Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 29Fólkið
Vika fræga
Damien Rice brá á heldur óvenju-
legan leik á tónleikum sínum á
Bræðslunni á Borgarfirði eystri um
helgina. Þegar írski tónlistarmað-
urinn steig á svið var tekið að líða
á kvöldið og einbeitingarskortur
og bjórdrykkja farin að segja til sín
hjá áhorfendum. Í fyrsta laginu
sem Damien flutti var mikið um
skvaldur en í stað þess að fanga
athygli áhorfenda með stuðsmelli
tók söngvarinn þess í stað gítar-
inn úr sambandi og færði sig frá
míkrafóninum og hóf að syngja
lagið Cannonball. Hann flutti þar
með lagið órafmagnað og náði
með því að fá óskipta athygli allra
áhorfenda sem tóku flestir vel
undir í laginu. Eftir að athygli hafði
verið náð stakk hann gítarnum aft-
ur í samband og kláraði tónleikana
við frábærar viðtökur viðstaddra.
Ísland er orðið aðaláning-
arstaður fína og fræga
fólksins. Á rúmri viku hafa
í það minnsta fjórir heims-
þekktir einstaklingar
heimsótt Ísland til að
kynna sér land og þjóð.
Órafmögnuð
athygli
Íslendingar tóku ekki síður vel í
nýju Batman-myndina, The Dark
Knight, en Bandaríkjamenn. Tæplega
25.000 höfðu séð myndina í lok dags
á sunnudag frá því hún var frum-
sýnd. Nánar tiltekið 24.226 manns
en myndin þénaði á þeim tíma
21.898.470 milljónir króna. Sam-
kvæmt Smáís er þetta stærsta opnun
á Íslandi síðan byrjað var að safna
tölum. Þá er forsýning meðtalin en
met var einnig slegið í forsölu fyrir
myndina á midi.is. Aldrei hafa selst
fleiri miðar á kvikmynd í forsölu.
Myndin Mamma Mia! hefur komið
nokkuð á óvart en rúmlega 45.000
manns hafa séð hana á þremur vik-
um en hún hefur þénað yfir 40 millj-
ónir króna.
25.000 á
Batman
Anthony Edwards Leikarinn
úr sjónvarpsþáttaröðinni ER fór
í hlutverk uppboðshaldara á
uppboði til styrktar Shoes for
Africa sem haldið var á Hilton-
hótelinu um helgi.
Martha Stewart Heimilisgyðjan Martha
Stewart fékk heldur betur konunglegar
móttökur er hún kom til landsins. Forsetinn
efndi til matarboðs henni til heiðurs.
Mel Gibson Heillaður af
landi og þjóð. Fer af landi
brott í vikunni.
Alan Wilder Leit svona
út í þá gömlu góðu daga
er hann lék á hljómborð
með sveitinni heims-
frægu Depeche Mode.
DV Mynd: Ásgeir
StórStjörnurnar elSka ÍSland:
Böðvar Rafn Reynisson,
söngvari hljómsveitarinnar Dalt-
on, vinnur nú að sólóplötu í ró-
legri kantinum. Nú má heyra for-
smekkinn af því sem koma skal á
Myspace-síðu Böðvars, myspace.-
com/bodvarmusic en það er lag-
ið Beutiful Girl sem samið er af
Bart Cameron.
„Þetta er lag sem ég átti tilbú-
ið en lét aðeins endurhljóðvinna
það. Ætli ég taki ekki restina af
plötunni upp í Kjósinni hjá Ósk-
ari. Þetta verður samt eina lagið á
plötunni sem verður kover-lag en
annars verður allt hitt efnið sam-
ið af mér,“ segir Böðvar. „Ég hef
spilað mikið með Bart Camer-
on og fannst þetta gott og fallegt
lag sem ég ákvað að setja í mína
mynd. Þetta er reyndar mjög frá-
brugðið hans útgáfu.“
Aðspurður hvort hann ætli að
snúa sér alfarið að sólóferlinum
og hætta í Dalton svarar Böðvar:
„Nei, nei, þetta er bara svona
hliðarverkefni samhliða Dalton.
Þetta er aðeins annar vinkill á
tónlistina, þetta er svona akúst-
ískt rólegheitadæmi. Dalton er
svona til að rífa upp stemningu
og byggja landsmenn upp af kæti
svo kem ég og ríf fólk jafnhratt
niður með sólóinu.“
Sólóferill Bödda Dalton
Böddi, söngvari Í Dalton, vinnur að sólóplötu:
Alltaf í stuði
Böddi, kenndur við
hljómsveitina Dalton, er
að hefja sólóferil.
fÓlkSinS
Ísland hefur aldrei verið heitara en nú. Fína
og fræga fólkið streymir til landsins og á rúmri
viku hafa minnst fjórar heimsþekktar manneskj-
ur heimsótt Ísland til að kynna sér land og þjóð.
Heimilisgyðjan Martha Stewart eyddi nokkr-
um dögum hér á landi. Martha og Dorrit Mouss-
aieff eru gamlar vinkonur og efndi forsetinn til
veislu á Bessastöðum Mörthu til heiðurs. Öllum
helstu auðmönnum landsins var boðið og fengu
þeir að kynnast heimilisfrömuðinum heims-
fræga.
Aðeins nokkrum dögum seinna var það fyrr-
verandi E.R. leikarinn Anthony Edwards sem
sótti landið heim. Anthony fór með hlutverk
læknisins Green í þáttunum sem farið hafa sig-
urför um heim allan. Leikarinn var staddur hér
á landi vegna styrktarsamkomu Shoes for Africa
sem fór fram á Hilton-hótelinu í Reykjavík um
helgina. Anthony Edwards tók að sér hlutverk
uppboðshaldara en Shoes for Africa er til styrktar
uppbyggingu spítala í Afríku. Anthony Edwards
bauð þar upp læknasloppinn sem hann gekk í í
þáttunum sívinsælu og bauðst hann sjálfur til að
kaupa sloppinn.
Á föstudaginn bárust fjölmiðlum þær fréttir
að stórleikarinn Mel Gibson væri nýlentur hér
á landi, en hann kom á einkaþotu ásamt tveim-
ur sonum sínum. Leikarinn sást spóka sig um í
miðbæ Reykjavíkur og fékk hann sér meðal ann-
ars kaffi latté á Te og kaffi.
Ástralski sjarmörinn kom einnig við í
66°Norður í Skeifunni þar sem hann keypti
sér flíspeysu. Mel Gibson sást síðan í golfi á
sunnudaginn íklæddur flíspeysunni.
Eins og það væri ekki nóg að þrjár
heimsfrægar stjörnur heimsæktu Ísland á
rúmri viku bættist enn ein stjarnan í hóp-
inn.
Alan Wilder, fyrrverandi hljómborð-
sleikari hljómsveitarinnar Depeche Mode,
heimsótti Frón ásamt eiginkonu sinni
Hepzibah Sessa. Alan Wilder gekk til liðs
við Depeche Mode árið 1982 eftir að sveit-
in auglýsti eftir hljómborðsleikara sem
yrði að vera yngri en tuttugu og eins árs.
Alan var orðinn tuttugu og tveggja ára
en laug til um aldur og komst upp með
það. Í mörg ár var talað um Alan sem að-
altónsmið Depeche Mode og er hann tal-
inn eiga heiðurinn af því sem aðdáend-
ur sveitarinnar þekkja sem hinn týpíska
Depeche Mode-hljóm.
Eftir farsælan feril með hljómsveitinni
sagði Wilder skilið við félaga sína og fór að
snúa sér að öðrum verkefnum. Í dag ein-
beitir hann sér að sólóverkefni sínu Rec-
oil auk þess að starfa sem upptökustjóri.
Hepzibah er einnig tónlistarkona en
hún var í bresku hljómsveitinni Miranda
Sex Garden. Hjónin nýttu tímann á Ís-
landi í að slaka vel á og skoða landið og
höfðu mikinn áhuga á því að kynna sér
íslenska tónlist. Þau héldu af landi brott
í dag eftir að hafa meðal annars skellt sér
í sund í Landmannalaugum og skoðað
Gullfoss og Geysi. hanna@dv.is