Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 2008 19Umræða
Það er ekki að ástæðulausu að jafnvel
fólk sem er fjarri því að vera í eðli sínu á
illgirnisvængnum sé farið að kalla Geir
og Ingibjörgu skötuhjúin. Stöðugt há-
værari raddir heyrast um að með þeim
höfum við fengið skötuhjúastjórn. Það
er á vissan hátt rétt, eftir að þau tóku
við embætti hefur flest hér á landi verið
í skötulíki og löngu komið í ljós að úr-
bætur af þeirra hálfu láta á sér standa.
Í augum margra er Geir dæmigerð-
ur drossíuhlunkur hvað líkamsburði
og útlit varðar. Stefna stjórnarinnar
minnir á dæmisöguna um drossíuna í
gamla daga sem kom aldrei einhverra
hluta vegna, þótt hringt væri á hana í
neyðartilviki. Ef eitthvað er að marka
álit manna og Geir kunni að vera
drossía má eins halda því fram að Ingi-
björg sé frúin í framsætinu með þótta-
svip ásamt verslunarstjóranum Öss-
uri. Enginn getur neitað að þau minna
á búðarlokur, eins og kaupmannshjón
voru og hétu við Laugaveginn. Vissu-
lega eru þau ekki þar með Kjöthöll-
ina en eiga í staðinn Alþingi breytt í
verslun sem státar undir glerkúpunni
af margháttar salötum sem ljóma í
krukkum. Lífeyrisþegar una lífinu við
þann leik að geta sér til um hverskon-
ar salat hver ráðherra kunni að vera og
skemmst frá því að segja, að fjármála-
ráðherrann er sagður vera kartöflusal-
at með síldarbragði. Síðan er gengið
á röðina, hver og einn fær ákveðinn
merkimiða uns kemur að tveimur
gruggugum. Annar tengist heilbrigði,
hinn er dóms- og kirkjumálaráðherra,
báðir með keim sem menn „koma
ekki fyrir sig“ eins og þar stendur. Þeir
eru álitnir vera maukkenndir, en ekki
alveg eins og keppirnir forðum sem
komu þannig upp úr súrnum í tunn-
unni að þeim var fleygt í rakkann þeg-
ar á ríkum höfðingjasetrum var hald-
ið hundaþorrablót. Þegar á allt er
litið með réttum augum gagnrýninnar,
sem heimspekingar tala um í hinum
fróðlegu útvarpsþáttum á sunnudags-
morgnum, væri ekki úr vegi að nota
orð sem eru töm stjórnarandstæðing-
um og segja, að aÍsland. Við þetta má
bæta, að forsetafrúin okkar er alltaf
bjartsýn, klædd annað hvort í lopa eða
silki, glæsileg með stílfært bros á vör.
Skötuhjúin mættu taka mið af henni
og skapa á sem flestum sviðum hér
lopasilkiferli. Rétt er að geta þess í lok-
in að allri gagnrýni á þessa grein vísa
ég til föðurhúsanna.
Sandkassinn
Nú Nálgast verslunarmanna-
helgin og ófáir plana skemmti-
ferðir um allt land þar sem
óhófleg drykkja er stór partur
af dagskránni.
Suma er meira
að segja þegar
farið að kvíða
fyrir mánu-
deginum eftir
helgi. Aldrei
þessu vant ætla
ég að breyta
til og í staðinn
fyrir að ala á
mánudagskvíða ætla ég að rækta
líkama og sál. Útivist og heilsu-
samlegt líferni verður nefnilega í
aðalhlutverki að þessu sinni.
Ég ætla að skella mér í Skaga-
fjörðinn og í flúðasiglingar á
Jökulsá austari. Það er sex tíma
pakki og víst heljarinnar gaman.
Eftir það verður grillað og skellt
sér í pott og fínerí. Daginn eftir er
það síðan pa-
intball í sveita-
sælunni og
einhvers stað-
ar inn á milli
verður komið
fjallgöngu.
Grillmatnum
verður kannski
skolað niður
með einum
svellköldum en ekki mikið meira
en það. Enda mun maður þurfa
á allri sinni orku að halda fyrir
þessa páverhelgi.
Þetta er persónuleg tilraun því
það verður spennandi að sjá
hvort tekur meira á. Að berjast
við flúðir, hlaupa undan kúlna-
hríð og klífa fjöll eða sitja fullur í
skítugri brekku alla helgina með
fleyg í vasanum. Ef ég ætti að
giska á niður-
stöðuna fyrir-
fram myndi ég
halda að brekk-
an hefði vinn-
inginn. Sem
sagt að hún
tæki mun meira
á. Þessa nið-
urstöðu byggi
ég á áralangri
reynslu minni sem íþróttamað-
ur og á hinn bóginn talsverðri
reynslu minni af brekkunni.
Ásgeir gerir tilraun
á sjálfum sér
Skötuhjúin
Sólsetur Nú þegar sumri hefur tekið að halla má oft sjá ægifagurt sólarlag undir miðnættið í stað heiðblárrar dagsbirtunnar. Hér má sjá sólina mjaka
sér niður fyrir sjóndeildarhringinn á leið sinni vestur um haf, ef svo má að orði komast. DV-MYND SIGTRYGGURmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Spurningin
„Ég hefði átt að reyna það, en
sennilega hefði það ekki gagnaðist
neitt. Ég verð reyndar að viðurkenna
að ég hugsaði ekki svo langt,“ segir
blikkarinn Heiðar Ingi Marinósson, en
hann var handtekinn við vinnu þegar
lögreglan sakaði hann um að vera ekki
fastur í línu á þaki.
Blikkaðir þú ekki Bara
lögregluþjóninn?
Plúsinn fær Silja Úlfarsdóttir
hlaupadrottning sem varð
Íslandsmeistari í öllum þeim
fimm greinum sem hún keppti í
um helgina. Silja hefur nú lagt
keppnisskóna á hilluna og gaf það
út fyrir mótið.
-hvað er að frétta?
GuðberGur berGSSon
rithöfundur skrifar
„Í augum margra
er Geir dæmigerður
drossíuhlunkur hvað
líkamsburði og útlit
varðar.“