Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 11Fréttir Árni eins og Brésnef ópusambandið. Hann segir Björgvin bundinn af stjórnarsáttmála sem nú sé þó orðinn úreltur í ljósi aðstæðna. Sáttmálinn geri það hins vegar að verkum að Björgvin geti ekki sagt að Íslendingar eigi að ganga í Evr- ópusambandið. Hann segir Björg- vin aðhyllast smáskammtalækn- ingar og nefnir stimpilgjöldin því til stuðnings. „Þeir geta ekki einu sinni lufsast til að fullnusta loforðið um að afnema þetta illræmda gjald. Í stað- inn hælir hann sér af því að það sé búið að afnema þetta hjá sumu fólki. Þess vegna minnir Björgvin mig svo- lítið á Krjúsjoff. Vill láta smyrja tein- ana með smáskammtalækningum, til dæmis með því að stækka dyrnar hjá Íbúðalánasjóði. Málið er að þeir láta þennan stjórnarsáttmála blinda sig og múlbinda,“ segir hann ákveð- inn. Bakka inn í fortíðina Guðmundur segist hafa samúð með Guðna Ágústssyni. Framsókn- armenn séu raunsæismenn og skilji að ekki sé hægt að reka samfélagið nema fá peninga inn í kerfið. Guðni vilji taumlausar virkjanir og vilji helst bakka lestinni á fullri ferð inn í fortíð- ina. „Þeir eru ófáanlegir til að ræða kjarna málsins; nýjan gjaldmiðil sem eitthvað vit er í. Þeir vita að þar með munum við endanlega tengjast öðr- um löndum. Þá er þetta landbúnað- arfyllerí búið spil,“ segir Guðmund- ur en bætir við að það sé nú reyndar að verða búið spil vegna alþjóða- samninga. Því sé óþarfi fyr- ir Guðna að óttast frekari tengingu við önnur lönd. Snýst um Evrópu- aðild „Mesta samúð hef ég með Jóni Magnússyni vegna þess að hann segir einna minnst,“ seg- ir Guðmundur. „Ég hef samúð með hans málstað. Hann tæpir lítils- háttar á kjarna málsins en auðvitað verða menn að horfast í augu við að það þýðir ekkert að láta svona eins og kjánar. Það er ekki hægt að snið- ganga Evrópuumræðuna. Það veit Jón og hittir því naglann að nokkru leyti á höfuðið. Hann stígur þó skref- ið ekki til fulls með því að leggja það til að menn sæki um aðild að Evr- ópusambandinu,“ segir Guðmundur um svör Jóns. Seðlabankastjórnin þarf að víkja Guðmundur segir að ef menn vilji komast til botns í vandanum ættu þeir að lesa grein Ólafs Ísleifssonar sem birtist í Markaðnum í síðustu viku. „Þar bendir Ólafur réttilega á að efnahagslegt eðli vandamál- anna sé þekkt. Lausnirnar séu pólitískar. Það liggi allt fyrir hvað efnahagsmálin snertir. Menn þurfi einfaldlega að koma sér saman um það hvernig samlagast skuli Evrópusambandinu,“ seg- ir Guðmundur. Hann segir nýjan efna- hagsráðgjafa góðra gjalda verðan en að hans hlut- verk verði fyrst og fremst að leiða forystu Sjálfstæð- isflokksins saman. „Tryggvi Þór verður eitt allsherj- ar símtæki sjálf- stæðismanna. Þeir geta tal- að saman í gegnum Tryggva en einn stærsti vandi þeirra hefur einmitt verið samskiptaörðugleikar,“ segir Guðmundur. „Það er líka öllum ljóst að stjórn Seðlabankans er rót þess vanda sem við glímum við. Davíð Odds- son hæðist að Geir H. Haarde í ræðu. Kallar hann efnahagsráðherra og ég veit ekki hvað. Samt þorir Geir ekki að láta hann víkja. Það á að láta þessa bankastjórn og bankaráð fara. Það þarf að móta nýja stefnu í peninga- málum, stefnu sem byggist á Evr- ópusambandinu,“ segir hann. Aðspurður hver Stalín sé í sög- unni góðu segir hann: „Lesendur fá að geta sér til um það, hann er senni- lega ekki lengur í ríkisstjórn, kominn til starfa annars staðar.“ Árni M. Mathiesen Guðmundur líkir honum við Brésnef. Björgvin G. Sigurðsson Aðhyllist smáskammtalækningar eins og Krjúsjoff, að sögn Guðmundar. Steingrímur J. Sigfússon Vill alla með, líkt og Gorbatsjov Jón Magnússon þingmaður Hittir naglann á höfuðið að mati Guðmundar. Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR Nánari upplýsingar í síma 698 2312 - Jón Aðalsteinn TIL SÖLU !!! Honda Shadow 1100cc Sabre árg.2000, ekin 6þús mílur Honda Valkyrie Interstate 1520cc árg.1999, ekin 25þús km Honda Valkyrie Rune árg.2004, ekin 1þús km

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.