Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 18
mánudagur 28. júlí 200818 Sport Sport Arnór áfrAm spurningArmerkiarnór atlason, landsliðsmaður í handbolta, lék ekki með íslenska lið-inu á æfingarmótinu í Strassborg í Frakklandi vegna meiðsla. arnór meiddist í seinni leik íslands gegn Spáni í Vodafone höllinni um síðustu helgi og gat því ekki tekið þátt í mótinu þar sem ísland lék gegn Frakklandi, Spáni og Egyptalandi. guðmundur guðmundsson landsliðsþjálfari sagði við dV í gær að enn væri óvissa um meiðsli arnórs og framhald hans með landsliðinu fyrir ólympíuleikana. guðmundur velur 14 manna hóp á þriðjudaginn en 19 leikmenn voru valdir til æfinga fyrir leikana. ÚRSLIT landsbankadeild kk ÍA- FH 2–5 0-1 Matthías Vilhjálmsson (15.), 0-2 Atli Guðna- son (32.), 1-2 Björn Bergmann Sigurðarson (37.), 1-3 Tryggvi Guðmundsson (40.), 1-4 Tryggvi Guð- mundsson (48.), 1-5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (61.), 2-5 Guðmundur Böðvar Guðjónsson (67.). Grindavík - Valur 3–5 0-1 Henrik Eggerts (21.), 0-2 Helgi Sigurðsson (23., víti), 1-2 Gilles Mbang Ondo (26.), 1-3 Bjarni Ólafur Eiríksson (63.), 2-3 Tomasz Stolpa (72.), 2-4 Helgi Sigurðsson (79., víti), 3-4 Grétar Ólafur Hjartarson (93.), 3-5 Helgi Sigurðsson (95.). stAðAn Lið L u J t m st 1. FH 13 9 1 3 31:14 28 2. Keflavík 12 8 2 2 26:16 26 3. Valur 13 7 2 4 24:18 23 4. Breiðablik 12 6 3 3 25:17 21 5. Fjölnir 12 7 0 5 22:14 21 6. Kr 12 6 0 6 20:15 18 7. Fram 12 6 0 6 13:11 18 8. grindavík 12 5 2 6 20:25 17 9. Þróttur r. 12 4 4 4 19:23 16 10. Fylkir 12 4 0 8 12:22 12 11. ía 13 1 4 8 11:28 7 12. HK 12 1 2 9 12:32 5 landsbankadeild kvk Breiðablik - KR 3–1 0-1 Edda Garðarsdóttir, 1-1 Hlín Gunnlaugsdót- tir , 2-1 Harpa Þorsteinsdóttir , 3-1 Berglind Björg Þorsteinsdóttir . stAðAn Lið L u J t m st 1. Valur 11 11 0 0 45:8 33 2. Kr 12 10 0 2 35:10 30 3. Breiðablik 12 7 1 4 29:18 22 4. Stjarnan 11 6 2 3 22:13 20 5. umFa 11 4 2 5 6:11 14 6. Þór/Ka 11 4 1 6 19:20 13 7. Fylkir 11 3 1 7 11:25 10 8. Keflavík 11 2 2 7 10:31 8 9. HK/Víki 11 1 3 7 11:28 6 10. Fjölnir 11 1 2 8 9:33 5 1. deild karla Haukar - Fjarðabyggð 2–4 1-0 Úlfar Hrafn Pálsson (32.),1-1 Vilberg Marinó Jónasson (45.+1,víti.), 1-2 Sveinbjörn Jónasson (54.), 1-3 Sigurður Víðisson (69.), 1-4 Vilberg Marinó Jónasson (84.), 2-4 Daniel Jones (85.). stAðAn Lið L u J t m st 1. íBV 13 11 1 1 28:7 34 2. Selfoss 13 8 4 1 32:18 28 3. Stjarnan 13 7 3 3 25:17 24 4. Haukar 13 6 3 4 28:24 21 5. Vík r. 13 5 3 5 21:21 18 6. Vík Ó. 13 4 5 4 11:17 17 7. Ka 13 4 4 5 20:17 16 8. Fjarðab. 13 3 6 4 23:24 15 9. Þór 13 4 1 8 15:25 13 10. leiknir 13 3 3 7 15:25 12 11. KS/leift. 13 1 5 7 14:22 8 12. njarðvík 13 1 4 8 13:28 7 Æfingamót strassbourg Ísland - Spánn 32–38 Mörk Íslands: Alexander Petterson 6, Logi Geirs- son 5, Róbert Gunnarsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Sigfús Sigurðsson 1, Birkir Ívar Guðmundsson 1. Frakkland - Ísland 31–28 Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8/5, Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Peterson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnars- son 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1,Ásgeir Örn 1. Ísland - Egyptaland 30–33 landsmótið í höggleik Karlar: 1. *Kristján Þór Einarsson, GKJ (+4) 2. Heiðar Davíð Bragason, GR (+4) 3. Björgvin Sigurbergsson, GK (+4) 4. Sigmundur Einar Másson, GKG (+7) 5.. Sigurpáll Geir Sveinsson, GKJ (+8) Konur: 1. *Helena Árnadóttir, GR (+28) 2. Nína Björk Geirsdóttir (+28) 3. Tinna Jóhannsdóttir (+31) 4. Eygló Mirra Óskarsdóttir (+33) 5. Ragnhildur Sigurðardóttir (+36) *Kristján Íslandsmeistari eftir bráðabana gegn Heiðari. Helena eftir umspil gegn Nínu. Arnar og Bjarki gunnlaugssynir byrja ekki vel sem þjálfarar Skagamanna. FH-ingar sýndu meistaratakta þegar þeir sigruðu ÍA 5–2 í frábærum fótboltaleik. Valur lyfti sér upp í 3. sæti Lands- bankadeildinnar allavega þang- að til í kvöld með góðum útisigri á Grindavík í markaleik. Þegar upp var staðið höfðu verið skoruð 8 mörk og þar af Valur fimm þeirra og Grindavík þrjú. Helgi Sigurðsson skoraði þrennu í leiknum, þar af tvö af vítalínunni en Henrik Eggerts og Bjarni Ólafur Eiríksson skoruðu hin tvö mörkin. Grétar Ólafur Hjartar- son skoraði eitt marka Grindavík- ur í sínum fyrsta leik eftir endur- komuna. „Mér fannst við nú spila ágætlega varnarlega en við fengum samt á okkur þrjú mörk,“ sagði einn marka- skorara Valsmanna, Bjarni Ólafur Eiríksson, við DV eftir leikinn. „Við skorum samt fimm góð mörk og við vorum að spila vel. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem boltinn flaut með einni snertingu. Í þessum leik komu kaflar sem eru það besta sem við höfum sýnt í sumar,“ sagði Bjarni sem var hæstánægður með spila- mennsku Valsmanna í gær. „Það er alltaf erfitt að fara til Grindavíkur og ná í stig. Okk- ur tókst að halda boltanum nið- ur og vera ekkert að kýla hann fram. Grindvíkingarnir fannst mér bakka og leyfðu okkur að halda boltanum sem hentar okkur ágætlega.“ Henrik Eggerts skoraði eitt marka Vals í gær. „Eggerts er að koma vel inn í þetta hjá okk- ur. Hann er góður fótbolta- maður og rólegur á bolta,“ sagði Bjarni sem vill oftar svona frammistöðu. „Þetta var góður útisigur og við þurfum að halda áfram að hala inn stig til að vera áfram í toppbaráttunni með FH og Kefla- vík,“ sagði Bjarni að lokum. tomas@dv.is Helgi sigurðsson skoraði þrennu í 5-3 sigri Vals á Grindavík: VALSSIGUR Í MARKASÚPU markahrókur Helgi Sigurðsson setti þrennu fyrir Val gegn grindavík. traustur Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði gott mark suður með sjó. Nýráðnir þjálfarar Skagamanna Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir segja sókn- arleikinn vera í fyrirrúmi og markmið- ið að skora fleiri mörk en andstæðing- urinn. Slíkt var hins vegar fremur erfitt að þessu sinni þar sem FH-ingar skor- uðu fimm mörk og léku á als oddi í 5– 2 sigri. Leikurinn var ekki nema um 16 mínútna gamall þegar FH-ingar náðu forystunni í leiknum. Matthías Vil- hjálmsson var þar að verki eftir auka- spyrnu frá Tryggva Guðmundssyni. Þetta var einungis upphafið á yfir- burðum FH-inga í fyrri hálfleik. Gest- irnir áttu alls 12 markskot í fyrri hálf- leik og áður en honum lauk höfðu þeir skorað þrívegis. Skagamenn náðu að minnka muninn í 1-2 með marki frá Birni Bergmann Sigurðssyni en fyr- ir það hafði Atli Guðnason skorað annað mark FH. Tryggvi Guðmunds- son bætti við þriðja marki FH úr víta- spyrnu sem dæmd var eftir að Heimir Einarsson hafði brotið á Matthíasi Vil- hjálmssyni á 40. mínútu. Fyrri háfleikur var galopinn en for- ysta gestanna var fyllilega verðskuld- uð og hefðu þeir hæglega getað skor- að fleiri mörk. Félagarnir Tryggvi Guðmundsson og Matthías Vilhjálmsson fóru hvað eft- ir annað illa með vörn Skagamanna. fjörið hélt áfram Síðari hálfleikur var ekki nema rétt rúmlega fjögurra mínútna gamall þeg- ar Tryggvi bætti við öðru marki sínu er hann skoraði úr þröngu færi yfir hinn 17 ára gamla Trausta Sigbjörnsson sem stóð í markinu. Taka skal fram að þrátt fyrir markaregn verður Trausti ekki sakaður um að bera alla ábyrgð á mörkunum og varði oft á tíðum vel. Stuttu síðar þurfti hann þó að sækja knöttinn í netið í fimmta sinn eftir að Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hafði skor- að með skalla af markteig eftir þunga sókn á 62. mínútu. Næstu mínútur hélt sóknarþungi FH-inga áfram en Trausti hélt öllu frá marki. Tommy Nielsen fékk að líta rauða spjaldið á 65. mínútu eftir átök við Stefán Þórðarson. Svo virtist sem Dan- inn slæmdi hendi í andlit Stefáns sem lá eftir óvígur. Góður dómari leiksins Garðar Örn Hinriksson gerði hárrétt þegar hann lét Tommy fara af velli. Fjórum mínútum síðar minnk- aði Guðmundur Böðvar Guðjónsson muninn fyrir Skagamenn eftir laglega sókn. Árni Ingi Pétursson sendi knött- inn inn fyrir vörnina á Guðmund sem vippaði knettinum laglega yfir Gunnar Sigurðsson markvörð FH. Síðustu 20 mínúturnar var eins og um borðtennisleik væri að ræða þar sem bæði lið sóttu á víxl. Fleiri urðu mörkin þó ekki og FH-ingar eru komn- ir á toppinn á ný. Skagamenn sitja hins vegar sem fastast í fallsæti með 7 stig. Býrð ekki til gott lið í einum leik Heimir Guðjónsson þjálfari FH- inga var himinlifandi í leikslok. „Við vorum frábærir fannst mér í fyrri hálfleik. Settum þá undir pressu alls staðar á vellinum. Skagamenn voru í raun heppnir að staðan var ekki nema 3-1 í hálfleik. Leikur okkar var mjög góður og það eina sem var svekkjandi var að missa Tommy af leikvelli. Mér skilst að gamli maður- inn hafi eitthvað danglað í Stebba og það er eitthvað sem ég var óánægð- ur með í stöðunni 5-1. Það hefur ver- ið stígandi í leik liðsins. Oft er erfitt að mæta liði sem er nýbúið að skipta um þjálfara en ég hef fulla trú á því að Arnar og Bjarki nái að rífa þetta lið upp,“ segir Heimir Guðjónsson þjálf- ari FH. Arnar Gunnlaugsson var svekkt- ur í leikslok. „Fyrstu tíu mínúturnar var þetta nokkuð jafnt en um leið og við fengum á okkur mark koðnuðum við niður. Það var í raun ósanngjarnt þegar við náðum að minnka muninn í 2-1 því FH hafði töglin og hagldirn- ar fram að því. Síðan var þetta nátt- úrlega búið þegar Heimir var rekinn út af. Þó það sé ákveðin rómantík í því að vinna FH í fyrsta leik býrðu ekki til gott lið í einum leik.“ ViðAr guðJónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Þurftu sex en settu tvö sterkur og góður matthías Vilhjálmsson átti skínandi leik fyrir FH. dV-mynd gísli Baldur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.