Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 28
mánudagur 28. júlí 200828 Fókus Ég held að ég hafi aldrei á ævinni fengið jafnmikla gæsahúð og ég er ekki frá því að húðin sé enn að jafna sig. Sumum einstaklingum er hrein- lega ætlað að spila frábæra tónlist. Það vita það vel flestir sem hlust- að hafa á írska tónlistarmanninn Damien Rice að hann er einn þeirra. Og því fengu áhorfendur á NASA að kynnast síðastliðið fimmtudags- kvöld. Það var stúlka að nafni Amy Kun- ey sem sá um upphitun. Amy stóð vel fyrir sínu þetta kvöldið en hún spilaði bæði á kassagítar og píanó við frumsamin lög sín. Ef ég þyrfti að líkja henni við þekkta söngkonu myndi ég eflaust nefna Noruh Jones eða Katie Melua. Þetta er stúlka sem á vonandi eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Efnileg er hún að minnsta kosti. Tónleikarnir byrjuðu eilítið seinna en sagt var á aðgöngumið- anum. Það virðist vera regla frekar en undantekning að tónleikar hefj- ist of seint. Amy steig á svið tuttugu mínútum á eftir áætlun, klukkan 21.50. Eftir að hún var búin með sín fimm lög tók við önnur tuttugu mínútna bið eftir Damien Rice en hann kom ekki á svið fyrr en 22.37. Það verður bara að segjast að svona bið er pirrandi, alveg sama hvort um er að ræða heimsþekkta tónlist- armenn eða ekki. En undangengin bið var fljót að gleymast þegar Rice lét loksins sjá sig. Hann spilaði tvö lög áður en hann heilsaði landanum. Hann tók það fram að hann væri í lítilli æfingu því hann hefði ekki komið fram í dá- lítið langan tíma. Því mættu gestir búast við að hann talaði mikið milli laga þetta kvöldið. Eftir þessi tvö fyrstu lög leið tíminn hratt. Hann var ekkert að ljúga þegar hann sagðist ætla að tala á milli laga. Hann sagði fólki skemmtilegar sögur á bak við lögin sín og myndaði skemmtileg tengsl við gesti í salnum. NASA er góður að því leyti að nálægðin er mikil og sátu áhorfendur nánast ofan í svið- inu, hvorum megin við. Til marks um það hvað hann var „óundir- búinn“ bað hann fólk um að koma með óskalög. Með þessu móti náði hann að tengjast salnum ótrúlega vel. Damien Rice er þekktur fyrir að spila hádramatíska tónlist og fyrir- fram hafði ég mótað mér þá skoðun að hann væri dramatískur náungi. Þvert á móti var Damien þræl- fyndinn og ótrúlega skemmtilegur. Ánægjan skein af honum og það var svo greinilegt að hann var hing- að kominn til að njóta, en ekki til að vinna. Það sem gerði þessa frábæru tónleika nánast fullkomna var þegar hann tók lagið Volcano. Hann skipti salnum í fjóra hluta og fékk hvern hluta til að vera bakrödd. Ég hafði litla trú á þessu uppátæki til að byrja með en gæsahúðin sem fylgdi þegar ég heyrði hversu vel þetta tókst var fljót að berja þá tilfinningu niður. Ég held að ég hafi aldrei á ævinni feng- ið jafnmikla gæsahúð og ég er ekki frá því að húðin sé enn að jafna sig. Þegar formlegri dagskrá var lokið kom Rice upp á svið eftir uppklapp og tók tvö eða þrjú lög. Hann tók sitt þekktasta lag, Blowers Daughter. Amy Kuney fékk einnig að spreyta sig við lagið Cold Water en í lok- in fékk hann hátt í 30 manns upp á svið til sín og gaf öllum bjór. Það er enn eitt dæmið um frábær tengsl hans við salinn. Tveimur tímum eft- ir að hann kom á sviðið var tónleik- unum lokið. Tónleikar Damiens Rice á fimmtudagskvöldið eru tvímæla- laust skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á. Auk þess að vera frábær söngvari, hljóðfæraleikari og lagahöfundur kann Damien að skemmta fólki, þrátt fyrir, á köflum, lágstemmda og þunglamalega tón- list. Damien Rice er tvímælalaust einn sá besti á sínu sviði og ég bið til Guðs að hann komi fljótlega aftur til Íslands. Einar Þór Sigurðsson á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Hvaða tíðindi bárust af Einari Bárðarsyni fyrir helgi? 2. Hvar fór bandaríska sjónvarpskonan martha Stewart í nudd hér á landi í síðustu viku? 3. Hvaða viðurnefni hefur Bandaríkjamaðurinn monty roberts sem vill að Þorsteini Kragh verði sleppt úr gæsluvarðhaldi? Sannkallaður Snillingur Huggulegur hálftími Hálftíminn með Mörthu Wainwright hljómaði í útvarpstæki mínu á langri keyrslu síðastliðinn laugardag. Þetta var einstaklega huggulegur hálftími í umsjón Hildar Völu Einarsdóttur söngkonu. Mér finnst þessir hálf- tímaþættir einstaklega skemmtilegt fyrirkomulag. Að maður fái að kynn- ast einhverjum tónlistarmanni á ein- ungis hálftíma hentar mér vel. Það er stiklað á stóru um einn ákveðinn tónlistarmann og þess á milli spiluð lög eftir viðkomandi. Ég datt vel inn í þennan þátt um kanadísku söngkonuna Mörthu en það eina sem angraði mig var að- eins of mikið skrjáf í blöðunum sem hún Hildur las upp af. Hún er með útvarpsvæna og notalega rödd og ætti frekar að leyfa sér að tala á léttu nótunum um tónlistarkonuna og notast frekar við stikkorð af blöðun- um en ekki lesa beint upp af þeim, sérstaklega ekki ef það heyrist svona mikið skrjáf sem gerir það enn meira áberandi að lesið sé upp af blöð- um. Þetta var þó ekkert stórmál og í heildina litið bara ósköp hugguleg- ur hálftími sem stytti mér stundir í langri bílferð. Krista Hall aðeins of þægilegt Ég kveiki oft á útvarpinu um helgar meðan ég les blöðin. Á laugardögum hlusta ég oft á Helgarútgáfuna með þeim Felix Bergssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur á Rás 2. Felix og Guðrún eru bæði með afar þægilega rödd. Þau eru sniðin fyrir útvarpið. Í raun eru raddir þeirra aðeins of þægilegar. Þær renna svo vel niður með morgunkaffinu að maður tekur eiginlega ekkert eftir því um hvað er verið að ræða. Þetta eru án efa jákvæðustu þættirnir í útvarpi í dag. Það er ekki verið að hrista upp í einu eða neinu með umræðum eða við- tölum. Það er kannski einmitt það sem fólk vill hlusta á á morgnana. Guðrún og Felix mega eiga það að tónlistin er hin fínasta, en að mínu mati mætti alveg krydda þáttinn aðeins án þess að hrinda dyggum hlustendum frá. Tilfinningin sem kom yfir mig þeg- ar Buena Vista Social Club steig á svið í Vodafone höllinni á fimmtudags- kvöldið var virðing, virðing fyrir lista- mönnunum sem þarna stigu á svið og skemmtu okkur með hlýrri tónlist frá Havana á Kúbu. Stemningin var góð og til að byrja með dilluðu gestir sér á hógværan hátt í bland við seiðandi tóna hljómsveitarinnar. Þegar litið var yfir salinn mátti sjá ánægjubros frá áhorfendum á öllum aldri, enda engir aukvisar hér á ferð. Tónlistin sjálf var frábærlega flutt og öllum var ljóst hversu mjög félag- arnir í hljómsveitinni nutu þess að vera á sviðinu. Í sólóköflunum var takturinn oft svo margslunginn að það gat verið erfitt fyrir meðalmann- inn að fylgja eftir, slík var færnin í rythma og tilfinningu fyrir tónlistinni sem er svo sannarlega þeirra. Það sem skemmdi dálítið fyr- ir upplifuninni var hversu hvellur hljómur blásturshljóðfæranna var í hátölurunum. Til lengdar varð það verulega óþægilegt og gerði það að verkum að eyrun þoldu illa. Fyrir hlé rann tónlistin svolítið saman í eina kúbverska sveiflu því lögin voru frek- ar keimlík. Það gerði breytinguna sem hljómsveitin gerði um miðbik tón- leikanna afar kærkomna, en þá spil- uðu píanóleikarinn og bassaleikarinn tveir saman og færni þeirra kom ber- lega í ljós. Þeir spiluðu lágstemmd- ari popp og klassík með djassívafi og gáfu heildinni annan svip. Eftir þetta hlé fór sveiflan fyrst al- mennilega að rúlla og Íslendingar í Vodafone höllinni tóku að dilla sér af meiri krafti en áður. Þegar þekktari lög flokksins tóku að óma undir lok- in varð stemningin engu lík og kyn- slóðirnar sameinuðust í kúbverskri sveiflu. Í heildina voru þetta frábærir tón- leikar, fullir af gleði, krafti, stemningu og virðingu fyrir frábærum tónlistar- mönnum sem stóðu svo sannarlega undir væntingum. Lilja Guðmundsdóttir Kynslóðir í KúbversKri sveiflu TÓNLIST Svör: 1. Hann ætlar að hætta sem umboðsmaður Garðars Thors Cortes. 2. Í Bláa lóninu. 3. Hestahvíslarinn. FJÖLMIÐLAdÓMur Hálftíminn mEð mörtHu WainWrigHt HHHHH rás 2 laugardagur kl. 18.26 FJÖLMIÐLAdÓMur HElgarútgáfan HHHHH rás 2 TÓNLEIKAdÓMur BuEna ViSta Social cluB HHHHH Vodafone höllinni 24. júlí 2008 Buena Vista Social Club var vel fagnað í Vodafone höllinni: Buena Vista Social Club Skemmti ungum sem öldnum í Vodafone höllinni. TÓNLEIKAdÓMur damiEn ricE HHHHH tónleikar á naSa fimmtudagskvöldið 24. júlí. Snilingur damien náði ótrúlega góðum tengslum við salinn á fimmtudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.