Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Side 20
mánudagur 28. júlí 200820 Sport Downing orðaður við SunDerlanD roy Keane fer mikinn á leikmannamarkaðnum um þessar mundir. í vikunni gekk hann frá kaupum á Pascal Chimbonda og næst ætlar hann að einbeita sér að því að reyna að fá Steward downing frá middlesbrough. downing er metinn á 12 milljónir punda og lét nýlega hafa eftir sér að hann þyrfti að leika í meistaradeildinni til þess að bæta sig. Engu að síður ætlar írinn Keane að reyna að sannfæra downing um að Sunderland sé liðið fyrir hann. MOLAR DiDier Drogba ákveður Sig í næStu viku didier drogba sóknarmaður Chelsea segist ætla að ákveða framtíð sína í næstu viku. Hann hefur verið orðaður við aC milan í sumar en ekkert hef- ur gerst í þeim efnum. Kappinn, sem er þrítugur, hefur einnig verið orðaður við Barcelona en orð- rómur um brottför hans frá Chelsea fékk byr undir báða vængi eftir að drogba missti af æfingaferð liðsins til asíu og rússlands vegna meiðsla. „Ef ég á að vera hreinskilinn er ég í svolitlu sjokki ennþá,“ sagði Íslands- meistarinn í höggleik Kristján Þór Einarsson úr GKJ við DV í gær. Krist- ján vann titilinn á ótrúlegan hátt því hann var ekki einu sinni í baráttunni um titilinn áður en forystusauðirnir Heiðar Davíð Bragason og Björgvin Sigurbergsson buðu upp á ævintýra- lega sjón á 16. holu. Heiðar var með þriggja högga for- ystu þegar hann og Björgvin slógu teighöggin á 16. braut en slógu hvern boltann á eftir öðrum í hafið. Heiðar fór þó verr út úr málunum og þegar holunni var lokið hafði Björgvin jafn- að hann. Þeir fengu svo báðir skolla á 17. braut á meðan Kristján Þór setti niður fugl á 18. og því þurfti umspil til að úrskurða um sigurvegara. „Þegar Heiðar og Björgvin voru á teig á 16. var vinur minn að fylgj- ast með þeim og sagði mér hversu margir boltar fóru í hafið. Þegar ég náði svo fuglinum á 18. frétti ég að ég væri búinn að jafna þá. Ég fylgdist því mjög spenntur með þeim á loka- holunni,“ sagði Kristján Þór við DV. gott að sjá Heiðar slá fyrst Kristján og Heiðar voru jafnir eft- ir umspilið og þurftu því að leika 18. brautina í bráðabana þar til sigur- vegari fyndist. Þeir léku holuna sem er par fimm báðir á pari í fyrra skiptið en Kristján lék á fugli í seinna skipt- ið og fagnaði sínum fyrsta titli inni- lega. „Ég var ekkert stressaður nema fyrir fyrsta höggið í umspilinu. Fyrir utan það var ég bara rólegur í gegn- um umspilið og bráðabanann,“ sagði Íslandsmeistarinn við DV í gær. Við flötina á 18. holu er vatn sem Kristján Þór lagði upp að og sló svo inn á braut í fyrra skiptið en í það seinna negldi hann beinustu leið in á flöt í öðru högginu á holunni. „Í fyrra skiptið átti ég einhverja 220 metra eftir í holuna þannig ég ákvað að leggja boltann upp við vatnið þá. Í seinna skiptið var ég 15 metrum framar þannig ég ákvað að negla bara á þetta. Við Heiðar vorum líka jafn- ir eftir upphafshöggið þannig dóm- arinn þurfti að úrskurða hver skyldi slá fyrst. Heiðar þurfti að gera það og það var gott að sjá hann leggja upp áður en ég sló inn á flöt,“ sagði Krist- ján Einar sáttur. Með sama leikplan í umspilinu „Mér líður alveg mjög vel núna,“ sagði glaðbeitt Helena Sverrisdótt- ir Íslandsmeistari í höggleik kvenna við DV í gær. Hún var á leiðinni heim eftir verðalaunaafhendinguna að skipta um föt fyrir lokahófið þeg- ar DV náði í skottið á henni. „Þetta var svolítið erfitt mót. Það kom rign- in þarna undir lokin á síðasta degin- um sem var ekkert alvarlega en rok- ið var ansi mikið allan tímann. Því var þetta svolítil barátta við það. Það getur tekið á andlega að leika í svona miklu roki því þá er svo auðvelt að missa einbeitinguna,“ sagði Helena. Helena fór í umspil við Nínu Björk Geirsdóttur þar sem hún hafði betur. „Ég var með sama leik- plan í umspilinu og á mótinu sjálfu. Það borgar sig aldrei að gera neitt nýtt þegar maður er kominn undir pressu eins og í umspili. Maður á að halda sig við það sem maður treystir sér í annars getur allt farið til fjand- ans,“ sagði Helena. „Þetta var alveg frábært mót og völlurinn var alveg frábær. Fyrsti dagurinn minn var slæmur og þar var ég ekki að finna mig. Svo var ann- ar dagurinn rosalega góðu og tveir síðustu traustir. Ég er búin að æfa vel fyrir landsmótið því þetta er aðalmót sumarins og markmiðið var að toppa hér,“ sagði Helena að lokum. kristján Þór einarsson úr GKJ er Íslandsmeistari karla í höggleik eftir ótrúlegan lokadag í Vestmannaeyjum í gær. Eftir háskaleiki Heiðars Davíðs bragasonar og björgvins Sig- urbergssonar á 16. braut komst Kristján Þór í umspil og tryggði sér síðar sigur í bráða- bana gegn Heiðari. Helena árnadóttir úr GR sigraði í kvennaflokki, einnig eftir umspil. tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Breiðablik hjó stórt skarð í titil- vonir KR á Íslandsmeistamóti kvenna í knattspyrnu í gær. Kópavogsstúlkur sem hafa ekki verið upp á sitt besta í ár tóku sig til og lögðu bikarmeist- arana úr Vesturbænum, 3-1, á Kópa- vogsvelli í fyrsta leik 12. umferðar Ís- landsmótsins. Vinni taplaust lið Vals botnlið Fjölnis verður það með sex stiga forystu í deildinni og með inn- byrðis sigur gegn KR í pokahorninu. Edda Garðarsdóttir kom KR yfir í fyrri hálfleik og María Björg Ágústs- dóttir gerði gott betur þegar hún varði vítaspyrnu frá Blikum. Kópa- vogsstúlkur voru samt mjög ákveðn- ar og tryggðu sér sigurinn með þremur stórglæsilegum mörkum í seinni hálfleik. Hlín Gunnlaugsdótt- ir, Harpa Þorsteinsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk Blika sem lyftu sér með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar. „Þetta var stórkostlegur leikur hjá mínum stúlkum,“ sagði Vanda Sigur- geirsdóttir þjálfari Breiðabliks hæst- ánægð við DV í gær. „Við áttum sig- urinn sannarlega skilinn. Stelpurnar spiluðu frábærlega og það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu að vinna þennan leik. Hugarfarið var alveg 110% prósent í gær,“ sagði Vanda sem hefur þurft að horfa upp á miður gott tímabil hjá Blikum í ár. „Málið er að við vorum að spila eftir getu í þessum leik. Ég vissi al- veg að stelpurnar mínar gætu þetta. Við erum rosalega vel spilandi lið og í þessum leik gerðu þær allt frábær- lega. Hvað verður um framhaldið veit ég ekki alveg núna. Við hugsuð- um bara um að vinna þennan leik og gerðum það sanngjarnt. KR átti ekki svör við okkur í dag. Ég er alveg yfir mig ánægð,“ sagði Vanda að lokum. tomas@dv.is Breiðablik lék frábærlega og lagði KR í Landsbankadeild kvenna í gær: DÝRT TAP KR Í KÓPAVOGI titillinn úr augsýn Kr fór illa að ráði sínu í gær og afhenti Val íslandsmeistaratitilinn. ÓVÆNTUR MEISTARI Í EYJUM CHelSea býður laMparD nýjan SaMning Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi er Chelsea við það að bjoða Frank lampard nýjan fimm ára samning eins og kappinn er búinn að biðja um að undanförnu. lengd samningsins er athyglisverð fyrir þær sakir að lampard orðinn orðinn þrítugur og verður því 36 ára við lok samningsins. lampard mun fá um 150 þúsund pund í vikulaun en það þýðir að hann mun fá 37 milljónir punda á samningstímanum. Samningaviðræður hafa dregist í meira en ár og að undanförnu hefur lampard verið orðaður við Inter milan en þar er þjálfari jose mourinho fyrrum stjóri Chelsea. nú er hins vegar útlit fyrir að kapphinn verði áfram í london. SCHuSter Hefur áHyggjur Bernd Schuster þjálfar real madrid hefur áhyggjur af því að stjórnar- menn liðsins séu að einblína um of á að reyna að fá Cristiano ronaldo til félagsins. Fyrir vikið leggi þeir ekki næga áherslu á að fá til sín aðra leikmenn sem eru á innkaupalista Schusters. ronaldo-sagan hefur dregist í allt sumar og fjölmiðlar hafa farið mikinn í að fjalla um það. Schuster grínaðist með það á blaðamannafundi nýlega. „Eins og allir vita höfum við verið með það á heilanum að fá til okkar leikmann sem ég man ekki alveg hvað heitir í núinu,“ segir Schuster. „Það er allataf erfitt að fá leikmann þegar skiptin dragast á langinn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að varaáætlunin nái ekki fram að ganga,“ segir Schuster. MoutinHo fyrir joHnSon? Portúgalinn joao moutinho sem þrálátlega hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildariliðið Everton lýsti því yfir í viðtali við portúgalskt dagblað að hann vilji fara frá Sporting lissabon til Everton. „Ég sagði við þá að ég vildi fara,“ sagði hinn 21. árs gamli miðjumaður. „Viðræður eru í gangi. Ég held að Sporting hafi hafnað tilboði frá Everton. Ég vona að Sporting og Everton nái samkomulagi,“ sagði moutinho. Búist er við því að Everton sé að bíða eftir því að andy johnson fari til Fulham sem bauð 10,7 milljónir punda í kappann. johnson fór ekki með Everton í æfingaferð til Bandaríkjanna og búist er við því að hann verði leikmaður Fulham í þessari viku. Silva næStur liverpool er búið að missa áhugann á því að fá gareth Barry til liðs við félagið eftir að aston Villa skellti 20 milljón punda verðmiða á kappann. næstur í röðinni er Spánverjinn david Silva sem leikur með Valencia. Silva er metinn á 16 milljónir punda og rafa Benites stjóri liðsins er hrifinn af hæfileikum Silva til þess að búa til marktækifæri fyrir samherja sína. Valencia ku skulda gífurlega mikla peninga og þarf að selja leikmenn til þess að halda lánadrottnum frá. Silva lék vel með spænska landsliðinu sem sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.