Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 8
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 20088 Fréttir Pústrar í borgarstjórn Frá upphafi meirihlutasamstarfsins í borgarstjórn var ljóst að Ólafur� ��� �a������� og samstarfsfólk hans í Sjálfstæðisflokkn- um eru um margt mjög ósammála. Þó tilraun hafi verið gerð til að sætta mismunandi áherslur í stuttum málefnasamningi þeirra er blaðið sem skilur bakka og egg æði breitt í mörgum óþægilegum málum. DV rifjar upp þau helstu. Hvað sem öðru líð- ur er ljóst að mein- ingar borgarstjóra og sjálfstæðis- manna um flug- völlinn eru ekki samræmanlegar. Bitruvirkjun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar 20. maí síðastliðinn með sjálfstæðismanninn Kjartan Magnússon í broddi fylkingar. Ólafur F. Magnússon fagnaði þeirri ákvörðun sama dag og fullyrti að þar með hefði virkjunin verið slegin út af borðinu. Á borgarstjórnarfundi síðar um daginn óskaði hann borgar- búum og landsmönnum til hamingju með ákvörðunina. Það skaut því skökku við þegar Kjartan birtist á forsíðu Fréttablaðsins 24. júlí síðastliðinn og hélt því fram að ekki hefði verið hætt við virkjunina, heldur hefði undirbúningi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni. vatns�ýrin „Það er mín eindregna skoðun að við eigum að byggja í Vatnsmýrinni. Þar á að vera íbúðabyggð í framtíðinni,“ var haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík í janúar. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu sömu skoðun á fundinum. Ólafur F. hefur hins vegar oft tekið af öll tvímæli um af- stöðu sína til flugvallarins; hann verði áfram í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar. Í málefnasamningnum var millivegurinn genginn og sagt að ekki yrði tekin ákvörðun um flutning flugvallarins á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þess í stað verði tíminn notaður til að kanna önnur flugvallarstæði. Hvað sem öðru líður er ljóst að meiningar borgarstjóra og sjálfstæðismanna um flugvöllinn eru ekki samræmanlegar. ListaháskÓLinn Tillaga sem vann hönnunarsamkeppni um nýtt húsnæði Listaháskólans gerir ráð fyrir því að hann rísi við Frakkastígsreitinn svo- kallaða í miðbæ Reykjavíkur. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að tvö af þremur eldri húsum á reitnum víki fyrir nýbyggingunni. Áður en tillagan var tekin til umræðu í skipulagsráði hafði Ólafur F. slegið því föstu að skipulagsráð myndi ekki samþykkja tillög- una í óbreyttri mynd. Í málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks segir enda að varðveita skuli 19. aldar götumynd miðbæjar- ins eins og kostur er. Formaður skipulagsráðs, sjálfstæðismaðurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur síðan boðað til fundar með forsvars- mönnum Listaháskólans um hvernig sætta megi mismunandi sjónarmið í málinu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra lítur á það sem svo að Hanna vilji tryggja að skólinn rísi á grundvelli verðlaunatillögunnar sem kynnt hefur verið, enda er hann líkt og fleiri afar hrifinn af tillögunni. Hvort niðurstaðan verði Ólafi að skapi verður tím- inn að leiða í ljós.ingi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni. strætÓ Sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur lýst því yfir að hann telji rétt að bjóða út allan akstur Strætó til einkaaðila. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó, hefur einnig viðrað sömu sjónarmið, svo og ýmsir fulltrúar í stjórn Strætó. Ólafur F. er hins vegar á öndverðum meiði og lýsti algjörri andstöðu við einkavæðingu Strætó nýlega. Í samtali við Fréttablaðið rifjaði hann upp þegar vilji stóð til þess að einkavæða fyrirtækið árið 1994: „Ég man eftir því þegar vilji var til að einkavæða Strætó fyrir árið 1994. Borgarbúar vildu það ekki þá og þeir vilja það ekki nú og ég ekki heldur.“ Stjórn Strætó hefur engu að síður samþykkt að bjóða út helm- ing akst- ursleiða fyrir- tækisins í haust. Ólafur� ��� �a������� Kom ár síns flokks vel fyrir borð í meirihlutasamstarfinu. Mynd DV / Stefán ha��a Bir��a kr�i�tjá��dóttir� Þarf að stíga varlega til jarðar varðandi byggingu nýs listaháskóla. Mynd DV / Gúndi Gí�li �ar�tei�� Baldur����� Vakti litla kátínu borgarstjóra með hugmyndum um útboð strætisvagnaaksturs og íbúðabyggð í Vatnsmýri. Mynd DV / Stefán kjar�ta� �a������� Var snarlega leiðréttur af borgarstjóra eftir að hafa ýjað að því að Bitruvirkjun væri enn í spilunum. Mynd DV / Ásgeir hafsteinng@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.