Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 13
Í yfirlýsingu sem kom frá mann- réttindanefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna á fimmtudaginn voru bresk stjórnvöld beðin um að hægja á sér í herferðinni gegn hryðjuverkum og taka þess í stað af alvöru á „neikvæðum viðhorf- um“ gagnvart múslimum. Nefnd- in samanstendur af níu lögfræð- ingum frá mismunandi löndum. Í annarri yfirlýsingu nefndarinnar var Írland beðið um að opna kaþ- ólska skólakerfið fyrir börn af fleiri trúarbrögðum og að slaka á í lög- um gegn fóstureyðingum. Neikvæð viðhorf Nefndin segir áhyggjur ríkja varðandi „neikvæð viðhorf gagn- vart múslimum sem búa í Bret- landi og virðast fara vaxandi“. Hún segir að ríkisstjórnin ætti að taka kröftuglega á málunum og eyða slíkum hugmyndum í samfélaginu auk þess að þeir sem ali og beri ábyrgð á aðskilnaði vegna trúar eigi að bera ábyrgð á því. Hryðjuverkalög gangi of langt Nefndin sagðist áhyggjufull yfir áætlunum ríkistjórnarinnar um að lengja fangelsisvist án dóms og laga úr 28 dögum og í 42. Sakborn- ingar ættu að fara fyrir rétt eft- ir sanngjarnan biðtíma, eða vera sleppt. Þeir sem eru grunaðir um að vera viðriðnir starf hryðjuverka- samtaka ættu að vera ákærðir fyrir glæpi eins og aðrir glæpamenn, og lögfræðingar þeirra ættu að fá að- gang að sönnunargögnunum sem nota ætti gegn þeim. Kaþólikkar opni skóla sína Nefndin sagði einnig að Ír- land ætti að opna kaþólska skóla sína fyrir börnum af öðrum trúar- brögðum. Hún sagði yfirvöldum í Dublin að þau þyrftu að aðstoða konur sem ekki vildu verða óléttar áður en þær yrðu óléttar, og leit- uðu þá í ólöglegar og hættulegar fóstureyðingar. Yfirlýsingarnar frá nefndinni komu í kjölfar skýrslu frá Bretlandi og Írlandi sem fjall- aði um það hvernig ríkin stæðu sig í mannréttindamálum. Í ráð- inu sitja meðlimir frá Bretlandi, Ástralíu, Írlandi, Benín, Kólumb- íu, Ekvador, Egyptalandi, Maurit- íus og Svíþjóð. Ætlast er til þess að meðlimirnir séu óháðir ríkis- stjórnum. mánudagur 28. júlí 2008 13Fréttir erlendarFréttir ritstjorn@dv.is 9 HOLU GOLFVÖLLUR Opnunartími sumarið 2008 30. maí - 24. ágúst Opið alla daga nema föstudaga og sunnudaga fra kl. 10.00 - 20.00 Föstudaga frá kl. 10.00 - 12.00 og 17.00 - 21.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 17.00 AUK ÞESS ER Á SVÆÐINU FJÖLSKYLDUVÆNT HJÓLHÝSA OG TJALDSTÆÐI Byrjum að ráðstafa í ágúst nýjum leigulóðum, við Bakkavík og Hofsvík. Skaut rass en ekki rottu Ástralskur maður skaut vin sinn í rassinn þannig að hann endaði á spítala. Vinirnir voru að skjóta rottur sem herjuðu á landareign þeirra í Suður-Ástral- íu en öðrum þeirra missást eitt- hvað og skaut á rassinn í staðinn fyrir rottuna. Lögreglan trúir því að um slys hafi verið að ræða en þetta gerðist í bænum Lock á Eyre-skaganum. Á spítalanum voru byssukúlurnar fjarlægðar úr manninum sem sagðist ætla að raka á sér rassinn fyrir næstu veiðiferð. Eldri borgari með maríjúana 73 ára Hollendingur var hissa þegar lögreglan sagði honum að í plöntu sem hann vökvaði og veitti umhyggju sína yxi kannabis í leyni. Lög- reglan kom auga á kannabis- plöntuna undir þeirri stærri en gamli maðurinn kannað- ist ekki við þetta og grunaði unglinga í hverfinu um að hafa plantað henni. Gamli maðurinn lofaði að eyði- leggja kannabisplöntuna en ræktun hennar er ólögleg í landinu þó að neysla efnisins sé liðin í „kaffihúsum“ borg- arinnar. Mannréttindanefnd biður bresk stjórnvöld um að taka á fordómum gagnvart múslimum�� �amkv�mt sk�rslu um mannréttindamál �� �retlandi og �rlandi er ka�� ólska kirkjan of lokuð og neikv�ð viðhorf gagnvart múslimum fara vaxandi�� Nefnd� in minntist sérstaklega á n� hryðjuverkalög sem heimila að menn séu �� fangelsi án dóms og laga �� allt að 42 daga�� vondir við múSlima nefndin sagði áhyggjur ríkja varðandi „neikvæð viðhorf gagnvart múslimum sem búa í Bretlandi og virðast fara vaxandi“. JóN bJarKi magNússoN blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is múslimar í bretlandi mannrétt- indanefnd hjá Sameinuðu þjóðunum biður bresk stjórnvöld um að taka á fordómum. Fritzl heldur Sér ungum í FangelSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.