Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 30
Mánudagur 11. ágúst 200830 Síðast en ekki síst Sandkorn n Óperufolinn Garðar Thór Cortes er að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Ten- órinn hefur dvalið mikið í Bretlandi upp á síð- kastið vegna nýútkom- innar plötu sinnar þar í landi. Söng- fuglinn sást keyra um Reykjavík á dögunum, hann var ekki á neinum smá- bíl heldur keyrði hann um á stórglæsilegum svörtum Lex- us-smájeppa. Garðar tók sig vel út í drossíunni — rétt eins og alvöru stjarna. n Egill Helgason segir á bloggi sínu að hneykslismál- in dynji það mikið á okkur Ís- lendingum að við séum orðin ónæm og tvö hneykslismál- anna virðast ætla að drukkna í flóðinu. Annað málið sé kaupréttar- samning- ar tveggja bankajöfra hjá Kaup- þingi og hitt er að Orkuveita Reykjavíkur býður völdum viðskiptavinum á tónleika með Eric Clapton eins og DV greindi frá á fimmtudaginn. Með því átti að efla tengsl við viðskiptavini Orkuveitunnar að sögn markaðsfólksins hjá Orkuveitunni. Egill spyr sig: „Ég sem hélt að viðskiptavin- irnir væru bara ég og þú.“ n Grímur Atlason, sveitar- stjóri Dalabyggðar og tón- leikahaldari, er fjölhæfur maður. Það sást líka á stærsta fréttavef Vestfirð- inga, bb.is, á föstu- daginn að Grímur er maður sem vert er að hlusta á. Þá var nefnilega að finna þar annars vegar pólit- íska grein eftir sveitarstjórann Grím Atlason. Hins vegar var á vefsíðunni, þétt upp að hlið umræddrar greinar, viðtal við manninn sem stóð að tónleik- um Erics Clapton í Egilshöll- inni þá um kvöldið. Þar var auðvitað á ferðinni enginn annar en tónleikahaldarinn Grímur Atlason. Þannig að það leynir sér ekki að Grímur er fjölhæfur maður. Hver maðurinn? „Ómar Ragnarsson og er fréttamað- ur í símaskránni. Ég verð aldrei neitt annað en fréttamaður héðan af.“ Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp í götunni Stórholti sem er miðjan í mjög merkilegu þúsund manna þorpi sem þá var á Rauðarár- holti, með tún eða holt á alla vegu.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Umhverfismál, landafræði, stjórn- mál, samgöngutæki, það er að segja flugvélar og bifreiðar, saga heims- styrjaldarinnar síðari og íþróttir.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Minn helsti hæfileiki felst kannski í að rækta með mér getu til að flytja mikilvæg skilaboð.“ Hvað drífur þig áfram? „Það sem drífur mig áfram er hvað þetta er mikilvægt.“ Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Ef ég á að nefna einn stað myndi ég segja Kverkfjöll.“ Hvernig verð þú frítímanum? „Það er svo lítill frítími. Ég reyni að halda sambandi við hin fjölmörgu skyldmenni og afkomendur. En tím- inn er svo sorglega lítill.“ Syngur þú í sturtu? „Nei, ég fer aldrei í sturtu. Ég er meiri baðmaður en sturtumaður og syng ekki í baði.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? „Stjórnmálamaður.“ Hvar myndir þú vilja búa ef þú byggir ekki á Íslandi? „Ég hef fundið þrjá staði, á Írlandi, Danmörku og einn í Noregi en best ætti sennilega við mig að eiga heima í góðum húsbíl og þá myndi ég færa mig um set eins og farfuglarnir.“ Ertu náttúrubarn? „Já. Ég er náttúrubarn vegna upp- runans í reykvíska þorpinu og sum- ardvala í sveit.“ Hvað þýðingu hafa þessi verðlaun? „Að vekja athygli erlendis á því sem er að gerast í umhverfis- málum á Íslandi.“ Er mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun? „Ég reikna með því. Þegar ég sé lista yfir verðlaunahafana frá árinu 1992 hálfroðna ég, því þeir afrekuðu svo margt, meðal annars að bjarga dýr- mætum náttúru- og menningar- verðmætum.“ Hvernig kom þetta til? „Ég veit það ekki fyrir víst. Mynd mín um Kárahnjúka hlaut verð- laun á kvikmyndahátíð á Ítalíu og ég hef hitt fjölmargt áhrifafólk á ferð- um mínum erlendis og flogið með marga útlendinga um landið. Ég fór til dæmis með einn áhrifamann í samtökunum í flugferð yfir Ísland og Kárahnjúkasvæðið áður en það sökk.“ Myndir þú flokka þig sem mótmælanda? „Eftir þátttöku mína í mótmæla- göngu niður Laugaveg haustið 2006 mætti alveg nota það orð um mig.“ Styður þú Saving Iceland? „Ég þekki ekki alla málefnaskrá þeirra en hvað snertir eyðileggingu íslenskra náttúruverðmæta er mál- staður þeirra hinn sami og minn og ég styð hann. Það má alltaf deila um aðferðir. Gandí, Martin Lúter King og þingeysku bændurnir sem sprengdu stíflu 1970 brutu allir gild- andi lög en ákváðu fyrirfram að axla ábyrgð á gerðum sínum.“ Finnur þú fyrir stuðningi hjá Íslendingum? „Já, ég finn fyrir stuðningi hjá stórum hópi Íslendinga en það eru líka margir andsnúnir mér og andsnúnir mínum skoðun- um.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Allt of margt. Ég er á kafi á í kvik- myndagerð sem er ofætlun vegna skorts á fjármagni og tíma. Ég er byrjaður á öllum fjórum myndun- um mínum og ég vona að mynd um Leirhnjúk og Gjástykki komi fyrst. Svo á ég senn 50 ára afmæli sem skemmtikraftur og þarf að fara að gera upp þann feril og það sem ligg- ur eftir mig.“ MAÐUR DAGSINS Vill flytja skilaboð Ómar Ragnarsson hlaut seacology-umhverfisverndarverð- laun ársins 2008. Verðlaunin fékk hann fyrir baráttu gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. BókStAfleGA „Þegar stúlkurn- ar koma fyrir húshorn í fylgd þessara fulltrúa og sjá mig, þá slítur yngsta stelpan sig lausa, hleypur á harða- spretti í fangið á pabba sín- um og elsta stelpan fylgir í kjölfarið. Tilfinningin er algerlega ólýsanleg.“ n stefán guðmundsson, þriggja barna faðir, sem hafði ekki séð dætur sínar í þrjá mánuði. - dV „Viðstöddum brá eðlilega en sem betur fer slapp hún klakklaust úr þessum hremmingum. Það var henni líklega til happs að ég er í kjörþyngd.“ n Henry Birgir gunnarsson íþróttafrétta- maður sem staddur er á Ólympíuleik- unum í Peking. Henry lenti ofan á fæti rögnu Ingólfsdóttur badmintondrottn- ingar þegar hann hrasaði í tröppum, daginn áður en ragna hóf keppni. - visir.is/henry „Breytt eignarhald ekki að óbreyttu.“ n Fyrirsögn í Viðskiptablaðinu en nokkuð undarlegt þykir að breytingar geti átt sér stað án breytinga. „Þær eru einfaldlega of lág- vaxnar, flestar á bilinu 173 til 175 sentimetrar.“ n Hugrún ragnarsson, eða Huggy, er dómari í breska þættinum Britain‘s next top Model og hafði þetta að segja um þátttakendur. Þær gætu átt von á því að eiga erfitt uppdráttar við að fá vinnu við fyrirsætustörf. - Morgunblaðið. „Stelpan sem vann í ein- liðaleik kvenna í Aþenu fékk sér víst McDonald‘s fyrir leikinn en ég borða ekki svona rusl.“ n ragna Ingólfsdóttir badmintonspilari tekur nú þátt á Ólympíuleikunum og greinir meðal annars frá heilsusamlegu mataræði sínu í viðtali. - Fréttablaðið „Í byrjun vorum við að leita að nafni þar sem styttingin gæti verið Rikki, því mörg- um finnst hann líkur mér en nafnið Friðrik fannst okkur ekki eiga við hann.“ n Friðrika Hjördís geirsdóttir og stefán Hilmarsson voru í miklum vandræðum með að finna nafn á son sinn sem skírður var á dögunum. sonurinn var svo skírður því afar fagra nafni Hinrik Hrafn. - Vísir „Þetta átti alltaf að vera gallerí, þangað til að gamall maður heilsaði upp á okk- ur og sagði að sér fyndist gallerí ljótt orð.“ n Ljósmyndarinn Klængur gunnarsson og félagar hans opnuðu það sem þeir kalla Listasal á skólavörðustígnum í síðustu viku. - Vísir Ennþá hægt að skrá sig í Kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar: Kvikmyndagerðarfólk í smiðju „Talentkampusinn er fræðslu- og skemmtiprógramm fyrir ungt kvik- myndagerðarfólk og er markmið- ið með smiðjunni að brúa bilið milli stuttmyndarinnar og fyrstu kvik- myndarinnar í fullri lengd,“ segir Dögg Mósesdóttir, umsjónarmaður smiðj- unnar. Kvikmyndasmiðja Alþjóðlegr- ar kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefst fimmtudaginn 2. október og stendur til sunnudagsins 5. október og endar með lokahófi. Tekið er við umsóknum til 1. september á heimasíðu hátíðar- innar, á riff.is. Boðið verður upp á dag- skrá með fyrirlestrum heimsþekkts og virts fagfólks úr kvikmyndabrans- anum alls staðar að úr heiminum. Að auki verður boðið upp á kvikmynda- sýningar og morgun- og hádegismat. „Markmiðið er að koma ungu fólki í samband við fagfólk í bransanum þar sem það getur leitað ráðgjafar. Það verða bæði Íslendingar og erlend- ir sem taka þátt í námskeiðinu og við höfum fengið töluvert af umsóknum,“ segir Dögg. Hún bætir við að vegleg dagskrá bíði þeirra sem ætli að taka þátt og aðeins 11.000 krónur kosti að vera með. „Svona smiðja hefur ver- ið haldin erlendis en síðustu tvö, þrjú árin hefur verið smiðja hérlendis og reynst mjög vel,“ segir Dögg. Hún seg- ir að allir hafi verið mjög ánægðir með fyrri smiðjur. „Þetta hefur gengið mjög vel og verður betra með árunum og við getum tekið fleiri inn í námskeiðið en áður. Það myndast alltaf skemmti- leg stemning á hátíðinni og það er gaman að fá ungt fólk að utan en um- sækjendurnir koma meðal annars frá Úkraínu, Norðurlöndunum, Englandi og Bandaríkjunum,“ segir Dögg. astrun@dv.is Dögg Mósesdóttir „Markmiðið með smiðjunni er að brúa bilið milli stuttmyndarinnar og fyrstu kvikmyndarinnar í fullri lengd.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.