Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 7
mánudagur 28. júlí 2008 7Fréttir Þriðji flokkur Fylkis varð á dögunum USA Cup-meistari á sterku móti í Bandaríkjunum. Úrslitaleikurinn tók hátt í fjóra klukkutíma en tveggja tíma hlé varð á leiknum vegna fellibyls og skýstróka sem gengu yfir svæðið. Fylkisliðið og fylgdarlið var rekið inn í risastóra íshokkíhöll þar sem þau biðu af sér veðrið. ÞAKSPRAUTUN ehf Þarf að vinna í þakinu í sumar en hefur ekki tíma? Því ekki að láta það í hendur fagmanns? Sérhæfi mig í sprautun á öllu bárujárni sem gefur einstaka áferð, ásamt allri annari alhliða málningarvinnu. Uppl. í síma 8975787 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti rúmlega tvítugum manni sem er grunaður um að hafa með aðstoð annars handrukkað Hafnfirðing. At- vikið átti sér stað aðfaranótt sunnu- dags en þá kom alblóðugur maður að verslunarkjarnanum í Kauptúni í Garðabæ eftir að honum hafði ver- ið misþyrmt í Heiðmörk. Samkvæmt lögreglunni var maðurinn sóttur heim til sín í Hafnarfirði. Tveir menn komu þangað og neyddu hann með sér inn í bifreið og óku honum upp í Heiðmörk. Þar eiga þeir að hafa gengið hrottalega í skrokk á mann- inum. Síðan eru þeir sakaðir um að hafa skilið hann eftir alblóðug- an. Maðurinn gekk þá alla leið inn í Garðabæ þar sem hann fékk að lok- um aðstoð og aðhlynningu. Lögreglan brást snögg við og handtók mann í gærdag. Hann var færður á lögreglustöðina og yfir- heyrður vegna málsins. Varðstjóri vildi lítið tjá sig um málið og gaf ekki upp hvort hinn grunaði handrukk- ari hefði játað brotin. Manninum var hins vegar sleppt síðdegis í gær. Fórnarlambið var bæði blóðugt og marið eftir árásina. Rannsókn málsins heldur áfram og er á góðu skriði að sögn lögreglu. valur@dv.is Rænt af heimili og misþyrmt í Heiðmörk: Sleppt eftir meinta handrukkun Heiðmörk maðurinn var dreginn út af heimili sínu og svo misþyrmt í Heiðmörk. Enginn tími til að lEika hEtju „Ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins rigningu,“ segir Kjartan Stefánsson, annar þjálfari þriðja flokks Fylk- is sem þurfti að yfirgefa völlinn á sterku móti í Bandaríkjunum vegna skýstróks sem gekk þar yfir. Þriðji flokkur Fylkis var á USA Cup í Blaine, í Minnesota í Banda- ríkjunum, þar sem liðið hrósaði sigri. Vann Cisc Velocity Blue frá Al- aska 1-0 í ótrúlegum úrslitaleik. Eft- ir aðeins 18 mínútna leik var öllum leikmönnum og áhorfendum skip- að að fara inn í byggingu og hlé gert á leiknum á meðan skýstrókur gekk yfir svæðið. Dropar breyttust í skýstrók Leikurinn byrjaði í fínu veðri. Logni og miklum hita. Það var svo eftir 18 mínútna leik sem dómar- inn stöðvaði leikinn og rak alla af vellinum. „Þetta var svona með því fáránlegra sem maður hefur lent í. Þetta byrjaði allt í flottu og fínu veðri en svo fór að koma smá vind- ur sem okkur fannst bara hressandi því hitinn var gríðarlegur. Svo fór að dropa pínulítið. Allt í einu var svo flautað af og við tókum eftir því að fólk hljóp eins og það ætti lífið að leysa inn í eina bygginguna þar. Við stóðum eins og þvörur og spurðum sjálfa okkur: Hvað er eiginlega að þessu fólki? Smá vindur og rigning með. Við vorum voðalega miklar hetj- ur frá Íslandi. Það var svipaður gír á þeim frá Alaska. Töldu sig vera vana ýmsu. Þá labbaði dómarinn að okk- ur og sagði að allir ættu að drífa sig inn. Það væru engar hetjur hér. Við ákváðum að fylgja með enda reyndist þetta vera skýstrókavið- vörun. Þá eiga allir að fara inn,“ segir Kjartan. Reknir frá gluggum Fylkisstrákarnir og fylgdarlið þeirra voru rekin inn í byggingu en síðan rekin úr þeirri byggingu yfir í þá næstu. Íþróttahöll sem rúmar átta íshokkívelli og eina byggingin sem var skýstrókaheld. „Við tókum eftir því hversu dökk skýin voru. Svo allt í einu snerist vindáttin og allt kom æðandi á móti okkur. Við sáum þegar við litum til himins hvernig litlir skýstrókar mynduð- ust og mönnum var nú ekki alveg sama. Við vorum reknir frá öllum gluggum og látnir bíða langt inni í húsi. Og rigningin var rosaleg, það var allt á floti.“ Óveðrið varði í tvo tíma í það heila en Kjartan segir að það versta hafi staðið yfir í 45 mínútur. Ótrúlegt ævintýri Eftir að veðrinu slotaði var öll- um smalað út aftur og úrslitaleikn- um haldið áfram Völlurinn sem leikið var á var í töluverðri fjarlægð og voru notaðir átta golfbílar til að ferja Fylkisstrákana yfir á hinn nýja völl. „Þetta var eitt stórt ævintýri. Alveg frá opnunardeginum og til síðasta flauts. Þetta var alveg ótrú- legt,“ segir Kjartan. Fylkisstrákarnir unnu að lok- um 1-0 eftir framlengingu. Skor- aði Andri Már Hermannsson sigur- markið eftir mikinn sprett. Fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn Cisc- manna, átti nóg eftir og skoraði fal- legt mark. Úrhelli Völlurinn var gríðarlega blautur eftir fellibylinn. Sigurdansinn stiginn Það var að vonum stiginn villtur stríðsdans eftir að úrslitin lágu fyrir. BeneDikt BÓaS HinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Við stóðum eins og þvörur og spurðum sjálfa okkur: Hvað er eiginlega að þessu fólki? Smá vindur og rigning með.“ Þjálfarinn Kjartan Stefánsson segir ferðina ógleymanlega frá upphafi til enda. Sigurlaunin Bikarinn sem Fylkisstrák- arnir fengu var engin smásmíði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.