Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 27
mánudagur 28. júlí 2008 27Sviðsljós Fann ástina á nýjan leik Ástin blómstraði Heath og michelle á Óskarnum fyrir tveimur árum. Þau voru afar náin og eignuðust saman dótturina matildu. Voru hætt saman Heath ledger og michelle Williams hættu saman haustið 2007. Þau héldu samt sem áður vinskap, en Heath er sagður hafa farið í mikið rugl er þau hættu saman. Fær mikinn stuðning Trevor diCarlo besti vinur Heaths styður michelle í uppeldi dótturinnar matildu. Leikkonan Meg Ryan leikur í nýrri grínmynd sem kallast My Mom’s Hot Boyfriend. Leikkonan smávaxna er heldur ólík sjálfri sér í vexti í hlut- verkinu en hún þurfti að bæta á sig í kringum 50 kílóum. Það var þó ekki varanleg ábót því leikkonan þurfti að sitja í förðun í þrjá tíma hvern ein- asta dag fyrir tökur. Þá klæddist hún einnig svokölluðum feitabollubún- ingi. Meg sem er orðin 46 ára leikur í myndinni ásamt hjartaknúsaranum Antonio Banderas, Colin Hanks og Selmu Blair sem nú er í kvikmynda- húsum hérlendis í myndinni Hellboy II: The Golden Army. My Mom’s Hot Boyfriend var frumsýnd í apríl vestra og er væntanleg hér á landi. Meg er stödd á kvikmyndahátíð á Ítalíu um þessar mundir þar sem hún tók við verðlaunum sem kennd eru við Francois Truffaut. Næsta mynd sem leikkonan birtist í heit- ir The Women og kemur út í sept- ember. Ásamt Meg leika í myndinni Annette Bening, Candice Bergen, Carrie Fisher, Debi Mazar, Debra Messing, Bette Midler og Jada Pink- ett Smith . Bætir á sig 50 kílóum Meg Ryan leikur í gamanmyndinni My Mom’s Hot Boyfriend: Meg Ryan Tók við verðlaunum á ítalíu í vikunni. Spikfeit En allt í plati. Þrír klukkutímar í sminki meg ryan hafði gaman af því að láta farða sig. Mariah Carey vinnur nú að því að skipuleggja stórkostlegan túr til að fylgja eftir nýjustu breiðskífu sinni E=MC2. Hin nýgifta söngkona hyggst hrinda túrnum af stað í haust og lofar að tónleikarnir verði stútfullir af glam- úr, glimmeri og flugeldasýning- um. Carey sagði í viðtali við MTV: „Ég vil hafa hlutina stórfenglega, það er það eina sem ég er búin að ákveða. Ég hugsa að túrinn hefjist í nóvember en í guðanna bænum ekki taka mig á orð- inu því það gæti vel verið að þetta gerð- ist ekki fyrr en í desember. Eða jafnvel janúar á næsta ári.“ Söngkonan Fergie skemmti í af- mæli rokkarans Slash síðastliðinn miðvikudag. Þessi fyrrverandi gítar- leikari Guns N´ Roses og núverandi meðlimur Velvet Revolver fagnaði 43 ára afmæli sínu í spilavítinu á Mirage- hótelinu í Las Vegas. Fergie steig á svið ásamt Slash og tóku þau lagið saman. Leikarinn Josh Duhamel var ásamt Fergie í afmælinu en þau hafa verið saman í mörg ár. Daginn eftir hélt Slash síðan aðra afmælisveislu þar sem hann bauð upp á gítarrokk af bestu gerð en á eftir honum sá Will. Glimmer oG Glamúr Fagnaði afmælinu með Slash

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.