Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is VITNUM ÓGNAÐ OG ÞAU BARIN Gunnar Stefán Wathne krefst frávísunar í máli sínu. Hann segir að rússneskir lög- reglumenn hafi aflað gagna gegn honum með því að beita vitni harðræði í yfirheyrsl- um. Vel þekkt sé að lögreglan í Rússlandi beiti sakborninga ofbeldi og kúgun en kviðdómur í máli hans hafi ekki vitað að gagnanna var aflað með þessum hætti. Gunnar Stefán Wathne hefur far- ið fram á það fyrir dómstóli í San Francisco í Bandaríkjunum að ákærunni gegn honum verði vísað frá dómi. Gunnar Stefán er ákærður fyrir að þvætta tugi milljóna króna í gegnum fjárfestingar í Rússlandi. Peningarnir komu upphaflega frá LSD-verksmiðju, sem starfrækt var í gamalli yfirgefinni neðanjarðar- eldflaugageymslu í Kansas. Tveir menn hafa þegar fengið lífstíðar- dóm vegna málsins. Lögmaður Gunnars Stefáns krefst þess að málinu verði vísað frá á þeim forsendum að banda- rískir útsendarar hafi ferðast til Rússlands og notið samstarfs harðneskjulegra rússneskra lög- reglumanna við rannsókn málsins. Rússnesku lögreglumennirnir hafi notað „óhefðbundnar aðferðir“ við yfirheyrslu vitna og gagnaöflun gegn Gunnari Stefáni. Harðir Rússar Bandarískir fjölmiðlar hafa fjall- að um mál Gunnars Stefáns og gera þeir mikið úr því að móðir hans og systur hennar tvær eru hinar frægu og vellauðugu Wathne-systur, sem hafa verið áberandi í samkvæmis- lífinu á Manhattan síðustu ár. Mik- ið er gert úr ástæðum þess að jafn- auðugur maður og Gunnar Stefán hafi flækt sig inn í auðgunarbrota- mál af þessu tagi. Hans bíða allt að 20 ár í fangelsi, verði hann fundinn sekur. Karen Snell, lögmaður Gunn- ars Stefáns, er þó ekki á því að skjólstæðingur hennar sé sekur og hafnar kenningu ríkissaksókn- ara um að Gunnar hafi þvættað peninga í gegnum Rússland gegn því að fá tíu prósenta hlut af sölu- ágóða LSD-framleiðslunnar. Hún hefur sagt við bandaríska fjölmiðla að hún sé ósátt við að bandarískir lögreglumenn hafi notið liðsinnis rússneskra starfsbræðra sinna við rannsókn málsins. „Rannsóknar- lögreglumenn fóru til Rússlands, þar sem þeir leyfðu Rússunum að handsama og yfirheyra Gunnar Stefán og vitni í málinu, með sín- um hörðu og ógnandi yfirheyrslu- aðferðum,“ sagði hún. Brotið á rétti Gunnars Karen Snell bætir enn fremur við: „Barsmíðar, hótanir og kúg- un til þess að ná fram játningum hjá sakborning- um eru aðferð- ir sem eru almennt notaðar af lögregl- unni í Rúss- landi. Fyr- ir vikið óttast þeir sem lenda í haldi rússneskr- ar lögreglu mikið að verða misþyrmt líkam- lega.“ Bandarísku sak- sóknararnir notast við upplýsingarn- ar sem Rússarn- ir öfluðu til þess að sækja málið gegn Gunnari fyr- ir bandarískum dómstólum. Þetta gerðu þeir án þess að upplýsa kvið- dóminn um hvaðan upplýsingarnar væru fengnar, verjandinn telur enn fremur að með þessu hafi verið brotið á stjórnarskrár- bundnum rétti Gunnars og því beri að vísa málinu frá. Frávísunarkrafan verður tekin fyrir 12. ágúst, en upp- haflega átti málið sjálft að vera tekið fyrir 20. ágúst í San Francisco. Saksóknari í Bandaríkjunum vildi ekki tjá sig um málið við fjöl- miðla þar í landi. „Barsmíðar, hótanir og kúgun til þess að ná fram játningum hjá sakborningum eru aðferðir sem eru almennt not- aðar af lögreglunni í rússlandi. Fyrir vikið óttast þeir sem lenda í haldi rússneskrar lögreglu mikið að verða misþyrmt líkamlega.“ valGeiR öRn RaGnaRSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Rússnesk lögregla Beitir harðræði við yfirheyrslur og almenningur í landinu óttast lögregluna. Gunnar Stefán Wathne Vill að málinu verði vísað frá. „Ég veit að skólastjórar í Kópavogi eru að skoða þetta mál, sem og for- maður kennarafélags Kópavogs. Það er gífurleg óánægja meðal þeirra um að þarna hafi verið ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs sem hefur engan fag- legan bakgrunn í menntakerfinu. Ég á allt eins von á að þaðan eigi eftir að heyrast óánægjuraddir. Þessu er síð- ur en svo lokið,“ segir Guðríður Arn- ardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Embætti sem ráðið var í á auka- fundi bæjarráðs Kópavogs á laug- ardaginn voru ekki auglýst. Var þar um að ræða nokkur æðstu embætti bæjarins, meðal annars stöðu sviðs- stjóra fræðslusviðs og gæðastjóra bæjarins. Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri hefur gefið lítið út á þá miklu gagnrýni sem ráðningarnar hafa fengið. Guðríður segir minnihlutann í stjórn bæjarins þegar hafa óskað eftir áliti samgönguráðuneytisins á ráðn- ingunum. Samkvæmt sveitarstjórn- arlögum er sveitarfélögum ekki skylt að auglýsa lausar stöður á vegum bæjarins. Lög um opinbera starfs- menn leggja hins vegar slíka skyldu á herðar ríkinu. „Ef ríkið hefði gert þetta er ekki spurning um að þetta væri hreint og klárt lögbrot.“ Í starfsmannastefnu Kópavogs- bæjar sem og bæjarmálasamþykkt segir að bæjarstarfsmenn hafi rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. „Það gæti þýtt að þetta væri lögbrot,“ segir Guðríður. Hún segir kominn tíma á að ráðningar bæjarins verði teknar til gagngerrar endurskoðunar vegna skorts á því að stöður séu auglýstar „Hér í Kópavogi hefur þetta ítrekað verið stundað og mjög mikilvægt að fá álit ráðuneytis á ferlinu. Þá er ég ekki beint að tala um stjórnsýslu- kæru heldur að fá álit og reifa málið út frá því.“ Þar sem lagalega hliðin virðist óljós leggur Guðríður til breytingar: „Ég held að við þurfum að velta fyr- ir okkur hvort ekki sé rétt að breyta lögum, hvort ekki sé rétt að sveitar- félög auglýsi stöður sem þessar eins og ríkisvaldið.“ erla@dv.is Skortur á fagmenntun sviðsstjóra fræðslusviðs veldur ólgu meðal skólamanna: Skólastjórar ósáttir við ráðningu vill lagabreytingu Guðríður Arnardóttir telur að breyta þurfi lögum þannig að sveitar- stjórnum beri skylda til að auglýsa stöður á sama hátt og ríkisvaldið. Frjálslyndir með borgarmálafélag Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins verður stofnað í kvöld. Stofnun félagsins er liður í því að efla Frjálslynda flokkinn að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur en hún er talsmaður fyrir stofnun félagsins. „Við teljum mikilvægt að Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins sé starfandi í Reykja- vík,“ segir hún. Kjördæmafélögin sjá um starf og uppstillingu fyrir alþingiskosningar en Frjálslyndi flokkurinn er með slík kjördæma- félög víða að sögn Ásgerð- ar. Stofnfund- urinn verður að Skúlatúni 4 klukkan hálf níu. Ólafur kemur ekki að félaginu „Ólafur F. Magnússon kemur ekkert að þessu félagi enda er hann ekki í Frjálslynda flokkn- um. Það er hins vegar öllum frjálst að ganga í félagið,“ seg- ir Ásgerður Jóna Flosadóttir, talsmaður stofnunar Borgara- málafélags flokksins, en félagið verður stofnað í kvöld. Að sögn Ásgerðar verða 12 stjórnar- meðlimir kosnir á fundinum í kvöld. Þess utan verður skipað í 50 manna fulltrúaráð. „Þetta er mjög jákvæð þróun inn- an flokksins og sýnir að við erum núna komin með þing- mann fyrir Reykja- vík. Við viljum efla og virkja sem flest félög inn- an flokks- ins,“ seg- ir hún. Afskipti af tívolídólgum Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu þurfti á föstudags- kvöld að hafa afskipti af tveimur mönnum við tívolíið sem nú er staðsett á Völlunum í Hafnar- firði en gerðu starfsfólkinu lífið leitt. Mennirnir höfðu verið að abbast upp á starfsfólkið þegar lögreglan var kölluð til en voru hættir því þegar hún kom á vett- vang. Lögreglan tóku mennina á tal og sagði þeim að hafa sig á brott sem þeir og gerðu. Engir eftirmálar eru af málinu af hálfu lögreglunnar. Lát Pólverja enn rannsakað Lögreglan rannsakar enn andlát pólsks karlmanns sem fannst látinn eftir fall í húsi við Frakkastíginn í júní. Lögreglan hneppti tvo menn í gæsluvarð- hald en þeir voru grunaðir um að hafa komið að dauða manns- ins. Ekkert liggur fyrir í rann- sókn málsins og eru mennirnir í farbanni enn sem komið er. Ekki fengust skýr svör frá rannsókn- ardeild lögreglunnar um gang rannsóknar. Dánarorsök er enn á huldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.