Fréttablaðið - 12.01.2015, Page 10

Fréttablaðið - 12.01.2015, Page 10
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ellen Calmon, formaður Öryrkja- bandalagsins (ÖBÍ), tekur undir með SA um að ónógu fjármagni sé varið til starfsendurhæfingar. „Þá höfum við líka bent á að núna er í mesta lagi hægt að fá 36 mánuði greidda í endurhæfingarlífeyri,“ segir hún. Úrræði sem henti einum dugi mögulega ekki öðrum og því sé mikilvægt að úrræðin séu fjöl- breytt. Mikilvægt sé að mál hvers og eins sé skoðað. Mestu máli segir Ellen skipta að allir fái endurhæfingu við hæfi og að ekki sé bið eftir endur- hæfingu þegar fólk er tilbúið til að hefja hana. Dæmi séu um að fólk sem koma hefði mátt aftur á vinnumarkað með úrræðum við hæfi hafi í staðinn fengið mat um örorku. Um leið segir Ellen mikilvægt að til staðar séu margs konar endur- hæfingarúrræði. „Virk starfsendurhæfingar- sjóður er mikilvæg stoð, en einn- ig má horfa til annarra leiða.“ ÖBÍ vill gjarnan líta til þess að Vinnu- málastofnun geti einnig haft ríkara hlutverki að gegna þegar kemur að starfsendurhæfingu. olikr@frettabladid.is Glæný línuýsa Hrogn og lifur Súr hvalur og hákarl Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 VINNUMARKAÐUR Árlegur kostn- aður ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar er áætlaður 55 millj- arðar króna á þessu ári og hefur tvöfaldast á föstu verðlagi á und- anförnum fimmtán árum. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka atvinnulífsins, en á kynn- ingarfundi í síðustu viku var- aði Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, við því að héldi fram sem horfði yrði erfitt að manna hér ný störf innan fárra ára og það myndi hamla hagvexti. Hér sé hlutfall fólks sem horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku með því hæsta sem þekkist og ljóst að til mikils að er vinna og þjóðhags- legur sparnaður í því fólginn að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Þar skipti tími og úrræði máli því eftir því sem einstaklingar hafi verið lengur utan vinnu- markaðar sé erfið- ara að hjálpa þeim inn á hann aftur. „En þrátt fyrir að örorkubyrðin sé svo mikil ver ríkissjóður nánast engum fjármun- um til starfsend- urhæfingar,“ segir Þorsteinn og bendir á að hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda á vinnualdri (18 til 66 ára) hafi hækk- að ört og sé nú komið í tæp níu pró- sent. „Sem er allt of hátt hlutfall.“ IÐNNEMI Öryrkjabandalagið og Samtök atvinnulífsins eru sammála um mikilvægi þess að fólki, sem vegna örorku hrekst út af vinnumarkaði, standi til boða starfsendurhæfing við hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Mestu máli skiptir að allir fái endurhæfingu við hæfi Áætlaður kostnaður ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar á þessu ári er 55 milljarðar króna. Níu prósent fólks á vinnualdri eru öryrkjar sem er með því hæsta sem gerist. ÖBÍ segir úrræði þurfa að vera einstaklingsmiðuð. ÁSTRALÍA Katrina Dawson, sem var ein sautján gísla sem Man Haron Monis hélt í gíslingu í Sydney í desember, lést eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglu- manns. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á árás lögreglu á kaffihúsið. Gíslunum var haldið föngnum í 16 klukkustundir áður en lögreglan réðst til inngöngu. Dawson lá á gólfinu þegar lög- reglan kom inn. Byssukúla lög- reglumanns endurkastaðist svo af hörðu yfirborði í Dawson. - skó Lögregluárás rannsökuð: Varð fyrir skoti frá lögreglunni GÍSLUM SLEPPT Sautján manns var haldið föngum á kaffihúsi í Sydney í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykja- víkur aðfaranótt sunnudags eftir að hafa bitið annan karlmann í andlitið. Árásarmaðurinn var ölvaður og var vistaður í fangaklefa þar til hægt var að taka af honum skýrslu vegna málsins. Ekki liggur fyrir hvort og hversu alvarlega slasaður sá bitni var. - fbj Beit annan í andlitið: Handtekinn fyrir að bíta Virk starfsendur- hæfingar- sjóður er mikilvæg stoð, en einnig má horfa til annarra leiða. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E A -3 D 5 8 1 7 E A -3 C 1 C 1 7 E A -3 A E 0 1 7 E A -3 9 A 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.