Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 4
Mánudagur 11. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Rannsókn kynferðisbrotamáls dregst á langinn vegna sumarfría lögreglumanna: Bróðir stúlkunnar einnig yfirheyrður Kynferðisbrotadeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu hefur yfir- heyrt bróður stúlku sem kærði fóstra sinn fyrir kynferðisofbeldi. Systkinin voru vistuð hjá hjónum í Kópavogi á grundvelli samnings við Félagsþjón- ustuna eftir að þau voru metin hæf til að taka börn í fóstur. Þær upplýsingar hafa fengist hjá lögreglunni undanfarnar tvær vikur að rannsóknin sé á lokastigi. Hins vegar hefur málið enn ekki ver- ið sent til ríkissaksóknara. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildarinnar, segir að hluti af skýringunni sé sumarfrí rannsókn- armanna en hann vonast til að rann- sókn ljúki sem allra fyrst enda kyn- ferðisbrotamál alltaf sett í sérstakan forgang. Stúlkan sem lagði fram kæruna er nú sextán ára gömul en kærð brot voru framin þegar hún var átta til tólf ára, á árunum 2000 til 2004. Yngri bróðir stúlkunnar var einn- ig vistaður á heimilinu. Hann var enn hjá hjónunum þegar systir hans greindi frá brotunum fyrr í sumar en hún hafði þá um nokkurn tíma búið annars staðar. Félagsþjónustan rifti í kjölfarið samningnum við hjónin og eru nú engin börn hjá þeim á vegum barnaverndaryfirvalda. Björgvin vill hvorki játa því né neita hvort maðurinn sé grunað- ur um að hafa brotið gegn bróður stúlkunnar en staðfestir að hann hafi einnig verið yfirheyrður í tengslum við málið. Fóstrinn er ekki á sakaskrá en afar strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá að taka börn til sín í fóstur á vegum barnaverndaryfirvalda. Eftir að málið er sent til ríkissak- sóknara tekur hann ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra, hvort afla þarf frekari gagna til að taka af- stöðu eða hvort málið verður látið niður falla. erla@dv.is Fóstrinn sviptur börnunum Lögreglan hefur yfirheyrt bróður stúlku sem lagði fram kæru vegna kynferðisofbeldis fóstra þeirra. Börnin voru bæði tekin af heimili fóstrans og konu hans eftir að stúlkan lagði fram kæru. Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur samkvæmt heimildum DV óskað eft- ir lögbanni á Kompásþátt sem verð- ur sýndur í september. Ástæðan fyrir lögbannskröfunni er sú að Kompás náði myndum af Benjamín þar sem hann gekk í skrokk á Ragnari Magn- ússyni veitingamanni. Benjamín hef- ur sakað Ragnar um að hafa kveikt í bíl Benjamíns fyrr í sumar. Hvorki Jóhannes Kristjánsson, umsjónarmaður Kompáss, né Benja- mín hafa viljað tjá sig efnislega um málið en lögbannskrafan hefur verið sett fram. Hótanir um limlestingar Málið á sér talsvert langan að- draganda. Ragnar sakar Benjamín, sem er oft kallaður Benni Ólsari, um að vera handrukkari og að hafa haft í hótunum við sig. Ragnar segir Benjamín hafa hótað sér vegna veit- ingahúsakaupa. Ragnar vildi meina að Benjamín hefði í slagtogi við Hilmar Leifsson haft uppi ógeðfelldar hótanir um limlestingar og að tennur hans yrðu brotnar skrifaði hann ekki undir af- sal af staðnum. Ragnar segist hafa skrifað undir undir plöggin til- neydd- ur með þeim afleiðingum að hann hafi orð- ið af hundrað milljónum króna. Hrikalegt að lenda í svona manni Ragnar talaði við fjölmiðla í kjöl- farið og sagði frá hremmingum sín- um og að auki lagði hann fram kæru þar sem hann sakaði Benjamín um að vera handrukkari. Benjamín brást ókvæða við og kærði Ragnar á móti og sakaði um að bera út róg um sig. Benjamín vann þá sem líkamsrækt- arþjálfari og gerir enn. „Það er alveg hrikalegt að lenda í svona manni,“ sagði Benjamín í við- tali við DV í mars síðastliðnum og neitaði alfarið ásökunum Ragnars. Kveikt í jeppa Það var svo í apríl sem lúxus- jeppi Benjamíns stóð í ljósum logum við heimili hans. Í við- tölum var Benjamín fullviss um að Ragnar hefði kveikt í bílnum þó það hafi aldrei ver- ið sannað. Hann lýsti eftir vitn- um gegn hálfr- ar milljón króna greiðslu en enginn gaf sig fram. Ragnar neitaði þó full- um fetum ásökunum um íkveikju en hann var staddur í Tælandi þegar atvikið átti sér stað. Hitt var þó ljóst að samskiptin þeirra á milli fóru versnandi. Tóku upp slagsmál Það var síðan fyrr í sumar sem Ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. Benjamín þáði boðið en vissi ekki að Kompás var með Ragn- ari í ráðum en sjálfur mun Ragnar hafa verið vopnaður upptökutæki. Þegar þeir hittust á að hafa soðið upp úr í samskiptum þeirra og þeir lent í átökum. Kompás náði því öllu á myndband og er verið að undir- búa þátt um handrukkara sem verð- ur á dagskrá í september. Þegar leit- að var eftir viðbrögðum Jóhannesar í Kompási vegna málsins sagðist hann ekki tjá sig um málefni sem varða þáttinn. Hann sagði aðeins að sýn- ingar hæfust um miðjan september. Lögbannskrafan hefur ekki ver- ið samþykkt en lögfræðingur Benja- míns hefur óskað eftir því við sýslu- mann og er beðið eftir niðurstöðu. Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur óskað eftir lögbanni á Kompásþátt. Hann vill koma í veg fyrir birtingu myndskeiðs þar sem hann sést í átökum við Ragnar Magnússon veit- ingamann. Ragnar og Benjamín hafa eldað grátt silfur í nokkra mánuði, Ragnar sakar Benjamín um að vera handrukkari á meðan Benjamín segir Ragnar hafa kveikt í bíl hans. Vill lögbann á Kompás Það var síðan fyrr í sum-ar sem ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. valuR gReTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon á að hafa verið laminn af Benjamín á meðan Kompás tók það upp. Jóhannes Kristjánsson Vill ekki tjá sig efnislega um málið. Bílabrenna í vogum ragnar átti lúxusbílana sem urðu eldi að bráð í Vogunum undir lok síðasta árs og lék grunur á að um íkveikju væri að ræða. Benjamín Þ. Þorgríms- son Hefur óskað eftir lögbanni á Kompásþátt. skorinn á háls með glerflösku Óttast var um líf manns sem var skorinn í hálsinn með brotinni flösku á Lækjargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu aðkomuna afar ljóta. Menn óttuðust um líf fórn- arlambsins þar til kom í ljós að slagæð í hálsi hafði ekki rofnað. Maðurinn lifði árásina því af og var færður á sjúkrahús. Þaðan var hann útskrifaður í gær. Talið er að tveir menn hafi ráðist á fórnarlambið en þeir eru ófundnir. Sleginn af flöskukastara Maður var sleginn í andlitið við Fógetagarðinn í Lækjargötu í nótt. Hafði fórnarlamb árásarinnar reynt að fá tvo menn til að hætta að kasta flöskum í gangandi vegfarendur við leigubíla- röðina. Eitthvað fór það illa í annan gerandann sem veitt- ist að manninum og sló hann í andlitið. Flöskukastararn- ir voru báðir handteknir af lögreglu, þeir yfirheyrðir og sleppt. sextíu milljónir í sjóstangveiði Um 60 milljónir króna hafa verið settar í að markaðssetja sjóstangveiði í Bolungarvík að undanförnu. Það hefur þegar skilað árangri því samningar hafa náðst við ferðaskrifstof- ur í Póllandi, Svíþjóð, Tékk- landi, Englandi og Þýskalandi. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur úrskurðað að ekki verði hægt að úthluta lóðum til ferðaþjón- ustufyrirtækjanna Hvíldarkletts og Sumarbyggðar í bráð, en fyrirtækin hugðust byggja vist- arverur fyrir sjóstangveiðimenn fyrir árið 2010. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna segjast ætla að bíða rólegir og vona að það leysist fljótt úr skipulags- málum, en þetta eru ákveðin vonbrigði fyrir bæjarfélagið. Dýrkeyptur utanvegaakstur Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um tvö til- felli þar sem utanvegaakst- ur átti sér stað. Náðist annar ökumaðurinn og var hann sektaður um 200 þúsund krónur. Um mjög gróft brot var að ræða og er sektar- ramminn 300 þúsund krón- ur. Leit að hinni bifreiðinni stendur yfir og má ökumað- ur hennar búast við hárri sekt þar sem um gróft brot er að ræða. Landverðir hafa tekið myndir af ökutækj- um og skemmdunum sem utanvegaaksturinn hefur valdið. Þó að menn haldi sig sloppna, þá verður haft sam- band við þá síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.