síðdegis á föstudegi. Á þeim tíma- punkti átti forsætisráðherra ekki þess kost að þekkjast boð að þessu sinni. Hins vegar hafði hann stuttu áður hitt franska sendiherrann á Íslandi og fært honum samúðar- kveðjur til frönsku þjóðarinnar, en gat því miður ekki mætt í gær til Parísar,“ segir Jóhannes. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins barst sams konar boð til forsetaembættisins og utanríkis- ráðuneytisins frá frönskum stjórn- völdum. - sa Staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi var viðstaddur friðargöngu í París: Forsætisráðherra ekki viðstaddur HITTI SENDIHERRANN Forsætisráð- herra komst ekki til Frakklands en hitti franska sendiherrann og færði honum samúðarkveðjur. Bragðast sveitasnakkið betur en Prins Póló? „Já, ef það fæst í gleri.“ Þúsundþjalasmiðurinn og forsprakki Prins Póló, Svavar Pétur Eysteinsson, ætlar að hefja framleiðslu á snakki gerðu úr gulrófum, sem hann ræktar sjálfur. BJÖRGUN Um hundrað björgunar- sveitarmenn tóku í gærkvöldi þátt í aðgerðum í Esjunni þar sem göngumaður var í sjálfheldu í Blikdal í vonskuveðri. Erfiðlega gekk að staðsetja manninn en símasamband við hann var stop- ult, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitamenn fóru upp fjallið frá fjórum stöðum; upp Blikdal, frá Eilífsdal, Þverfells- horni og Skálafelli á snjóbílum, snjósleðum, fjórhjólum og með gönguhópum. Maðurinn fannst um klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Hann var blautur og kaldur en ómeiddur. - jhh Hundrað menn við björgun: Á Esjunni í vonskuveðri SPURNING DAGSINS ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 8 -3 B D 8 1 7 E 8 -3 A 9 C 1 7 E 8 -3 9 6 0 1 7 E 8 -3 8 2 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.