Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Blaðsíða 24
20*
Mannfjöldaskýrslur 1941—1950
Innan 25 ára aldurs giftast karlmenn venjulega lconum á sama aldri
eða jafnvel lítið eitt eldri, en annars gildir um þá sú regla, að á hvaða
aldri sem þeir giftast, taka þeir sér venjulega konur, sem eru yngri en
þeir sjálfir, og aldursmunurinn vex eftir því sem þeir giftast seinna.
Konur, sem giftast innan 45 ára, ganga venjulega að eiga menn, sem
eru eldri en þær sjálfar, og' því yngri sem þær eru, því meiri er aldurs-
munurinn. Konur jdir hálffimmtugt giftast aftur á móti venjulega mönn-
um, sem eru yngri en þær sjálfar.
4. Skyldleiki brúðhjóna.
Relationship of new-married couples.
Á skýrslueyðublöðunum, sem prestarnir senda Hagstofunni, er þess
getið, hvort brúðhjónin séu þremenningar eða skyldari, og þá tilgreint,
hvernig skyldleikanum er háttað. Samkvæmt skýrslunum hefur tala
skyldra brúðhjóna verið þannig:
1916—20 1921—25 1926—30 1931—35 1936—40 1941—45 1946—í
Annað hjóna systkinabarn liins . 2 3 3 2 2 5 4
Systkinabörn 58 52 60 42 27 34 22
Af öðrum og þriðja 12 6 10 4 10 4 5
hremenningar 24 22 33 17 8 18 17
Samtals 96 83 106 65 47 61 48
Af hundrað brúðhjónum voru
Þremenningar eða skyldari 3.2 2.9 3.i 1.8 1.4 1.2 0.9
Systkinabörn eða skjddari 2.o 1.9 1.9 1.8 O.a 0.8 0.5
Samkvæmt þessu fer giftingum skyldra óðum fækkandi.
5. Brúðkaupstíð og vígslustaður.
Marriages by months and wedding place.
I töflu VIII (bls. 24 og' 90) er sýnt, hvcrnig hjónavígslurnar hafa
skipzt niður á mánuðina árin 1941—1950. En vegna þess, að mán-
uðurnir eru mislangir, sýna tölurnar ekki eins greinilega mismuninn
á því, hve hjónavígslurnar eru tíðari suma mánuðina heldur en aðra.
í eftirfarandi yfirliti er því sýnt, hvernig 1200 hjónavígslur hefðu
skipzt á mánuðina 1936—1950, ef mánuðirnir væru allir jafnlangir. Er
þá í öllum mánuðum reiknað með daglegri hjónavigslutölunni 30-faldri.
1936—40 1941—45 1946—50 1936—40 1941—45 1946—50
Janúar .. . 63 65 Júli 76 99 102
Fehrúar .. 51 59 Ágúst 48 67 76
Marz 44 56 September.. 100 96 96
Apríl 54 75 79 Október .. . 200 128 111
Maí 133 108 Nóvember . . 130 129 122
Júni 136 140 Desember .. 164 179 186
Samtals 1200 1200 1200
Ef hjónavígslur væru jafntiðar allt árið um kring', þá mundu 100
hjónavígslur af hverjum 1200 koma á hvern mánuð, þegar mánuðirnir