Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 9
mánudagur 28. júlí 2008 9Fréttir „Við íhugum alla möguleika til þess að auka á öryggi dyravarða,“ segir Ófeigur Friðriksson, eigandi Hverf- isbarsins og stjórnarmaður í Félagi kráareigenda, en hann tekur jákvætt í þann möguleika að dyraverðir í miðborg Reykjavíkur fari að ganga í hnífavestum. Hann segir að verði það að raunveruleika sé það sama þróun og hefur átt sér stað í nágrannalönd- unum. Þar eru dyraverðir í hnífa- vestum. Á Íslandi gengur aðeins lög- reglan í hnífavestum. Ófeigur nýtur þegar aðstoðar viðbótargæslunnar sem piltar í Terr-fjarskiptum halda úti en Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn hefur gagnrýnt þá harka- lega fyrir fullvaska framgöngu. Vopnaðir flöskum „Ástandið er ekki að versna en raunveruleikinn í öðrum löndum í kringum okkur er sá að dyraverð- ir eru í hnífavestum,“ segir Ófeig- ur sem vill tryggja öryggi starfsfólks síns sem best. Hann segir lögregl- una hafa fært meiri ábyrgð á dyra- verði og þar af leiðandi eykst hætt- an í starfi þeirra. Hann bætir við að fyrir komi að drukknir einstaklingar séu vopnaðir flöskum og reyni að slá til manna. Það sé alvarlegt mál enda geti fólk stórslasast verði það fyrir árásinni. Að sögn Ófeigs er ástandið í miðbænum ágætt en hann verði var við aukið öryggisleysi bæði hjá dyra- vörðum og lögreglumönnum. Lögregluskortur áþreifanlegur „Við finnum mikið fyrir skorti á lögregluþjónum,“ segir Ófeigur. Hann áréttar hins vegar að margt hafi breyst til hins góða og nefnir þar Terr-fjarskipti sem er viðbótar- dyragæsla fyrir skemmtistaði. Það eru Terr-fjarskipti sem bjóða upp á talstöðvar sem eru beintengdar lög- reglunni og öðrum skemmtistöðum. Að sögn Ófeigs var það bylting þegar það kom á og hann er sáttur við auk- ið öryggi sem því fylgir. Ófeigur seg- ir fjarskipti á milli skemmtistaða og lögreglu svo góð að skemmtistaða- eigendur samþykktu í síðustu viku að beintengja alla skemmtistaði í miðborginni saman. Það verður gert helgina eftir verslunarmannahelg- ina. Umdeild aðstoð DV sagði frá því á föstudaginn að lögreglan agnúaðist út í félagana í Terr-fjarskiptum. Þar sakaði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, piltana í Terr um að ganga of vasklega fram í starfi sínu. Starfsemi þeirra byggist á því að dyraverðir sem lenda í vandræðum með einstakling inni á skemmtistað geti kallað þá til og beðið um aðstoð. Piltarnir koma þá strax á svokölluð- um neyðarbíl og aðstoða dyraverð- ina. Geir Jón gagnrýndi þá bæði fyrir að vera á bifreið sem þótti of lík lög- reglubifreið auk þess að saka þá um að hafa óeðlileg afskipti af lögreglu- störfum. Einn eigenda fyrirtækisins, Stefán L. Stefánsson, neitaði því al- farið. Viðbót við öryggið „Þeir hafa reynst mjög vel,“ segir Ófeigur spurður út í pilt- ana hjá Terr-fjarskiptum og störf þeirra. Hann segir veru þeirra kærkomna viðbót í átt að því öryggi sem Ófeig- ur vildi helst sjá á skemmti- stöðum bæjarins. Ófeigur segir jafnframt að gagnrýni á skemmtistaðaeig- endur hafi oft verið ósann- gjörn og bendir meðal ann- ars á að þeir hafi ákveðið að lækka tónlistina inni á stöð- um bæjarins umtalsvert eftir kvartanir nágranna. Hvort dyraverðir taki upp vestin er óákveðið enn sem kom- ið er en Ófeigur segir það vel mögulegt. „Ástandið er ekki að versna en raunveruleik- inn í öðrum löndum í kringum okkur er sá að dyraverðir eru í hnífa- vestum.“ VaLUr grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is DYRAVERÐIR HUGSANLEGA Í HNÍFAVESTI Eigandi Hverfisbarsins, Ófeigur Friðriksson, segir það vel hugsandi að fá hnífavesti fyrir dyraverði í miðborg Reykjavíkur. Hann segir veruleikann þann að dyraverðir í ná- grannalöndum séu farnir að ganga í slíkum vestum. Hann segir jafnframt að skortur á lögregluþjónum í miðborginni geti skapað óöryggi en bylting hafi orðið með beinu tal- stöðvarsambandi við lögreglu. Ófeigur Friðriksson Eigandi Hverfisbarsins segir það hugsanlegt að taka upp hnífavesti fyrir dyraverði. terr-fjarskipti Innkoma piltanna í Terr-fjarskiptum hefur reynst bylting að mati Ófeigs, en þeir félagar eru þó umdeildir innan lögreglunnar. GIBSON GEKK ILLA Í GOLFI Ástralski stórleikarinn Mel Gibson, sem meðal annars hlaut óskarsverð- laun fyrir leikstjórn stórmyndarinnar Braveheart, fór í golf á sunnudaginn og gekk nokkuð illa. Þá lék hann átján holur á Urriðavellinum í Heiðmörk en sá völlur er talinn sá glæsilegasti hér á landi. Með Gibson í för voru synir hans tveir en þeir fengu eigin golfvagn til þess að fylgja föður sínum eftir. Þegar ljósmyndari DV kom á svæðið gekk Gibson illa, hann skaut af vellin- um og út í röffið, eins og það er kallað þegar golfarar skjóta út fyrir brautina. Eftir nokkrar misheppnaðar sveiflur gafst hann upp og hélt á brott ásamt fylgdarliði. stórleikari í íslenskri peysu Hinn ástralski Gibson kom hing- að til lands á föstudagsmorgun ásamt sonum sínum. Hann kom á einkaþotu. Gibson kom við í verslun 66°Norður í Skeifunni og þar keypti hann flíspeysu merkta þessu vinsæla vörumerki. Þar með er hann kominn í hóp fleiri Ís- landsvina eins og leikstjórans Qu- entins Tarantino sem þreytist ekki á að auglýsa land og þjóð í kvikmynd- um sínum með vörum frá 66°Norður annars vegar og svo hins vegar með íslensku brennivíni sem hann er sér- staklega hrifinn af. Ekki fylgir sögunni hvort Mel Gibson hafi dreypt á eld- vatninu góða. súkkat eldaði fyrir gibson Leikarinn góðlegi spókaði sig í ról- egheitum á Laugaveginum á föstu- deginum og heyrðist meðal annars af honum á Te og kaffi á Laugaveginum. Þar á hann að hafa pantað þrefaldan latte sem hefur sennilega gefið hon- um góða orku fyrir langa helgi. Á laugardagskvöldið fór hann síð- an á veitingastaðinn Við Tjörnina en hann er rekinn meðal annars af tón- listarmanninum og kokkinum Haf- þóri Ólafssyni, sem er í hljómsveit- inni Súkkat. Þegar hann var spurður um Gibson sagði hann það reglu að gefa ekki upplýsingar um staka gesti á staðnum. En sjálfur stóð hann vaktina alla helgina. Samkvæmt heimildum lék Mel Gibson á alls oddi og sýndi af sér jarð- bundna og jafnframt vingjarnlega framkomu. Fór í veiði Það var síðan á laugardeginum sem Gibson lagði land undir fót og skellti sér í veiði. Það var Selá í Vopna- firði sem varð fyrir valinu. Samkvæmt vefmiðlinum Vísi eyddi Gibson deg- inum í félagsskap Landsbankamanna. Selá er ein flottasta laxveiðiá Íslands og svo virðist sem Gibson láti ekkert minna nægja en það allra flottasta. Eftir erfiðan dag í laxveiðinni virð- ist hann hafa snúið aftur til Reykjavík- ur enda stefnt á golfferð daginn eftir ásamt sonum sínum. skaut í röffið Það var síðan á sunnudeginum sem til Mels Gibson sást á golfvell- inum í Urriðaholti. Völlurinn er all- ur hinn glæsilegasti og var Gibson í för með sonum sínum tveimur og fylgdarmönnum. Hann var kominn á fimmtándu braut þegar myndir náð- ust af honum og sýndi góðan þokka í sveiflunni. Honum gekk þó ekki mjög vel en hann skaut meðal annars í röff- ið og sást leita að kúlunni í nokkurn tíma. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og henti henni inn á völlinn þar sem hann sló stutt högg, ekki sást til hans við púttið. Eftir erfiðan golfhring stoppaði hann og spjallaði við föruneyti sitt og hélt svo á brott. Mel Gibson yfirgefur Ísland í vik- unni en ekki er ljóst hvenær það verð- ur. Barist við röffið mel gibson leitaði að kúlunni í nokkurn tíma í röffinu. Þegar hann loks fann hana henti hann kúlunni inn á völlinn og sló svo stutt. „Það gerðist ekkert um helgina. Það er áætlaður fundur á þriðjudag og þá skýrist vonandi eitthvað,“ seg- ir Borgar Valgeirsson, slökkviliðs- maður og trúnaðarmaður slökkvi- liðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Ef ekki leysist úr deilum slökkviliðsins og Flugmálastjórnar getur farið svo að brunaverðirnir gangi út 1. ágúst, á föstudaginn. Án slökkviliðs er flug- völlurinn óstarfhæfur. Deilan stend- ur um svokallaða sporslu sem var sagt upp í bréfi Flugmálastjórnar frá 28. apríl. Sporslan felur í sér viðhald á tækjum og húsakynnum, ræsting- ar og eftirlit með flugvallargirðingu. Sporslan er unnin í yfirvinnu á vakt- tíma. Yfirvinnan nemur um tuttugu klukkustundum á mánuði og hef- ur verið hluti af launagreiðslum frá árinu 1967 samkvæmt Landssam- bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna (LSS). Henni sagði Flug- málastjórn upp þremur mánuðum áður en samningurinn kláraðist, að sögn Borgars. Hann segir sporsluna skipta slökkviliðsmenn miklu máli, enda sé ekki af miklu að taka. „Ég rétt slefa upp í 200 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ef uppsögnin stendur lækka ég um 40 þúsund á mánuði. Það er stór biti,“ segir Borg- ar en slökkviliðsmönnum á vakt hefur fækkað úr 15 manns í 9 frá því Bandaríkjaher yfirgaf völlinn. Slökkviliðsmenn segjast að óbreyttu munu ganga út 1. ágúst: Segjast lækka um 40 þúsund Keflavíkurflugvöllur Er óstarfhæfur án slökkviliðs. mynd dV / SIgTryggur arI jÓHannSSon dV-myndIr áSgEIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.