Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 23
LífLegt í borginni
Tónlistarhátíðin Innipúkinn
verður haldin á Nasa um verslun-
armannahelgina. Þetta er í sjöunda
skipti sem hátíðin er haldin en blás-
ið var í hana lífi á ný í fyrra. Það var
Dr. Gunni sem hélt Innipúkann há-
tíðlegan fyrst.
Hægt er að nálgast miða á midi.-
is og kostar passinn á báða dagana
3.900 krónur en einnig er hægt að
kaupa miða við innganginn á 4.900
krónur. Aldurstakmark á hátíðina er
tuttugu ár og er húsið opnað klukk-
an sjö bæði kvöldin. Tónlistarhátíð-
in er tileinkuð þeim sem kjósa að
verja helginni í Reykjavík á meðan
aðrir kjósa að vera úti á landi á einni
stærstu útileguhelgi ársins.
Að þessu sinni er bara boðið upp
á dagskrá föstudag og laugardag.
Tónlistin á hátíðinni er blönduð,
allt frá fyrsta flokks krúttpoppi yfir í
harðkjarna pönkrokk með viðkomu
í dúnmjúku elektrópoppi.
Föstudagur
20.00 - Soundspell
20.45 - Grjóthrun
21.30 - Morðingjarnir
22.20 - Múgsefjun
23.20 - Benni Hemm Hemm
00.20 - Megas og Senuþjófarnir
01.30 - Hjálmar
Laugardagur
20.00 - Boys in a band
20.45 - Dísa
21.30 - Geir Ólafs
22.20 - Hjaltalín
23.20 - Dr. Spock
00.30 - Sprengjuhöllin
01.45 - FM Belfast
Útihátíðin Jack Live verður hald-
in hátíðleg í portinu hjá Dillon um
verslunarmannahelgina. Eins og
alltaf á Dillon verður rokkið í fyrir-
rúmi og fram koma sveitir eins og
Jeff Who?, Jan Mayen, Brain Police
og Morðingjarnir. Þá mun Andrea
Jónsdóttir útvarpskona sjá um að
þeyta skífum milli atriða.
Aðstandendur hátíðarinnar seg-
ast skilja viðkvæmt efnahagsástand
og því er yfirskrift hátíðarinnar að
verði verði stillt í hóf til að gera há-
tíðina þá hagkvæmustu fyrir gesti.
Grillað verður í garðinum og fólk
getur keypt sér mat á sanngjörnu
verði. Miðaverðið er vissulega sann-
gjarnt en miði á alla hátíðina kost-
ar 2000 krónur. Þá kostar 1000 á stök
kvöld.
Gleðitíminn mun einnig setja sitt
mark á hátíðarhöldin en þegar hann
gengur í garð mun verð á veiting-
um lækka tímabundið. Gleðitíminn
mun koma fyrir nokkrum sinnum
yfir helgina og tilkynnist með því
að starfsmaður kemur með „lukku-
hjól“ upp á sviðið og snýr því. Verð á
gleðitímanum ákvarðast af því hvar
bendillinn á „lukkuhjólinu“ lendir.
Föstudagur
Jeff Who?
Atómstöðin
Johnny & Rest
Dikta
Múgsefjun
Laugardagur
Leynihljómsveit
Jan Mayen
Mammút
Shadow parade
Tab 22
Sunnudagur
Brain Police
Boys in the band (FO)
Momentum
Severed Crotch
Morðingjarnir
innipúki á nasa
Megas og Senuþjófarnir Á föstudeginum
munu Megas og Senuþjófarnir stíga næstsein-
astir á svið og verða með klukkutíma tónleika.
Hjaltalín Hljómsveitin var stofnuð árið 2004. Eftir að hún kom fram í Kastljósi árið 2006 fór boltinn að rúlla.
FM Belfast Er með
þeim ferskari í dag.
Morðingjarnir
Haukur og félagar
eru kraftmiklir.
Brain Police
Rokkar í
garðinum hjá
Dillon.
... og svo allt hitt
Þeir borgarbúar sem myndu ekki fara á
útihátíð, eða bara út úr þéttbýlinu almennt,
þótt þeim væri skipað það með ískalt
byssuhlaup við gagnaugað geta auðvitað líka
bara setið heima og látið sér leiðast. En fyrir
utan það sem talið er upp hér á opnunni geta
borgarbörnin auðvitað farið í sundlaugarnar,
sem eru allar opnar eins og um venjulega helgi
væri að ræða, kíkt á þann mýgrút safna sem er í
borginni, dúndrað niður eins og nokkrar keilur
(jafnvel í diskófíling) eða farið í bíó. Ef þú ert til
dæmis ekki búinn að sjá nýju Batman-myndina
er auðvitað tilvalið að skella sér á hana. Margir
hafa jú tekið það stórt upp í sig að myndin sé
hvorki meira né minna en með þeim allra bestu
sem gerðar hafa verið. Svo voru líka útsölur á
fullu blasti í Kringlunni síðast þegar fréttist.
Ódýr útihátíð á Dillon