Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Blaðsíða 38
34'
Mannfjöldaskýrslur 1941—1950
inum annars, og síðan fer hann yfirleitt mjög lækkandi, en hér er um
smáar tölur að ræða, svo að ekki er öruggt að byggja á mjög litlum
mismun.
Þess hefur áður verið getið, að tiltölulega meira er um andvana
fæðingar utan hjónabands heldur en í hjónabandi. En auk þess eru
dánarlíkurnar meiri fyrir þau börn, sem fæðast lifandi utan hjóna-
bands, heldur en fyrir þau, sem fæðast í hjónabandi, svo sem sjá má
á eftirfarandi yfirliti, sem gert er eins og yfirlitið um barnadauðann á
bls. 33*. ' ...
Af 1000 lifandi fícddum dou a 1. ari
sveinar mej'jar
1931—35 1930—40 1941—45 1946-50 1931—35 1936—40 1941-45 1946-50
Skilgetin........ 52.o 39.7 40.7 26.6 42.o 28.i 34.6 22.a
Óskilgetin....... 69.j 49 « 47.í 26.> 60 s 34.a 37.7 25.5
Munurinn fer þó minnkandi og á síðasta tímabilinu er hann horfinn
meðal sveinanna.
Barnadauði á 1. ári er nú orðinn lægri á Islandi heldur en í flestum
löndum Norðui’álfunnar svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti, er sýnir,
hve mörg börn dóu á 1. ári í hverju landi árið 1950, miðað við 1000
lifandi fædd börn á sama tíma. (Tekið eftir Demographic Yearbook
1951.)
Svíþjóð ‘20.6 Frakkland ‘47.4
ísland 21.i Vestur-Pýzkaland ... ‘55.4
Holland 25.> Bclgia ‘59.:
Noregur (1949) .... 27.7 ltalía ‘62.8
England og Wales .. *30.i Austurríki *64.o
Danmörk 30.7 Spánn *69.4
Sviss 31.i Tjekkóslóvakía (1949) * 82.a
Skotland 38.6 Portúgal 94.i
Norður-írland 38.s Ungverjaland (1948) 99.6
43.7 116.6
írland * 45.« Búígaria (1947) 129.6
Luxemburg 45.7
í Norður-Ameriku og Áslralíu voru barnadauðahlutföllin þannig:
Bandarikin ...... *29.> Nýja Sjáland ..... 22.7
Kanada .......... ‘40.7 Ástralia ......... 24.6
Árið 1950 var sérstaklega hagstætt að því er snertir barnadauða á
íslandi. Ef tekið er meðaltal fyrir síðasta 5 ára tímabilið (1946—1950),
hækkar hlutfallið þó ekki nema upp i 24,4, en lilsvarandi hlutföll voru
37,6 fyrir 1941—1945 og 36,2 fyrir 1936—1940.
4. Hjúskaparstétt látinna.
Mortality by marital status.
Eftirfarandi yfirlit sýnir manndauðann eftir aldri og hjúskaparstétt
að meðaltali árlega árin 1936—1945. Af 1000 manns í hverjum flokki
dóu að meðaltali árlega svo margir sem hér segir: