Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Blaðsíða 36
32'
Mannfjöldaskýrslur 1941—19"0
3. Aldur látinna.
Mortality by age.
Á 5. yfirliti er sýndur manndauðinn á mismunandi aldursskeiði á
undanfarandi tíð. Tímabilin eru valin þannig, að manntölin falli í miðju
þeirra. Á 1. ári er manndauði mikill. Á þeim aldri deyja vikulega 4
börn af hverju hundraði. Síðan minnkar manndauðinn mikið með aldr-
inum og verður minnstur á aldrinum 5—14 ára (um Yi%). Síðan fer
hann aftur vaxandi, fyrst hægt, en síðar hraðar. Kringum sjötugt er
hann enn minni en á 1. ári, en fer úr ]>ví mjög vaxandi. Á öllum aldri
er manndauði meiri meðal karla heldur en kvenna. Þó hefur hann
fram að 2 síðustu tímabilum verið hærri meðal lcvenna á aldrinum
5—14 ára.
5. yfirlit nær yfir fjögur 10 ára tímabil. Sést á því, að inanndauðinn
hefur farið minnkandi í öllum aldursflokkum, og er undantekningar-
lítið stöðug lækkun frá einu timabili til annars. Þó er manndauðinn
meiri á aldursskeiðinu 15—34 ára á tímabilinu 1916—1925 heldur en
á því næsta á undan, og á skeiðinu 35—54 ára er um litla lækkun að
ræða. Mun því valda inflúensan 1918 og árin þar á eftir, því að hún
lagðist einkum þungt á þessa aldursflokka. Á þeim 30 árum, sem að
meðaltali liggja milli fyrsta og síðasta tímabilsins, hefur manndauðinn
minnkað tiltölulega langmest meðal barna innan 5 ára. Árin 1936—1945
var barnadauðinn á 5. ári innan við % af því, sem hann var í kringum
aldamótin, og á 1.—4. ára aldri um %.
5. yfirlit. Manndauði eftir aldri.
Death rates specific for age groups.
Af 1000 á hverjum aldri dóu árlegn
dcatlis pcr Í000 in cvcrij agc group
Knrlnr malcs Konur fcmalcs
Aldur 1906 1916 1926 1936 1906 1916 1926 1936
agc groups — 15 —25 —35 —45 — 15 —25 —35 —45
Innan 1 árs under 1 year .. 112.6 67.> 56.o 49.9 95.3 54.i 45.i 35.8
1—4 ára tjears 12.1 9.4 5.6 34.o 11.3 9.3 5.6 3.8
5—14 3.2 2.e 2.8 1.6 4.o 3.i 1.8 1.8
15—24 7.7 7.9 6.o 4.4 5.7 5.8 5.o 3.1
25—34 9.a 10.8 6.6 5.8 6.6 7.3 5.6 3.9
35—44 11.2 10.3 6.6 5.7 7.o 7.8 6.6 4.3
45—54 14.9 15.i 10.8 9.0 9.6 8.6 7.8 6.2
55—64 24.8 23.i 18.o 1 6.8 17.o 15.8 15.3 12.6
65—74 56.3 52,o 42,i 42.9 42.9 41.o 31.7 33.8
75—84 116.3 119.7 100. o 99.8 97.8 100.4 77.8 83.o
85 ára og eldri ovcr 85 ijcars 250.o 247.7 192.4 236.8 215 í 218.3 206.6 182.9
Á öllum aldri all ages 16.i 14.7 ll.s 10.4 14.4 13.8 11.3 lO.i