Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.01.2015, Blaðsíða 50
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 Hann finnur ekkert fyrir þessu, líður vel og segist vera hættur að hugsa um þetta. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands. visir.is Meira um leiki helgarinnar HANDBOLTI Íslenska landsliðið heldur á morgun utan til Katar þar sem HM í handbolta hefst á fimmtudag. Strákarnir sýndu margt jákvætt á æfingamóti sem fór fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina sem kom einna best í ljós þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ógnarsterk lið Danmerk- ur í Álaborg á laugardag. Þeim var svo kippt rækilega niður á jörðina gegn Slóvenum í Árósum í gær þar sem þeir voru í miklu basli með varnarleik sinn og markvörslu. Ísland var í miklum eltingarleik við Slóveníu en gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að vinna leik- inn. Aron Pálmarsson átti síðasta skot leiksins en það var varið og voru leikmenn Íslands afar ósáttir við að ekki hafi verið dæmt víta- kast á Slóvenana þá. En þar við sat og niðurstaðan 32-32 jafntefli. „Við komum mjög illa inn í þann leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Slóvenía, sem hafði tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa og var án leikstjórnandans Uros Zorman, byrjaði leikinn af miklum krafti og lét íslensku vörnina, sem og markverðina, líta afar illa út. „Það vantaði allan hreyfanleika í vörnina og þeir gengu á lagið og röðuðu á okkur mörkunum. Við vorum flatir og þeir náðu að opna mikið inn á línuna. Við lásum leik- inn einfaldlega ekki nógu vel,“ segir Aron en bætir við að þetta hafi batnað til muna í síðari hálf- leik, ekki síst eftir að Ísland skipti yfir í 3-2-1 vörnina. „Með henni náðum við að brjóta leikinn upp og strákarnir sýndu bæði baráttu- og sigurvilja. Vörn- in þvingaði Slóvenana í ákveðin skot og Björgvin Páll kom sterk- ur inn og gaf okkur tækifæri á að vinna leikinn, þó svo að við þurft- um á endanum að sætta okkur við jafntefli.“ Aron gerir alla betri í kringum sig Sóknarleikurinn stórbatnaði með innkomu Arons Pálmarssonar sem var í stóru hlutverki þegar strák- arnir lögðu Guðmund Guðmunds- son og lærisveina hans í danska landsliðinu. Var þetta fyrsti tap- leikur Danmerkur undir stjórn Guðmundar sem er ef til vill við- eigandi, enda á Guðmundur stóran þátt í íslenska liðinu eftir að hafa stýrt því um árabil með frábærum árangri. Aron kom af miklum krafti inn í íslenska liðið eftir að hafa misst af síðustu æfingaleikjum vegna lík- amsárásarinnar sem hann varð fyrir á milli jóla og nýárs. Þar kinnbeinsbrotnaði hann og fékk stóran skurð við augabrúnina. „Þetta var bara spurning um hvað myndi gerast þegar hann fengi fyrsta skellinn,“ segir þjálf- arinn. „Mér fannst Aron bregðast vel við honum. Hann finnur ekk- ert fyrir þessu, líður vel og segist vera hættur að hugsa um þetta. Það veit á gott,“ segir Aron og bætir við að nafni sinn hafi mikil- vægu hlutverki að gegna í sóknar- leik Íslands. „Hann gerir alla betri í kring- um sig og lyftir sóknarleiknum á hærra plan. Samspilið á milli hans og Alexanders [Peterssonar] verð- ur hættulegra og það verður erfið- ara fyrir andstæðingana að kort- leggja okkar leik. Snorri [Steinn Guðjónsson] og Róbert [Gunnars- son] hafa vaxið líka í sínum stöð- um sem skiptir miklu máli.“ Heilt yfir ágætlega sáttur Markvarslan var afar misjöfn um helgina. Aron Rafn átti góða inn- komu gegn Dönum og Björgvin Páll var frábær á lokamínútunum gegn Slóveníu. En heilt yfir vant- aði of mikið upp á og Aron hefur áhyggjur af því. „Ef við verðum á hælunum í varnarleiknum þá munum við lenda í miklum vandræðum gegn sterkum liðum. Við þurfum því að vera á tánum og þó svo að ég sé heilt yfir ágætlega sáttur þurfum við að vinna í ákveðnum þáttum fyrir fyrsta leikinn á HM [gegn Svíþjóð] og þá sérstaklega í varn- arleiknum og markvörslunni,“ segir Aron. Guðmundur Árni hélt heim Guðmundur Árni Ólafsson kvaddi íslenska hópinn í gær en eftir standa sautján leikmenn sem halda til Katar á morgun. Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki spilað með liðinu um helgina af persónuleg- um ástæðum en hittir landsliðið í Danmörku og heldur með því utan á HM. Ástand leikmanna er einnig gott. Alexander Petersson sneri sig á ökkla gegn Danmörku en var með gegn Slóveníu í gær. Þá var Arnór Þór Gunnarsson stífur aftan í læri og hvíldi því í seinni hálfleik í gær. Aron segir þó að báðir verða klárir í slaginn þegar út í alvöruna verð- ur komið, rétt eins og aðrir leik- menn íslenska liðsins. eirikur@frettabladid.is Við þurfum að vera á tánum Aron Kristjánsson segist vera ánægður með árangur helgarinnar en Ísland vann einn leik, tapaði einum og gerði eitt jafntefl i á æfi ngamótinu í Svíþjóð og Danmörku. Hápunkturinn var að leggja Danmörk að velli. AÐ MÖRGU AÐ HUGA Þjálfarinn Aron Kristjánsson vill fá ákveðna þætti við leik íslenska liðsins í lag áður en strákarnir mæta Svíum í Doha á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SPORT ÚRSLIT ÆFINGAMÓT Í DANMÖRKU ÍSLAND - SLÓVENÍA 32-32 (15-18) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Arnór Þór Gunnarsson 6/4 (6/4), Alexander Peters- son 6 (10), Aron Pálmarsson 5 (10), Stefán Rafn Sigurmannsson 3 (3), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (2), Kári Kristján Kristjánsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (5), Ásgeir Örn Hall- grímsson (1), Arnór Atlason (2), Vignir Svavarsson (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5 (23/1, 22%), Aron Rafn Eðvarðsson 4 (18/1, 22%). DANMÖRK - ÍSLAND 29-30 (17-18) Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 7 (7), Róbert Gunnarsson 5 (5), Stefán Rafn Sigur- mannsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (7), Aron Pálmarsson 4 (10), Arnór Þór Gunnarsson 3/3 (3/3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (1), Kári Kristján Kristjáns- son (1), Arnór Atlason (2), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 (26/2, 42%), Björgvin Páll Gústavsson 2 (16/1, 13%). UNDANKEPPNI HM U-21 NOREGUR - ÍSLAND 27-21 (14-8) EISTLAND - LITHÁEN 28-32 (15-13) LITHÁEN - NOREGUR 29-39 (14-22) ÍSLAND - EISTLAND 31-28 (17-15) LOKASTAÐAN Noregur 3 3 0 0 104-79 6 Ísland 3 2 0 1 79-70 4 Litháen 3 1 0 2 76-94 2 Eistland 3 0 0 3 85-101 0 OLÍSDEILD KVENNA SELFOSS - VALUR 22-24 (9-9) KA/ÞÓR - ÍR 28-23 (16-11) HK - STJARNAN 24-25 (11-14) ÍBV - GRÓTTA 21-31 (8-16) HAUKAR - FRAM 22-19 (13-10) STAÐAN Fram 11 10 0 1 298-236 20 Grótta 11 10 0 1 295-207 20 Stjarnan 11 9 0 2 261-246 18 ÍBV 11 8 0 3 304-278 16 Haukar 11 6 0 5 266-239 12 Fylkir 11 5 0 6 253-257 10 Valur 11 4 1 6 250-250 9 Selfoss 11 4 1 6 246-277 9 HK 11 4 0 7 255-270 8 FH 11 2 2 7 214-262 6 KA/Þór 11 2 0 9 231-263 4 ÍR 11 0 0 11 227-315 0 ENSKA ÚRVALSDEILDIN SUNDERLAND - LIVERPOOL 0-1 0-1 Lazar Markovic (8). CHELSEA - NEWCASTLE 2-0 1-0 Oscar (43.), 2-0 Diego Costa (59.). BURNLEY - QPR 2-1 1-0 Scott Arfield (12.), 1-1 Charlie Austin, víti (33.), 2-1 Danny Ings (37.). EVERTON - MANCHESTER CITY 1-1 0-1 Fernandinho (74.), 1-1 Steven Naismith (78.). LEICESTER - ASTON VILLA 1-0 1-0 Paul Konchesky (45.). SWANSEA - WEST HAM 1-1 0-1 Andy Carroll (43.), 1-1 Mark Noble, sjálfsmark (74.). WEST BROM - HULL 1-0 1-0 Saido Berahino (78.). CRYSTAL PALACE - TOTTENHAM 2-1 0-1 Harry Kane (49.), 1-1 Dwight Gayle (69.), 2-1 Jason Puncheon (80.). ARSENAL - STOKE 3-0 1-0 Laurent Koscielny (6.), 2-0 Alexis Sanchez (33.), 3-0 Alexis Sanchez (49.). MAN. UNITED - SOUTHAMPTON 0-1 0-1 Dusan Tadic (69.) STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 21 15 4 2 46-19 49 Man. City 21 14 5 2 45-20 47 Southampton 21 12 3 6 35-15 37 Man. United 21 10 7 4 34-21 37 Arsenal 21 10 6 5 37-25 36 Tottenham 21 10 4 7 30-29 34 West Ham 21 9 6 6 32-25 33 HANDBOLTI Ísland náði ekki að láta draum sinn rætast um að keppa á lokamóti HM U-21 liða sem fer fram í Brasilíu í sumar. Strákarnir í íslenska liðinu urðu í öðrum sæti í sínum riðli í undankeppninni en allir leikirnir fóru fram í íþróttahúsinu í Strand- götu í Hafnarfirði um helgina. Noregur vann riðilinn með nokkrum yfirburðum en Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska liðsins, segir norska liðið ógnar- sterkt. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja gegn þessu norska liði sem ég tel að muni berjast um verðlaunasæti á HM. Í raun var það fimmtán mínútna kafli í fyrri hálfleik gegn Noregi sem fór með okkar möguleika á HM-sæti. Það er svekkjandi og situr í manni,“ segir Gunnar, en Ísland vann sína leiki gegn Litháen og Eistlandi. Gunnar lofaði frammistöðu strák- anna og dugnað en fyrir helgi var mikið fjallað um að þeir hefðu tekið þátt í að fjármagna uppihald hinna liðanna hér á landi. „Þeir hafa aldrei kvartað neitt, æfðu vel og lögðu mikið á sig. Þeir hafa tileinkað sér gott viðhorf sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni, ekki síst þeim sem gerast atvinnumenn,“ segir Gunnar, sem mun nú halda til Katar þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. - esá Margir framtíðarmenn í þessum hópi ÖFLUGUR Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark í tæpt ár er hann tryggði Bolton 1-1 jafntefli gegn Leeds í ensku B-deildinni um helgina. Markið skoraði hann úr víta- spyrnu en það var hans fyrsta mark fyrir félagið í fjórtán ár. Eiður skoraði síðast í deildarleik með belgíska félaginu Club Brugge þann 1. febrúar á síðasta ári. „Ég treysti hæfileikum mínum til að taka víti og er í raun óttalaus,“ sagði Eiður Smári í viðtali sem birtist á heimasíðu Bolton eftir leikinn. „Það var góð tilfinning að sjá boltann í netinu þó svo að úrslitin hér séu vonbrigði. Við hefðum getað leikið betur en við gerðum.“ Af öðrum Íslendingum í deildinni má nefna að Aron Einar Gunnarsson lagði upp sigurmark Cardiff gegn Fulham en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 34 stig. Bolton er í sextánda sæti með 30 stig. - esá Fyrsta markið eft ir langt hlé FÓTBOLTI Lærisveinar Ronald Koeman sýndu enn og sönnuðu að árangur liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni er enginn tilviljun en liðið hafði betur gegn Manchester United á Old Trafford í gær, 1-0, og komst þar með upp fyrir rauðu djöflana í þriðja sæti ensku deildarinnar. „Sigurinn segir mikið um metn- að okkar. Við sýndum að við getum unnið stóru liðin. Við höfum trú á okkur og það var lykillinn að því að fá þrjú stig og loksins fá stuðn- ingsmenn okkar tækifæri til að fagna þremur stigum á Old Traf- ford,“ sagði Koeman en þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem Southamp- ton vinnur Manchester United í deildarleik. Chelsea komst aftur eitt á topp deildarinnar með 2-0 sigri á New- castle en Manchester City missteig sig á sama tíma gegn Everton og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á Goodison Park. - esá 27 ára bið loks á enda Southampton upp í þriðja sæti ensku deildarinnar. KRAFTAKALL Dusan Tadic skoraði sigurmark Southampton gegn Manchester United í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E A -3 D 5 8 1 7 E A -3 C 1 C 1 7 E A -3 A E 0 1 7 E A -3 9 A 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.