Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 200818 Umræða Golf er göfug íþrótt. Held-rimannaíþrótt sem hef-ur tekist að breyta jafn- vel villimönnum í siðaða menn, þó það kunni aðeins að vera rétt á meðan menn stunda þessa íþrótt heið- ursmanna. Þessi merka íþrótt hefur sínar hefðir, sína siði sem eru stór hluti af því hversu fág- uð íþrótt það er að taka kylfu og slá í bolta þannig að hann fljúgi langar leiðir. Og einn siðurinn er sá að golfarar séu almennilega til fara. Það er kannski ekki hægt að krefjast þess að allri séu jafn óaðfinnanlega klæddir við golf- iðkun og Bertie Wooster, í sam- nefndum breskum grínþáttum gerð- um eftir samnefnd- um breskum gamansögum P. J. Wodehouse. En það má aldrei, aldrei, aldrei ger- ast að menn mæti á golfvöll og byrji að slá íklæddir gallabuxum. Þess vegna hlýtur það að vera svartur dagur í sögu Urriða-vallar í Heiðmörk, dagurinn þegar Mel Gibson mætti á völlinn. Þessi stórstjarna sem hefur leikið jafnt Max hinn brjálaða og Hamlet hans Shakespeares kom til að leika nokkrar holur á vellinum. Leikarinn heimsfrægi sem gerði skoskan upp- reisnarmann ódauðlegan og lýsti þjáningum frelsarans svo skörugl- ega að jafnvel hörðustu karlmenni fundu til gerðist nú sekur um þau helgispjöll að spila golf í gallabux- um. Sök sér að hann skyldi skjóta boltanum út fyrir brautina en í gallabuxum má víst enginn mæta á golfvelli. Hvað ætli Tiger Woods myndi segja? Blökkumaðurinn sem hefur gert íþróttina vinsælli meðal almennings heldur en kannski nokkur annar golfleikari fyrr og síðar. Tiger Woods er vissu- lega sportlega klæddur þegar hann mætir til æfinga og keppni. En gallabuxum sést hann væntanlega seint í. Dett- ur nokkr- um í hug að Phil Mickelson hefði fengið að klæðast græna jakkanum við gallabux- ur? Senni- lega hefði það þótt jafn galið og ef Christiano Ronaldo hefði mætt í bleikum sokkabuxum í stað hvítra stuttbuxna í leik með Manchester United eða portúgalska landsliðinu. Nei, fötin skapa manninn. Alla vega í sumum íþrótta-greinum. Og vei þeim sem reynir að brjótast út úr hefðinni. Svartur dagur á urriðavelli svarthöfði ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Bæjarstjórinn hefur svarað ásökunum með heimskulegum útúrsnúningum. Spilltur bæjarstjóri Leiðari Þeirrar tilhneigingar gætir í vaxandi mæli hjá þeim sem gegna opinber-um ábyrgðarstöðum að fara með stofnanir eins og þær séu einka- fyrirtæki. Þetta er þekkt varðandi skipan dómara þar sem stjórnmálamenn hafa lát- ið geðþótta ráða í stað þess að halda í heiðri eðlilegar reglur sem miða að því að hin- ir hæfustu séu ráðnir í vinnu hjá fólkinu og fyrir fólkið. Nýjasta dæmið um einræðistil- burði er í Kópavogi þar sem Gunnar Birgis- son bæjarstjóri auglýsir ekki í stöður heldur ræður fólk eins og honum sýnist. Bæjar- stjórinn hefur slæmt orð á sér vegna dek- urs við nektarstaði en toppar nú allt eigið rugl með framgöngu sem flestir átta sig á að samræmist ekki eðlilegum reglum góðrar stjórnsýslu. Guðríður Arnardóttir, leiðtogi Samfylkingar og minnihlutafulltrúi í Kópa- vogi, fordæmdi að ráðning þriggja starfs- manna í ábyrgðarstöður hjá Kópavogsbæ hefðu átt sér stað án þess að störfin væru auglýst. Bæjarstjórinn hefur svarað ásök- unum með heimskulegum útúr- snúningum eins og þeim að konur séu konum verstar. Þessi vörn á sér þá furðulegu skýringu að af þremur sérvöldum starfsmönnum eru tveir þeirra konur. Bæjarstjórinn lætur sem sagt að því liggja að hann sé að stuðla að jafnrétti. Þar sem um er að ræða opinbera stofnun eins og bæj- arfélagið hlýtur það að vera grund- vallaratriði að allir eigi jafna mögu- leika á þeim störfum sem til falla en ráðningar stjórnist ekki af velþóknun manna sem kosnir hafa verið til þess að stjórna og fylgja reglum. Því mið- ur er svo að sjá sem stjórnsýsla Kópa- vogs sé með þeim endemum að það sé afsagnarsök fyrir bæjarstjórann. Kópavogsbúar eiga allt annað og betra skilið en að slík spilling þrífist í bæjarfélaginu þeirra. Það er skylda minnihlutans í Kópavogi að uppræta spillinguna í bænum. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um mótmæli saving iceland? „Ég er ekki hrifin af þeim, fólk hefur eitthvað þarfara að gera.“ Kristín Brynjarsdóttir, 50 ára, án atvinnu „Mér finnst þau að mörgu leyti góð, þau fara kannski harkalega í önnur.“ Sigríður Ólafsdóttir, 33 ára, vinnur við Háskólasetur Vestfjarða „Mér finnst þetta gott hjá þeim, ég er á móti því að menga landið.“ Ragnar Hauksson, 46 ára húðflúrari „Íslendingar taka ekkert mark á þeim, þeir verða að gera eitthvað róttækara.“ Lárus Ingi Kristjánsson, 50 ára, án atvinnu Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is Dv á netInU: Dv.Is AÐALnÚMeR: 512 7000, RItstJóRn: 512 7010, áskRIftARsÍMI: 512 7080, AUGLýsInGAR: 512 70 40. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. sanDkorn n Silfurmaðurinn Egill Helga- son er ekki í vafa um að Sjálf- stæðisflokkurinn í borgarstjórn og á landsvísu sé í stórfelldum vandræðum. Hann bloggar um að ekki sé sýnilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi samleið með Ólafi F. Magnús- syni borg- arstjóra og því farsælast að skipta út. Egill bloggar einnig um ríkis- stjórnina sem hann telur vera á endastöð. „Ef þessi ríkisstjórn fer ekki að aðhafast eitthvað, finnst manni eins og hún eigi ekki mikinn tilverurétt. En lík- lega þorir Sjálfstæðisflokkur ekki í ríkisstjórn með Framsókn sem byggist á eins manns meirihluta – sem getur til dæmis verið Árni Johnsen.“ n Enn hefur Geir H. Haarde, nú- verandi forsætisráðherra, ekkert gefið upp um fyrirhugað brott- hvarf Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra og þá líklega innkomu Bjarna Bene- diktssonar á ráðherra- stól. Óró- lega deildin í Sjálfstæðisflokknum stendur í þeirri meiningu að Geir muni, ef honum endist ferill til, skipta út fleirum í leiðinni. En þá gætir nokkurs kvíða um að Guðfinna Bjarnadóttir alþingismaður verði gerð að ráðherra en hún þykir ekki hafa fundið sína fjöl í stjórnmálum. n Þegar kemur að ráðherraskipt- um Sjálfstæðisflokksins má allt eins búast við að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingar, grípi til andlitslyftingar sín megin. Þannig gæti Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, umhverf- isráðherra og ísbjarna- bani, vikið fyrir Katrínu Júlíusdótt- ur alþingis- manni. Þá er hugsanlegt að Kristján Möller samgönguráðherra, sem engan veginn hefur náð sér á strik, víki fyrir Gunnari Svavarssyni, leið- toga Samfylkingar í Kraganum. En allt er þetta spurning um að ríkisstjórnin lifi af eigið aðgerða- leysi. n Sparisjóður Vestfirðinga er nú um það bil að gleymast eftir samruna við Sparisjóð Keflavík- ur. Á meðal Vestfirðinga er talað um fjandsamlega yfirtöku frem- ur en sameiningu og búist er við að einhver útibú verði slegin af. Sú ákvörðun yrfirstjórnarinnar í Keflavík að láta Angantý Jónas- son úr Kópavogi vera yfirmann á svæðinu en ekki Flateyringinn Eirík Finn Greipsson þykir vera vísbending um að látið verði til skarar skríða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.