Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Síða 4
mánudagur 28. júlí 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Við finnum fyrir verulegri aukn- ingu þrátt fyrir að það hafi verið metár í fyrra,“ segir Valgeir Arnórs- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja, en nú þegar er orð- ið fullt í allar vélar heim á mánu- deginum. Sölumenn félagsins tóku einnig eftir því að salan fór fyrr af stað í ár en undanfarin. Venjulega byrjar hún um mánaðamótin júní, júlí en að þessu sinni var salan komin á fullt um miðjan maí. Veðurspáin skiptir máli Flugfélag Vestmannaeyja flýgur samtals með um 1.300 manns til Eyja og hyggst ekki bæta við fleiri vélum. „Við náum ekki að bæta við fleiri vélum á mánudeginum en ættum að ná að fljúga með þenn- an fjölda ef veðrið er gott. Ég held einmitt að blíðan sem var í Eyjum í fyrra hafi áhrif á söluna nú. Þeir sem upplifðu það vilja örugglega ólmir koma aftur á Þjóðhátíð, það var alveg dásamlegt,“ segir Valgeir en langtímaspáin lofar góðu þetta árið. „Langflestir sem bóka eru í fjögurra til átta manna hópum, en það er alltaf eitthvað um fjölskyldu- fólk með börn inni á milli. Ferðin kostar 9.900 krónur fram og til baka frá Bakka í Landeyjum, en þaðan er um tveggja tíma akstur til Reykja- víkur. Fullbókað til Eyja Það sama er að segja hjá Flugfé- lagi Íslands sem flýgur með rúmlega þúsund manns til Eyja þessa mestu ferðahelgi ársins. Flugið er lengra og kostar að sama skapi meira, eða 18.000 krónur fram og til baka. „Það er alveg að verða fullbókað hjá okk- ur, en við gerum ráð fyrir að bæta við einhverjum vélum. Þetta er 20 til 25 prósenta aukning frá árinu í fyrra en að sama skapi er minna bókað á aðra áfangastaði félags- ins,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, talsmaður félagsins, en það er lítið pantað til Akureyrar og Ísafjarðar um verslunarmannahelgina. Erlendis um verslunar- mannahelgina Iceland Express býður upp á fjölskyldutilboð til allra áfanga- staða um verslunarmannahelgina. „Fólk vill greinilega fara til út- landa um verslunarmannahelg- ina því það er ótrúlega mikil sala í þetta og alls ekki minni en í fyrra, í raun er hún meiri en þá. Oftast fell- ur helgin undir lengra frí en sum- ir fara eingöngu þessa þrjá daga. Þetta eru tugþúsundir Íslendinga,“ segir Lára Ómarsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi félagsins, og getur sér þess til að fólk sæki frekar í ódýrari ferð- ir í kjölfar versnandi efnahags- ástands. Guðjón Arngrímsson hjá Ice- landair hafði aðra sögu að segja því salan hjá þeim er minni en á sama tíma í fyrra. „Þegar við sáum fram á breytingar í efnhagslífinu fækkuðum við ferðum á alla helstu áfangastaði félagsins. Heilt yfir er staðan ágæt, þrátt fyrir þessa minnkandi sölu. Það fljúga ekki fleiri hjá okkur þessa helgi en aðr- ar,“ segir hann. „ég held einmitt að blíðan sem var í eyjum í fyrra hafi áhrif á söluna nú. Þeir sem upplifðu það vilja örugglega ólmir koma aftur á Þjóð- hátíð, það var alveg dásamlegt.“ Nærri uppselt í flug til eyja Tvö flugfélög fljúga með gesti á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Talsmenn þeirra eru sammála um að salan sé um fjórðungi meiri en í fyrra. Iceland Express finnur einnig fyrir aukningu þessa helgi á sama tíma og sala hjá Icelandair dregst saman. lilja guðmundsdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is upplýsingafulltrúi iceland Express lára Ómarsdóttir segir tugþúsundir íslendinga vera erlendis um verslunar- mannahelgina. Herjólfsdalur um Þjóðhátíð Fjölmargir leggja leið sína til Eyja um þessa verslunarmannahelgi. Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR Leiðrétting Ranglega var greint frá flugfargjaldi Flugfélags Vestmannaeyja í miðviku- dagsblaði DV, þann 23. júlí síðastliðinn. Í sérblaði um verslunarmannahelgina stóð að farið kostaði 19.800 krón- ur fram og til baka frá Eyjum og til Bakkaflugvallar, en það rétta er að farið fram og til baka kostar 9.900 krónur samtals. DV biðst velvirðing- ar á þessum misskilningi. Ósáttur við agnesi Það kemur í ljós í dag hvort Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, ætlar að stefna Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir meiðyrði. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni, þann 9. júlí, var Agnes í viðtali og fór hörðum orðum um Árna og bréfaskrif hans vegna Baugs- málsins. Agnes sagði Árna vera stórslys og að hann ætti að hafa vit á að halda kjafti. Lögmaður Árna hefur óskað eftir upptöku af þættinum og tóku þeir helgina í að fara yfir málið. Mærudagar á Húsavík Á Mærudögum á Húsavík var talsvert um ölvun og hefur borist ein kæra til lögreglunnar vegna líkamsárásar. Lögreglan var með öflugt eftirlit á svæðinu. Tveir menn voru teknir fyrir ölvunar- akstur og þurftu fjórir til fimm að leita sér aðstoðar eftir rysking- ar, annaðhvort eftir átök eða óhappameiðsli vegna ölvunar. Maður var lagður inn á spítala eftir að hafa fallið niður úr hring- stiga og var hann ölvaður. Um 1.500 manns voru á svæðinu og á ferðinni á milli veitingastaða. Fólk safnaðist saman utandyra og gat notið veðurblíðunnar. „Það er alveg fáránlegt að sekta mig fyrir að leggja þarna, ég hef gert það í allt sumar og þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ sekt. Það þarf eng- inn að segja mér að þetta stæði sé tómt allan daginn í þessu bíla- stæðahallæri sem einkennir mið- bæinn,“ segir Örvar Jóhannsson, sem fékk sekt upp á tvö þúsund og fimm hundruð krónur fyrir að leggja ólöglega í bílastæði við Hlemm. Samkvæmt umferðarlögum er ólöglegt að leggja öðrum megin við gangbraut, vinstra megin séð frá gangandi vegfaranda, því það skyggir á umferðina. „Mér finnst verulega skrítið að það megi ekki leggja þarna því stæðið er merkt með hvítri línu. Ef að þetta er ólöglegt, þá ætti að vera merking þarna. Það þekkir enginn þessar reglur um gangbrautir. Þarna eru engar hvítar rendur sem sýna ökumönnum að þetta sé gangbraut, þetta er alveg glórulaust,“ segir Örvar sem hyggst leggja fram skriflega kæru til Bílastæðasjóðs. „Það vita nú allir hvernig það gengur fyrir sig. Kæran velkist í kerfinu í einhvern tíma, alveg þar til sektin kemur í óbreyttri mynd aftur til mín,“ segir Örvar sem vinnur í miðbænum og verður verulega var við bílastæðaskort. „Þeir eru nýbún- ir að loka malarstæðunum við 10-11 á Hverfisgötu svo ástandið verður sí- fellt verra,“ segir hann. liljag@dv.is Örvar jóhannsson er ósáttur við meint stöðubrot í miðbænum: Sektaður í merktu stæði Bíll Örvars í stæðinu Hann hyggst kæra málið til Bílastæðasjóðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.