Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Blaðsíða 18
14
Mannfjöldaskýrslur 1941—1950
um hreppi var að meðaltali 295 í árslok 1940, en 259 í árslok 1950.
Eftir mannfjölda skiptust þeir þannig:
1940 1950 1940 1950
Innan við 100 íbúa .. . ,. 10 35 400 — 499 ibúar .... 21 13
100—199 íbúar ... . 72 74 500 - 999 — .... 23 22
200—299 — . 59 44 1000- -1999 - .... 4 1
300-399 — . 21 27 Samtals 210 216
Árið 1940 voru fámennuslu hrepparnir Loðmundarfjarðarhreppur
með 53 íbúa og Fjallahreppur með 63 íbúa, en 1950 voru fámennastir
Sléttuhreppur í Isafjarðarsýslu með 32 íbúa, Fjallahreppur með 33 og
Loðmundarfjarðarhreppur með 40. Sléttuhreppur liafði haft 410 íbúa
árið 1940, en á síðustu árum hefur fólkið sópazt þaðan í burtu, svo
að þar liggur við algerri auðn. Þeir 4 hreppar, sem höfðu meir en 1000
íbúa 1940, voru Ytri-Akraneshreppur, Keflavíkurhreppur og Húsavíkur-
hreppur, sem allir eru orðnir kaupstaðir síðan, og Svarfaðardalshrepp-
ur, sem síðan hefur verið skipt í tvennt. Fjölmennasti hreppurinn 1950
var Kópavogshreppur (1652 íb.).
f töflu II (bls. 7—13 og 73—79) er mannfjöldanum á landinu skipt
eftir sóknum og prófastsdæmum. Eftir mannfjölda skiptust sókn-
irnar þannig árin 1940 og 1950:
1940 1950 1940 1950
Innan við 100 ibúa .. 56 86 500— 999 íbúar .... 18 21
100—199 ibúar . . .. 109 97 1000—1999 — .... 10 5
200—299 — .. 48 34 2000 -4999 — .... 4 5
300-399 — .. 17 12 yfir 5000 — .... 2 6
400—499 — . . 12 14 Samtals 276 280
Með færri en 300 ibúa voru í árslok 1950 217 sóknir eða rúmlega
% allra sókna á landinu. Fámennustu sóknirnar voru Hesteyrarsókn
(með 3 íbúa 1950, en 179 árið 1940), Viðeyjarsókn (með 4 íbúa, en 40
árið 1940), Njarðvikursókn í Norður-Múlaprófastsdæmi (11), Árbæjar-
sókn í Skagafirði (18), Húsavíkursókn í Norður-Múlaprófastsdæmi (19),
Bjarnarhafnarsókn (20), Furufjarðarsókn (21, en 82 árið 1940) og Stað-
arsókn í Aðalvik (29, en 231 árið 1940). Hins vegar eru 6 sóknir á land-
inu með meir en 5000 íbúa. Eru það allar sóknirnar (4) i Reykjavik,
Akureyrarsókn (7485 ib.) og Hafnarfjarðarsókn (5589 ib.).
I töflu III (bls. 14-—16 og 80—82) er mannfjöldanum skipt eftir
p r e s t a k ö 11 u m. Þau skiptust þannig 1940 og 1950:
n við 100 ibúa 1940 1950 4 500— 999 ibúar .... 1940 43 1950 32
100—199 ibúar .. .. 8 10 1000—1999 .... 8 12
200—299 — .... 6 13 2000—4999 .... 6 5
300—399 — .... 20 13 yflr 5000 .... 2 6
400—499 — .... 19 17 Samtals 112 112
Rúmlega helmingur prestakallanna var með 300—1000 ibúa 1950,
en næstum % með færri en 300 íbúa. Fámennustu prestaköllin voru