Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 50
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
Hann finnur ekkert
fyrir þessu, líður vel og
segist vera hættur að
hugsa um þetta.
Aron Kristjánsson,
landsliðsþjálfari Íslands.
visir.is
Meira um leiki
helgarinnar
HANDBOLTI Íslenska landsliðið
heldur á morgun utan til Katar
þar sem HM í handbolta hefst
á fimmtudag. Strákarnir sýndu
margt jákvætt á æfingamóti sem
fór fram í Danmörku og Svíþjóð
um helgina sem kom einna best í
ljós þegar þeir gerðu sér lítið fyrir
og unnu ógnarsterk lið Danmerk-
ur í Álaborg á laugardag. Þeim var
svo kippt rækilega niður á jörðina
gegn Slóvenum í Árósum í gær þar
sem þeir voru í miklu basli með
varnarleik sinn og markvörslu.
Ísland var í miklum eltingarleik
við Slóveníu en gafst þó ekki upp
og fékk tækifæri til að vinna leik-
inn. Aron Pálmarsson átti síðasta
skot leiksins en það var varið og
voru leikmenn Íslands afar ósáttir
við að ekki hafi verið dæmt víta-
kast á Slóvenana þá. En þar við sat
og niðurstaðan 32-32 jafntefli.
„Við komum mjög illa inn í þann
leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn
Aron Kristjánsson í samtali við
Fréttablaðið eftir leikinn í gær.
Slóvenía, sem hafði tapað báðum
leikjum sínum á mótinu til þessa
og var án leikstjórnandans Uros
Zorman, byrjaði leikinn af miklum
krafti og lét íslensku vörnina, sem
og markverðina, líta afar illa út.
„Það vantaði allan hreyfanleika
í vörnina og þeir gengu á lagið og
röðuðu á okkur mörkunum. Við
vorum flatir og þeir náðu að opna
mikið inn á línuna. Við lásum leik-
inn einfaldlega ekki nógu vel,“
segir Aron en bætir við að þetta
hafi batnað til muna í síðari hálf-
leik, ekki síst eftir að Ísland skipti
yfir í 3-2-1 vörnina.
„Með henni náðum við að brjóta
leikinn upp og strákarnir sýndu
bæði baráttu- og sigurvilja. Vörn-
in þvingaði Slóvenana í ákveðin
skot og Björgvin Páll kom sterk-
ur inn og gaf okkur tækifæri á að
vinna leikinn, þó svo að við þurft-
um á endanum að sætta okkur við
jafntefli.“
Aron gerir alla betri í kringum sig
Sóknarleikurinn stórbatnaði með
innkomu Arons Pálmarssonar sem
var í stóru hlutverki þegar strák-
arnir lögðu Guðmund Guðmunds-
son og lærisveina hans í danska
landsliðinu. Var þetta fyrsti tap-
leikur Danmerkur undir stjórn
Guðmundar sem er ef til vill við-
eigandi, enda á Guðmundur stóran
þátt í íslenska liðinu eftir að hafa
stýrt því um árabil með frábærum
árangri.
Aron kom af miklum krafti inn í
íslenska liðið eftir að hafa misst af
síðustu æfingaleikjum vegna lík-
amsárásarinnar sem hann varð
fyrir á milli jóla og nýárs. Þar
kinnbeinsbrotnaði hann og fékk
stóran skurð við augabrúnina.
„Þetta var bara spurning um
hvað myndi gerast þegar hann
fengi fyrsta skellinn,“ segir þjálf-
arinn. „Mér fannst Aron bregðast
vel við honum. Hann finnur ekk-
ert fyrir þessu, líður vel og segist
vera hættur að hugsa um þetta.
Það veit á gott,“ segir Aron og
bætir við að nafni sinn hafi mikil-
vægu hlutverki að gegna í sóknar-
leik Íslands.
„Hann gerir alla betri í kring-
um sig og lyftir sóknarleiknum á
hærra plan. Samspilið á milli hans
og Alexanders [Peterssonar] verð-
ur hættulegra og það verður erfið-
ara fyrir andstæðingana að kort-
leggja okkar leik. Snorri [Steinn
Guðjónsson] og Róbert [Gunnars-
son] hafa vaxið líka í sínum stöð-
um sem skiptir miklu máli.“
Heilt yfir ágætlega sáttur
Markvarslan var afar misjöfn um
helgina. Aron Rafn átti góða inn-
komu gegn Dönum og Björgvin
Páll var frábær á lokamínútunum
gegn Slóveníu. En heilt yfir vant-
aði of mikið upp á og Aron hefur
áhyggjur af því.
„Ef við verðum á hælunum í
varnarleiknum þá munum við
lenda í miklum vandræðum gegn
sterkum liðum. Við þurfum því að
vera á tánum og þó svo að ég sé
heilt yfir ágætlega sáttur þurfum
við að vinna í ákveðnum þáttum
fyrir fyrsta leikinn á HM [gegn
Svíþjóð] og þá sérstaklega í varn-
arleiknum og markvörslunni,“
segir Aron.
Guðmundur Árni hélt heim
Guðmundur Árni Ólafsson kvaddi
íslenska hópinn í gær en eftir
standa sautján leikmenn sem halda
til Katar á morgun. Guðjón Valur
Sigurðsson gat ekki spilað með
liðinu um helgina af persónuleg-
um ástæðum en hittir landsliðið í
Danmörku og heldur með því utan
á HM.
Ástand leikmanna er einnig gott.
Alexander Petersson sneri sig á
ökkla gegn Danmörku en var með
gegn Slóveníu í gær. Þá var Arnór
Þór Gunnarsson stífur aftan í læri
og hvíldi því í seinni hálfleik í gær.
Aron segir þó að báðir verða klárir
í slaginn þegar út í alvöruna verð-
ur komið, rétt eins og aðrir leik-
menn íslenska liðsins.
eirikur@frettabladid.is
Við þurfum að vera á tánum
Aron Kristjánsson segist vera ánægður með árangur helgarinnar en Ísland vann einn leik, tapaði einum og
gerði eitt jafntefl i á æfi ngamótinu í Svíþjóð og Danmörku. Hápunkturinn var að leggja Danmörk að velli.
AÐ MÖRGU AÐ HUGA Þjálfarinn Aron Kristjánsson vill fá ákveðna þætti við leik íslenska liðsins í lag áður en strákarnir mæta
Svíum í Doha á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SPORT
ÚRSLIT
ÆFINGAMÓT Í DANMÖRKU
ÍSLAND - SLÓVENÍA 32-32 (15-18)
Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6),
Arnór Þór Gunnarsson 6/4 (6/4), Alexander Peters-
son 6 (10), Aron Pálmarsson 5 (10), Stefán Rafn
Sigurmannsson 3 (3), Guðmundur Árni Ólafsson
2 (2), Kári Kristján Kristjánsson 1 (1), Sigurbergur
Sveinsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1),
Snorri Steinn Guðjónsson 1 (5), Ásgeir Örn Hall-
grímsson (1), Arnór Atlason (2), Vignir Svavarsson
(2).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5 (23/1,
22%), Aron Rafn Eðvarðsson 4 (18/1, 22%).
DANMÖRK - ÍSLAND 29-30 (17-18)
Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 7 (7),
Róbert Gunnarsson 5 (5), Stefán Rafn Sigur-
mannsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (7),
Aron Pálmarsson 4 (10), Arnór Þór Gunnarsson
3/3 (3/3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Snorri
Steinn Guðjónsson 1 (1), Kári Kristján Kristjáns-
son (1), Arnór Atlason (2),
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 (26/2, 42%),
Björgvin Páll Gústavsson 2 (16/1, 13%).
UNDANKEPPNI HM U-21
NOREGUR - ÍSLAND 27-21 (14-8)
EISTLAND - LITHÁEN 28-32 (15-13)
LITHÁEN - NOREGUR 29-39 (14-22)
ÍSLAND - EISTLAND 31-28 (17-15)
LOKASTAÐAN
Noregur 3 3 0 0 104-79 6
Ísland 3 2 0 1 79-70 4
Litháen 3 1 0 2 76-94 2
Eistland 3 0 0 3 85-101 0
OLÍSDEILD KVENNA
SELFOSS - VALUR 22-24 (9-9)
KA/ÞÓR - ÍR 28-23 (16-11)
HK - STJARNAN 24-25 (11-14)
ÍBV - GRÓTTA 21-31 (8-16)
HAUKAR - FRAM 22-19 (13-10)
STAÐAN
Fram 11 10 0 1 298-236 20
Grótta 11 10 0 1 295-207 20
Stjarnan 11 9 0 2 261-246 18
ÍBV 11 8 0 3 304-278 16
Haukar 11 6 0 5 266-239 12
Fylkir 11 5 0 6 253-257 10
Valur 11 4 1 6 250-250 9
Selfoss 11 4 1 6 246-277 9
HK 11 4 0 7 255-270 8
FH 11 2 2 7 214-262 6
KA/Þór 11 2 0 9 231-263 4
ÍR 11 0 0 11 227-315 0
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
SUNDERLAND - LIVERPOOL 0-1
0-1 Lazar Markovic (8).
CHELSEA - NEWCASTLE 2-0
1-0 Oscar (43.), 2-0 Diego Costa (59.).
BURNLEY - QPR 2-1
1-0 Scott Arfield (12.), 1-1 Charlie Austin, víti
(33.), 2-1 Danny Ings (37.).
EVERTON - MANCHESTER CITY 1-1
0-1 Fernandinho (74.), 1-1 Steven Naismith (78.).
LEICESTER - ASTON VILLA 1-0
1-0 Paul Konchesky (45.).
SWANSEA - WEST HAM 1-1
0-1 Andy Carroll (43.), 1-1 Mark Noble, sjálfsmark
(74.).
WEST BROM - HULL 1-0
1-0 Saido Berahino (78.).
CRYSTAL PALACE - TOTTENHAM 2-1
0-1 Harry Kane (49.), 1-1 Dwight Gayle (69.), 2-1
Jason Puncheon (80.).
ARSENAL - STOKE 3-0
1-0 Laurent Koscielny (6.), 2-0 Alexis Sanchez
(33.), 3-0 Alexis Sanchez (49.).
MAN. UNITED - SOUTHAMPTON 0-1
0-1 Dusan Tadic (69.)
STAÐA EFSTU LIÐA
Chelsea 21 15 4 2 46-19 49
Man. City 21 14 5 2 45-20 47
Southampton 21 12 3 6 35-15 37
Man. United 21 10 7 4 34-21 37
Arsenal 21 10 6 5 37-25 36
Tottenham 21 10 4 7 30-29 34
West Ham 21 9 6 6 32-25 33
HANDBOLTI Ísland náði ekki að láta
draum sinn rætast um að keppa á
lokamóti HM U-21 liða sem fer fram
í Brasilíu í sumar. Strákarnir í íslenska
liðinu urðu í öðrum sæti í sínum riðli
í undankeppninni en allir leikirnir
fóru fram í íþróttahúsinu í Strand-
götu í Hafnarfirði um helgina.
Noregur vann riðilinn með
nokkrum yfirburðum en Gunnar
Magnússon, annar þjálfara íslenska
liðsins, segir norska liðið ógnar-
sterkt. „Við vissum að það yrði
á brattann að sækja gegn þessu
norska liði sem ég tel að muni
berjast um verðlaunasæti á HM. Í
raun var það fimmtán mínútna kafli
í fyrri hálfleik gegn Noregi sem fór
með okkar möguleika á HM-sæti. Það
er svekkjandi og situr í manni,“ segir
Gunnar, en Ísland vann sína leiki gegn
Litháen og Eistlandi.
Gunnar lofaði frammistöðu strák-
anna og dugnað en fyrir helgi var
mikið fjallað um að þeir hefðu tekið
þátt í að fjármagna uppihald hinna
liðanna hér á landi. „Þeir hafa aldrei
kvartað neitt, æfðu vel og lögðu
mikið á sig. Þeir hafa tileinkað sér
gott viðhorf sem mun nýtast þeim
vel í framtíðinni, ekki síst þeim sem
gerast atvinnumenn,“ segir Gunnar,
sem mun nú halda til Katar þar
sem hann er aðstoðarþjálfari Arons
Kristjánssonar í A-landsliðinu. - esá
Margir framtíðarmenn í þessum hópi
ÖFLUGUR Ómar Ingi Magnússon
skoraði níu mörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark
í tæpt ár er hann tryggði Bolton 1-1 jafntefli gegn Leeds í
ensku B-deildinni um helgina. Markið skoraði hann úr víta-
spyrnu en það var hans fyrsta mark fyrir félagið í fjórtán ár.
Eiður skoraði síðast í deildarleik með belgíska félaginu
Club Brugge þann 1. febrúar á síðasta ári.
„Ég treysti hæfileikum mínum til að taka víti og
er í raun óttalaus,“ sagði Eiður Smári í viðtali sem
birtist á heimasíðu Bolton eftir leikinn. „Það var
góð tilfinning að sjá boltann í netinu þó svo að
úrslitin hér séu vonbrigði. Við hefðum getað leikið
betur en við gerðum.“
Af öðrum Íslendingum í deildinni má nefna að
Aron Einar Gunnarsson lagði upp sigurmark Cardiff
gegn Fulham en liðið er í ellefta sæti deildarinnar
með 34 stig. Bolton er í sextánda sæti með 30 stig. - esá
Fyrsta markið eft ir langt hlé
FÓTBOLTI Lærisveinar Ronald
Koeman sýndu enn og sönnuðu
að árangur liðsins á tímabilinu í
ensku úrvalsdeildinni er enginn
tilviljun en liðið hafði betur gegn
Manchester United á Old Trafford
í gær, 1-0, og komst þar með upp
fyrir rauðu djöflana í þriðja sæti
ensku deildarinnar.
„Sigurinn segir mikið um metn-
að okkar. Við sýndum að við getum
unnið stóru liðin. Við höfum trú á
okkur og það var lykillinn að því
að fá þrjú stig og loksins fá stuðn-
ingsmenn okkar tækifæri til að
fagna þremur stigum á Old Traf-
ford,“ sagði Koeman en þetta er í
fyrsta sinn í 27 ár sem Southamp-
ton vinnur Manchester United í
deildarleik.
Chelsea komst aftur eitt á topp
deildarinnar með 2-0 sigri á New-
castle en Manchester City missteig
sig á sama tíma gegn Everton og
mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á
Goodison Park. - esá
27 ára bið loks á enda
Southampton upp í þriðja sæti ensku deildarinnar.
KRAFTAKALL Dusan Tadic skoraði sigurmark Southampton gegn Manchester
United í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
A
-3
D
5
8
1
7
E
A
-3
C
1
C
1
7
E
A
-3
A
E
0
1
7
E
A
-3
9
A
4
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K