Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.01.2015, Qupperneq 2
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 MENNING Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvik- myndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttað- ar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífs- kjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæra- eftirlit og er þannig komin í valda- stöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verð- launastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðal- hlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undan- tekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálf- rátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalfram- leiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlend- is, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia- háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mik- ils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að fram- leiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sann- arlega orðið vart því fleiri kvik- myndagerðarkonur hafa fengið vil- yrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdótt- ir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Ísold Uggadóttir fær vilyrði fyrir 80 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmynda- miðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarkonur hafa fengið hlutfallslega fáa styrki. SPENNANDI VERKEFNI Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR EYJÓLFSSON MENNTAMÁL Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga hefur þurft að neita fjölda einstaklinga um nám á vorönn. Ástæða þess eru breytingar sem gerðar voru á nemendaígildum menntaskólanna í fjárlagafrum- varpinu fyrir þetta ár. Jón Egg- ert Bragason, skólameistari Fjöl- brautaskóla Snæfellinga, segir það bagalegt að þurfa að vísa fólki frá skólanum sem vilji hefja nám á framhaldsskólastigi. Fjölbrautaskólinn var með 80 dreifnema á haustönn 2014 en þeir eru nú aðeins um 50 á vor- önn 2015. Hvatinn til að taka við nýjum nemendum er ekki lengur til staðar að mati skólameistara „Við höfum verið að hafna nýjum dreifnemum á þessu ári,“ segir Jón Eggert. „Við í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga erum með ákveðinn nem- endakvóta og ráðuneytinu er í sjálfu sér sama hvort það eru dreifnemar eða staðarnemar,“ segir Jón Eggert. Skólinn er að miklu leyti byggður upp á fjar- kennslu og voru á síðustu önn um 80 nemendur í dreifnámi eins og það er kallað. „Dagskólanemendur taka upp stærri hluta kvótans þannig að minna er eftir fyrir nema í svo- kallaðri fjarkennslu. Þeir eru ekki hópur sem má ekki vera í fram- haldsskóla, síður en svo, en það er ekki svigrúm hjá mér til að taka þá inn því skólinn fær ekki greitt fyrir umframnemendur,“ segir Jón Eggert. - sa Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur þurft að fækka nemum í fjarnámi vegna fjárlaga ríkisstjórnarinnar: Hafa þurft að hafna nýjum nemendum NEITAÐ UM NÁM Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur þurft að vísa fólki frá skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍSAFJARÐARBÆR Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur það til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að loka leikskóladeild á Eyrarsól á næsta leikskólaári. Eyrarsól var starfrækt fyrir fimm ára börn og hugsuð sem úrræði vegna skorts á leikskóla- plássum. Þegar deildin var sett á laggirnar var lagt til að hún yrði endurskoðuð að tveimur árum liðnum. Að mati fræðslunefndar er ekki sama þörf fyrir leikskólapláss nú og þegar deildin var sett á lagg- irnar. Því er lagt til við bæjar- stjórn að deildinni verði lokað næsta leikskólaár. - sa Ekki eins mikil þörf og áður: Leggja til lokun leikskóladeildar SAMFÉLAG Víða sleppti fólk því að klæðast buxum þegar það tók neðan- jarðarlest í gær. Þá var nefnilega svokallaður „Buxnalausi neðanjarð- arlestardagurinn“ í mörgum borgum. Þessi siður hófst með uppátæki sjö stráka í New York árið 2002. Árið 2006 tóku 150 lestarfarþegar í borginni þátt. Nokkrir þeirra voru handteknir fyrir óspektir á almannafæri en svo látnir lausir. Siðurinn hefur svo breiðst út, meðal annars til Evrópu. - jhh Strákapör í New York orðin að árlegum sið um víða veröld: Buxnalausir í neðanjarðarlest FRJÁLSLYNDIR FARÞEGAR Það voru nokkrir prakkarar í New York sem byrjuðu á því að fara buxnalausir í lest. Nú er það orðinn alþjóðlegur siður. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Hvorki forsætisráð- herra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, sagði í samtali við Fréttablaðið að staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi hafi verið viðstadd- ur friðargönguna sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda. Hún sagði sendiherrann ekki hafa verið í Frakklandi í gær. Af þeim sökum hafi hann því ekki getað verið við- staddur. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir forsætisráðherra ekki hafa getað þekkst boð franskra stjórnvalda. „Íslenskum stjórnvöldum barst boð frá frönsku ríkisstjórninni um að vera viðstödd friðargönguna síðdegis á föstudegi. Á þeim tíma- punkti átti forsætisráðherra ekki þess kost að þekkjast boð að þessu sinni. Hins vegar hafði hann stuttu áður hitt franska sendiherrann á Íslandi og fært honum samúðar- kveðjur til frönsku þjóðarinnar, en gat því miður ekki mætt í gær til Parísar,“ segir Jóhannes. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins barst sams konar boð til forsetaembættisins og utanríkis- ráðuneytisins frá frönskum stjórn- völdum. - sa Staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi var viðstaddur friðargöngu í París: Forsætisráðherra ekki viðstaddur HITTI SENDIHERRANN Forsætisráð- herra komst ekki til Frakklands en hitti franska sendiherrann og færði honum samúðarkveðjur. Bragðast sveitasnakkið betur en Prins Póló? „Já, ef það fæst í gleri.“ Þúsundþjalasmiðurinn og forsprakki Prins Póló, Svavar Pétur Eysteinsson, ætlar að hefja framleiðslu á snakki gerðu úr gulrófum, sem hann ræktar sjálfur. BJÖRGUN Um hundrað björgunar- sveitarmenn tóku í gærkvöldi þátt í aðgerðum í Esjunni þar sem göngumaður var í sjálfheldu í Blikdal í vonskuveðri. Erfiðlega gekk að staðsetja manninn en símasamband við hann var stop- ult, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitamenn fóru upp fjallið frá fjórum stöðum; upp Blikdal, frá Eilífsdal, Þverfells- horni og Skálafelli á snjóbílum, snjósleðum, fjórhjólum og með gönguhópum. Maðurinn fannst um klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Hann var blautur og kaldur en ómeiddur. - jhh Hundrað menn við björgun: Á Esjunni í vonskuveðri SPURNING DAGSINS ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 8 -3 B D 8 1 7 E 8 -3 A 9 C 1 7 E 8 -3 9 6 0 1 7 E 8 -3 8 2 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.