Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 30
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200830 Síðast en ekki síst
Sandkorn
n Á vef zikzak.is er að finna
stiklu úr myndinni Skrapp út
eftir Sólveigu Anspach. Þar
leikur Didda
Jónsdóttir
konu sem
selur kanna-
bisefni í
Reykjavík.
Í stiklunni
má sjá hvar
Didda lendir
í vandræð-
um og festist
úti á landi en á meðan fyllist
íbúð hennar af viðskiptavin-
um sem eru leiknir af þekkt-
um einstaklingum og leikurum
eins og Ingvari E. Sigurðssyni,
Ólafíu Hrönn, Óttari Proppé,
Erpi Eyvindarsyni, Krumma
úr Mínus, Frosta Gringo og
fleirum. Myndin er frumsýnd
8. ágúst.
n Ellý Ármannsdóttir var
gestur í útvarpsþættinum Úr
plötuskápnum á Rás 2 á sunnu-
daginn. Ellý spilaði nokkur
af uppáhaldslögunum sínum
og lét allt flakka. Hún spilaði
meðal annars nokkur lög sem
hún sagði að væri einstaklega
gott að kela
við auk þess
sem hún
sagði frá því
hversu mikil
ást við fyrstu
sýn það var
þegar hún
kynntist eig-
inmanni sín-
um sem hún
sagði vera mjúkan líkt og froðu
á bjór. Í þættinum minntist Ellý
einnig á það að hún væri enn í
sambandi við handritshöfund-
inn úti í Ameríku sem keypti
réttinn til að gera sjónvarps-
þáttahandrit eftir blogginu
hennar og hún sendi honum af
og til nýjar hugmyndir.
n Meðlimir sveitarinnar Maus
eru komnir saman á nýjan
leik eftir dágóða pásu. Fjórum
árum eftir að síðasta breið-
skífa þeirra
kom út hafa
þeir gefið út
lagið Cover
My Eyes.
Ástæðan ku
vera að 15
ár eru síðan
hljómsveitin
var stofn-
uð. Biggi og
félagar hafa þó haldið góðu
sambandi síðastliðin fjögur ár
þrátt litla spilamennsku sam-
an. Nú síðast var Curver Thor-
oddsen veislustjóri í brúðkaupi
Birgis Arnar Steinarssonar,
forsprakka Maus, sem fór fram
þarsíðustu helgi.
Hver er maðurinn?
„Kristján Þór Einarsson.“
Hvað drífur þig áfram?
„Golfið og almenn hreyfing.“
Hvaðan ert þú?
„Ég er úr Mosfellsbænum. Frábær
bær.“
Uppáhaldsstaður úr æsku?
„Vestmannaeyjar. Öll fjölskylda
móður minnar er úr Eyjum.“
Skemmtilegasta utanlands-
ferð sem þú hefur farið í?
„Þær eru svo margar. Ein eftir-
minnileg er þegar við (landsliðið)
fórum nýlega á Evrópumótið á Ít-
alíu. Við héldum okkur inni í mót-
inu og ég setti niður 11 metra pútt
til að vinna holu.“
Við hvað starfar þú?
„Ég vinn á golfvellinum í Mosó.“
Ef ekki golf, hvað þá?
„Í rauninni ekki neitt.“
Hvað hefur þú æft lengi?
„Frá sumrinu 1998.“ (Kristján er
fæddur 1988.)
Hélstu að þú ættir möguleika
á titlinum þegar mótið hófst?
„Í byrjun móts gerði ég það eða eft-
ir fyrsta hring. En eftir þriðja hring
var ég ekkert að spá í þetta.“
Hvernig fórst þú 16. holuna
þegar Heiðar og Björgvin
kepptust við að slá út í sjó?
„Rétt missti af fuglinum.“
Hvernig leið þér þegar þú
vissir að þú ættir sénsinn?
„Bara mjög vel en þetta kom nokk-
uð á óvart.“
Var sigurinn sætari því Heiðar
er fyrrverandi klúbbfélagi
þinn?
„Hann var mun sætari fyrir vikið.“
Ertu yngstur til að ná þessum
árangri?
„Ég veit það ekki alveg. Ég held
að Úlfar Jónsson hafi verið 19 ára
þegar hann vann fyrst en ég er ekki
alveg viss.“
Mun þessi titill breyta þér
sem golfara eða þínum
áherslum?
„Nei, í raun ekki. Ég mun halda
áfram að spila.“
Hvernig var titlinum fagnað?
„Ég fagnaði með klúbbfélögum á
lokahófinu í gær. Kannski verður
svo eitthvað í golfskálanum þegar
ég kem heim en ég veit það ann-
ars ekki.“
Hefur þú unnið til annarra
verðlauna?
„Ekki í karlaflokki. En ég hef tvisv-
ar verið í öðru sæti á Íslandsmóti
unglinga í höggleik og tvisvar
meistari í holukeppni unglinga.“
Hvað á að gera um verslunar-
mannahelgina?
„Bara vera rólegur heima og æfa.“
Hvað tekur við í vetur?
„Ég er að klára stúdentinn á félags-
fræðibraut í Borgó. Síðan er ég líka
að byrja á nýrri afreksbraut þannig
að ég fæ einingar fyrir golfið.“
MAÐUR
DAGSINS
Sigurinn var
Sérlega Sætur
Kristján Þór Einarsson varð óvænt
Íslandsmeistari í höggleik um helgina.
Kristján jafnaði tvo af helstu kylfingum
landsins, þá Heiðar Davíð Bragason og
Björgvin Sigurbergsson, á lokasprettinum og
sigraði loks í bráðabana. Hinn tvítugi Kristján
ætlar að klára stúdentinn í vetur og halda
áfram að einbeita sér að golfinu.
BókStAfleGA
„Ég er á útkallinu þar. Það
er mjög gott
djobb.“
n Magga massi
um starf sem
öryggisvörður
hjá Öryggismið-
stöðinni. -
Fréttablaðið
„Byggt á vin-
sælasta
söngleik
allra tíma.“
n Bíóauglýsing
fyrir myndina
Mamma Mia! í
Morgunblaðinu um síðustu helgi.
„Ég var minn-
islaus til
rúmlega
hálf ellefu í
gærkvöldi.“
n Jónas Hallgríms-
son sem rotaðist í
knattspyrnuleik á Mærudögum á
Húsavík um helgina. - DV
„Það fer alveg að verða
skemmtilegra að horfa á
tónlistarmyndbönd en
handboltaleiki.“
n Snorri Sturluson íþróttafréttamaður
í lýsingu á handboltalandsleiknum
Ísland - Egyptaland. - Sjónvarpið
„Ég hélt ég væri farinn.
Skórnir mínir og polla-
buxurnar
drógu mig
niður. Ég
er frábær
sundmaður,
en ég komst
ekki upp á yfirborðið.“
n Sjónvarpskokkurinn Gordon
Ramsey var hætt kominn við
lundaveiðar á Íslandi. – visir.is.
„Svo gaf frjálsíþrótta-
deild FH mér
ferð til Par-
ísar klukk-
an 7.45 í
fyrramál-
ið þannig
að ég er á
leiðinni heim að pakka.
Loksins fæ ég frí með
manninum mínum.“
n Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona. -
DV
„Það er alveg hægt að
segja að það
verði mikill
hausverk-
ur og erfitt
verkefni.“
n Guðumundur
Guðmundsson
landsliðsþjálfari um það verkefni að
velja lokahóp fyrir Ólympíuleikana í
Kína. - Morgunblaðið.
„Raunveruleikinn í öðr-
um löndum í kringum
okkur er sá að
dyraverðir eru
í hnífavest-
um.“
n Ófeigur
Friðriksson,
eigandi Hverfisbars-
ins, segir það vel
hugsandi að fá hnífavesti fyrir
dyraverði í miðborg Reykjavíkur. - DV
Bogomil og Milljónamæringarnir halda miðnæturtónleika í Þrastalundi:
Sætaferðir á tónleikana
„Þetta kom til eftir að eigendur
í Þrastalundi höfðu samband við
okkur og þá langaði að gera eitthvað
nýtt, skapa skemmtilega stemningu
á staðnum. Við kíktum á staðinn og
okkur leist voða vel á þennan stað,“
segir Steingrímur Guðmundsson,
trommuleikarinn í Milljónamær-
ingunum, betur þekktur sem Steini
skil. „Þetta minnti okkur svolítið á
stemninguna í Hreðavatnsskála í
gamla daga eða fyrir svona fimmt-
án árum.“
Um verslunarmannahelgina
verða Bogomil og Milljónamær-
ingarnir með miðnæturtónleika í
Þrastalundi við Sogið, bæði á föstu-
dag og laugardag. „Við miðum við
að það verði smá dansstemning á
svæðinu, því verða þetta dans-tón-
leikar,“ segir Steini.
Á tónleikunum verða leikin lög
af ferli hljómsveitarinnar ásamt
öðrum lögum frá síðustu öld. „Við
höfum alltaf verið miklir aðdáend-
ur Hauks Morthens og verður þetta
síðan suðræn sveifla. Svo eru þetta
okkur eigin lög sem við höfum gert
vinsæl í gegnum tíðina,“ segir Steini.
„Við erum með sætaferðir fyrir fólk
sem er í bústöðunum í kring. Það
verður bíll sem fer þarna um aðal-
götuna í gegnum sumarbústaða-
byggðina á klukkutíma fresti. Því á
fólk ekki að láta sig vanta á tónleik-
ana.“
Á tónleikana kostar tvö þúsund
og fimm hundruð krónur og fer
miðasalan fram í Þrastalundi í síma
482 2010 og hjá Steina í síma 892
7947. Einnig verða miðar seldir við
innganginn.
berglindb@dv.is
Miðnæturtónleikar í Þrastalundi
Bogomil og Milljónamæringarnir
halda dans-tónleika.