Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 9Fréttir
9 HOLU GOLFVÖLLUR
Opnunartími sumarið 2008
30. maí - 24. ágúst
Opið alla daga nema föstudaga og sunnudaga fra kl. 10.00 - 20.00
Föstudaga frá kl. 10.00 - 12.00 og 17.00 - 21.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 17.00
AUK ÞESS ER Á SVÆÐINU FJÖLSKYLDUVÆNT HJÓLHÝSA
OG TJALDSTÆÐI
Byrjum að ráðstafa í ágúst nýjum leigulóðum, við Bakkavík og Hofsvík.
„Við vorum bara að tilkynna um að
við kæmumst ekki áðan. Nema auð-
vitað að einhver geti bjargað okkur,“
sagði Kitty von Sometime listakona
í samtali við blaðamann á föstudag.
Síðan í nóvember hefur staðið til að
gjörningahópur hennar, The Weird
Girls Project, myndi koma fram á
listahátíðinni Concrete and glass í
Lundúnum í október.
Nú hefur hópurinn hins veg-
ar þurft að afboða komu sína vegna
veikrar stöðu krónunnar og skorts
á styrktaraðilum. Kitty kennir efna-
hagsástandinu um og segir það al-
talað meðal lista- og tónlistarmanna
að listum og menningu sé einna fyrst
sagt upp þegar kreppir að fyrirtækj-
um.
Ótrúleg vonbrigði
The Weird Girls Project er gjörn-
ingahópur skipaður fjórtán konum
af öllum stigum lífsins. Hópurinn
setur á svið svokallaða gjörninga-
þætti. Þættirnir hafa meðal annars
verið teknir upp fyrir tónlistarmynd-
bönd og vakið nokkra athygli.
Kitty segir einn af stjórnendum
listahátíðarinnar hafa valið hópinn
sérstaklega til að koma og taka þátt
í Concrete and glass listahátíðinni í
Lundúnum. Hópurinn hefur stefnt
að því að fara út og leika listir sín-
ar lengi. Weird Girls hafa til dæmis
staðið fyrir ýmsum nýstárlegum að-
ferðum við fjáröflun í sumar, meðal
annars með grillveislu og bílaþvotta-
stöð. Það hafi þó ekki dugað til að
afla nægs fjár, enda kostnaður við út-
rás af þessu tagi þó nokkur.
Kitty segir ótrúlega mikil von-
brigði að komast ekki á hátíðina eftir
allt sem á undan er gengið: „Það er
það svo sannarlega. Það er samt ekk-
ert sem við getum að gert. Við lögð-
um allar mjög hart að okkur.“
Kreppir að listafólki
Aðstæður lista- og tónlistarmanna
hafa mikið breyst með veikri krónu
og versnandi efnahagsástandi að
sögn Kitty. „Ég þekki mjög margt fólk
í lista- og tónlistarbransanum,“ segir
hún. „Öll fyrirtækin sem er venjulega
hægt að leita til
varðandi styrki eru
ómöguleg. Þetta er sá bransi
sem fær höggið á sig fyrst.“
Hún segir svipað upp á teningn-
um hjá þeim galleríseigendum sem
hún þekki. Þeirra reynsla sé að fólk
kaupi miklu síður list nú en áður.
Kitty segist þó hvergi af baki dott-
in: „Ég ætla ekkert að vorkenna mér
eða hópnum. Þetta eru bara von-
brigði. Ég er búin að ákveða að henda
mér bara af fullum krafti í næsta þátt
hópsins, jafnvel þótt hann verði á Ís-
landi.“
Hún bætir við að boð hópsins á
listahátíðina standi fram á næsta ár.
Hópurinn ætli að nota tímann vel og
mæta fílefldur að ári með enn meira
til að sýna.
Gjörningahópur listakonunnar Kitty von Sometime þurfti að afboða komu sína á listahátíð í Lundúnum
vegna fjárskorts. Hún segir veiku gengi krónunnar og skorti á styrktaraðilum einkum um að kenna. Kitty
þekkir vel til í menningarlífi Reykjavíkur og segir bæði lista- og tónlistarmenn finna fyrir efnahagsástandinu.
„Þetta er sá bransi sem fær höggið á sig fyrst,“ segir Kitty.
Krónan ber listina ofurliði
Veik króna Kitty segir að einkum
megi kenna veiku gengi krónunnar
um fjárhagsvandræði Weird girls.
hafSteinn gunnar hauKSSon
blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is
Kitty von Sometime
Gjörningahópurinn The
Weird Girls Project er afar
vonsvikinn með að komast
ekki til Lundúna.
the Weird girls Project
Stúlkurnar bregða sér í allra
kvikinda líki, en fá þó ekki
að sýna Lundúnabúum
listir sínar. Mynd / Saga