Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 8
Mánudagur 11. ágúst 20088 Fréttir „Það eru bara tveir kostir í stöðunni fyrir þá sem standa í þessu. Ann- aðhvort selurðu nauðbeygður eða þráast við þar til þú skellir á eftir þér, neglir fyrir gluggana og lýsir þig gjaldþrota. Reynir svo að finna þér nesti og nýja skó. Svo einfalt er það,“ segir Kristinn Pétursson, fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og fiskverkandi til margra ára. Hann rak fiskvinnsluna Gunnólf hf. um árabil, þar til hún fór á hausinn fyrir um tveimur árum. Selja nauðugir DV sagði um helgina frá örlögum íbúa Flateyrar. Fyrir ári seldi Hinrik Kristjánsson, eigandi Kambs hf., fyr- irtækið fyrir tæpan milljarð króna. Hinrik flutti á brott með auðinn en þorpsbúar sátu eftir með sárt enn- ið. Um 120 misstu vinnuna. Ef ekki hefði verið fyrir eldmóð Kristjáns Erlingssonar og félaga, sem hófu fiskvinnslu á Flateyri í kjölfarið, væri óvíst hvar samfélagið stæði nú. Kristinn segir að Hinrik hefði ef- laust orðið gjaldþrota líka ef hann hefði ekki selt. „Menn sem standa í þessu eiga engra kosta völ. Þeir eru nauðbeygðir til að selja. Að öðrum kosti verða þeir gjaldþrota,“ seg- ir hann og bætir við að kvótakerf- ið leiði alla í ógöngur. „Einhverjir hafa kannski verið svo heppnir að sleppa. Aðrir sluppu ekki og sitja eftir með skuldirnar.“ Sala eða gjaldþrot Kristinn gerði ráð fyrir því, eins og aðrir, að það tækist að byggja þorskstofninn upp. Það hefur ekki gengið eftir á þeim 23 árum sem nú- verandi kvótakerfi hefur verið við lýði. „Þetta er að miklu leyti fiski- hagfræðingum að kenna. Þeir lugu í stjórnmálamenn að það væri hægt að geyma fiskinn í sjónum. Reyndin er hins vegar sú að það er neikvæð ávöxtun sem felst í því að geyma fiskinn í sjónum. Það sýnir reynsl- an okkur. Ég skil ekki hvers vegna bankarnir lánuðu allt þetta fé til að kaupa kvóta á uppsprengdu verði í neikvæðri raunávöxtun,“ segir Krist- inn. Flestir flokkar ábyrgir Kristinn áréttar að hann beri ekki kala til þeirra sem hagnast hafa á bröltinu með því að selja á réttum tíma. „Ég hef ekki lyst á því að plokka út þá fáu sem sluppu með skrekkinn og voru heppnir. Guði sé lof að ein- hverjir sluppu. Ég er ekki einn þeirra.“ Kristinn segir að fólkið í þorpunum líði fyrir kvótakerfið. „Það situr eft- ir atvinnulaust og með verðlausar eignir. Það situr uppi með vandann sem nær allir stjórnmálaflokkar hafa skapað. Það eru fingraför allra flokka nema Kvennalistans og Frjálslynda flokksins á kvótakerfinu. Aðrir flokk- ar hafa allir greitt þessu atkvæði,“ segir hann ákveðinn. Vanmat um helming Kristinn hefur sterkar skoðanir á kvótakerfinu og segir að vandamál sjávarútvegsins felist í stórfelldu vanmati á þorskstofninum. „Ég full- yrði að þorskstofninn er vanmetinn um helming. Staðreyndin er sú að í um 90 prósent tilvika er 90 prósent flotans á bolfiskveiðum að forðast þorsk á fiskimiðunum, við að reyna að veiða hinar tíu tegundirnar,“ seg- ir Kristinn og á þá við aðrar kvóta- skyldar tegundir í bolfiski og flatfiski sem heimilt er að veiða við Íslands- strendur. „Sjómenn eru alltaf með meiri þorsk í hverri veiðiferð en þeir mega fá samkvæmt þeirri uppskrift sem þeir leggja af stað með. Stjórn- málamenn bitu á spár fiskihagfræð- inga og bjuggu til kerfi samkvæmt kenningum þeirra. Þær eru jafn- marktækar og þegar jörðin var af færustu vísindamönnum talin flöt,“ segir Kristinn. Allir kostir slæmir Hann segir að vegna þessa standi veiðimenn frammi fyrir þremur ókostum. „Þú hefur þá í fyrsta lagi val um að henda þorskinum sem þú dregur úr hafinu í sjóinn aft- ur. Í öðru lagi geturðu látið hann heita einhverju öðru nafni eða tekið þriðja ókostinn og landað framhjá vigt. Það er ekkert annað í stöðunni. Þetta eru þrjár ólöglegar aðferðir og þú getur ekkert annað en valið á milli þessara þriggja,“ segir Krist- inn og bætir við: „Annaðhvort er þorskstofninn vanmetinn eða hinir tíu „bolfiskstofnarnir“ allir álíka of- metnir.“ Leiðrétting nauðsynleg Hann segir lausn þess vanda sem sjávarútvegurinn glímir við liggja fyr- ir: „Ef reiknivillan yrði leiðrétt væri þorskstofninn 1400 þúsund tonn en ekki 700 þúsund. Tuttugu og fimm prósent af því eru 350 þúsund tonn. Með þeirri veiði fengjust nýjar tekj- ur í sjávarútvegi upp á 100 milljarða á ári. Það er tvöföldun á tekjum sjáv- arútvegsins og eina leiðin til að snúa þróuninni við,“ segir Kristinn. Hann furðar sig á hversu lít- inn gaum fjölmiðlar gefa þessu stóra vandamáli: „Á meðan tugir eða hundruð manna eru við það að missa atvinnuna í litlu þorpunum úti á landi er verið að rífast yfir einhverri einni kerlingu sem missir vinnuna hjá Reykjavíkurborg og þarf að finna sér nýja vinnu. Já, eða rífast yfir út- liti á Listaháskóla við Laugaveginn. Hvaða máli skiptir það samanborið við þann vanda sem heilu byggðar- lögin glíma við á landsbyggðinni?“ Kristinn Pétursson, fyrrverandi þingmaður, rak fiskverkun á Bakkafirði um árabil. Fyrir tveimur árum fór fyrirtæki hans, Gunnólfur hf., á hausinn og Kristinn sat eftir eignalaus. DV sagði um helgina sögu Kambs og Hinriks Kristjánssonar sem seldi fiskverkun sína fyrir tæpan milljarð króna svo 120 Flateyringar misstu vinn- una. Kristinn fer ekki leynt með skoðanir sínar á kvótakerfinu sem hann segir á ábyrgð allra flokka nema Kvennalistans og Frjálslynda flokksins. Selja kvóta eða bíða gjaldþrotS „Þetta er að miklu leyti fiskihagfræðingum að kenna. Þeir lugu í stjórnmálamenn að það væri hægt að geyma fiskinn í sjónum. Reyndin er hins vegar sú að það er neikvæð ávöxtun sem felst í því að geyma fiskinn í sjónum.“ Sjómenn við löndun „Þú hefur þá í fyrsta lagi val um að henda þorskinum sem þú dregur úr hafinu í sjóinn aftur. Í öðru lagi geturðu látið hann heita einhverju öðru nafni eða tekið þriðja ókostinn og landað framhjá vigt. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Kristinn Pétursson, fyrrverandi þingmaður og fiskverkandi. Flateyri Lýsandi dæmi um byggðarlag sem hefur liðið fyrir kvótakerfið. Brottfluttir heimamenn komu til bjargar á ögurstundu. Kristinn með afurð sína saltfiskur frá Kristni var um árabil vinsælasti saltfiskurinn á markaðnum í grikklandi. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Situr eftir eignalaus „Menn sem standa í þessu eiga engra kosta völ. Þeir eru nauðbeygðir til að selja. að öðrum kosti verða þeir gjaldþrota,“ segir Kristinn Pétursson, fyrrverandi fiskverkandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.