Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Side 13
Mánudagur 11. ágúst 2008 13Fréttir
Jósef Fritzl, sem hélt dóttur sinni
nauðugri í kjallaraholu í tæpan ald-
arfjórðung, fullyrti að hurðin að
kjallaranum væri þannig úr garði
gerð að hún opnaðist sjálfkrafa eft-
ir fyrirfram ákveðinn tíma. Hurð-
ina var einungis hægt að opna með
fjarstýringu og sérfræðingar lögregl-
unnar í Austurríki eru slegnir eftir að
hafa rannsakað hurðina og kjallar-
ann nánar.
Ekki hefði verið nokkur vegur
að hnika hurðinni innan frá ef Jós-
ef hefði veikst, orðið fyrir slysi eða
hefði af einhverjum ástæðum ekki
verið fært að sækja kjallarann heim.
Hurðin vegur um tvö tonn og var að
auki hulin sjónum utan frá.
Rannsókn á kjallaranum hefur
einnig leitt í ljós að allur frágang-
ur vegna rafmagns var hroðvirknis-
legur. Einangrun rafmagnsvíra var
verulega áfátt og afar lág spenna á
rafmagninu. Í skýrslu lögreglunn-
ar segir að nokkuð víst megi telja að
rafmagnið hafi farið af í kjallarum
með nokkuð reglulegu millibili. Því
hafi Elísabet Fritzl og börn hennar
þrjú sem haldið var föngnum í kjall-
aranum vafalítið þurft að hírast þar
í niðamyrkri svo dögum skipti þegar
Jósef hugnaðist að fara til Tælands,
eins og hann gerði oft og tíðum.
Einnig bendir lögreglan á að, í
ljósi þess að Jósef lokaði alltaf dyr-
unum að kjallaranum þegar hann
var þar niðri, hefði hann getað end-
að líf sitt þar ásamt börnum sínum
ef straumurinn hefði farið af vegna
sprungins vartappa. Hurðin var
opnuð með rafmagni og vartappa-
skápurinn var utan við dyrnar. Því
hefði Jósef ekki með nokkru móti
getað opnað dyrnar og hefði ásamt
börnum sínum verið fastur í eigin
dauðagildru.
Óhugnanleg niðurstaða eftir rannsókn á kjallara Jósefs Fritzl:
Lögreglan í Ástralíu neyðist til
að fara í gegnum sjö þúsund göm-
ul sakamál sem leyst hafa verið á
grundvelli lífsýna. Ástæðan er sú að
lögreglan varð að viðurkenna mis-
tök í máli manns sem ranglega hafði
verið ákærður vegna tveggja morða
sem framin voru árið 1984.
Lögreglan í Melbourne dró til
baka ákærur á hendur Russel John
Gesah frá því í júlí vegna máls frá
1984. Þá voru myrtar mæðgurn-
ar Margaret Tapp og níu ára dótt-
ir hennar, Seana, sem einnig hafði
verið nauðgað.
„Vissulega er þetta vandræða-
legt og við vildum síður vera í þess-
ari aðstöðu,“ sagði Simon Overland,
aðstoðarlögreglustjóri í Viktoríu í
Ástralíu. Notkun lífsýna sem tekin
eru á vettvangi glæpa á að vera ein
öruggasta leiðin til að sanna sekt
eða sýknu í sakamálum. Lögregl-
an fullyrti að lífsýni sem tekið hafði
verið þar sem mæðgurnar voru
myrtar væri úr Gesah og hafði bor-
ið það saman við fjögur hundruð
þúsund lífsýni. Við nánari athugun
síðar kom í ljós að lífsýnið var vissu-
lega úr Gesah, en hafði verið tekið
á allt öðrum stað vegna máls sem
snerti morðið á mæðgunum ekki
hið minnsta.
Simon Overland sagði að í ljósi
mistakanna yrði ekki hjá því komist
að rannsaka öll mál sem leyst hafa
verið á grundvelli lífsýna síðan sú
tækni kom til sögunnar fyrir um tut-
tugu árum. Um það bil sjö þúsund
mál falla innan þess ramma.
Michael Brett Young, talsmaður
lagastofnunar í Victoríu, sagði að
vegna þessa klúðurs hjá lögreglunni
hefði mannorð saklauss manns ver-
ið svert auk þess sem tiltrú almenn-
ings á réttarkerfinu hefði jafnvel
beðið hnekki. Þetta gerðist, að hans
sögn, á sama tíma og hneykslismál
af svipuðum toga tröllriðu samfé-
laginu. „Í raun hefur hann [Gesah]
verið dæmdur sekur af dómstóli
götunnar vegna fjölmiðlaumfjöll-
unar og aðgerða lögreglunnar,“
sagði Young. Lögfræðingar telja víst
að vegna málsins verði í framtíðinni
bornar brigður á niðurstöður sem
fengnar verða fyrir tilstilli lífsýna.
Tap hjá dótturfyrirtæki Nyhedsavisen
Dreifingarfyrirtæki Nyhedsavisen í
Danmörku tapaði eitt hundrað og
sjö milljónum danskra króna á síð-
asta ári. Sú upphæð svarar til tæp-
lega 1,8 milljarða íslenskra króna.
Fyrirtækið fullyrðir þó að rekstur-
inn hafi verið tryggður út þetta ár
með fjármagni frá móðurfyrirtæk-
inu, 365 Media Scandinavia. Það
fjármagn mun koma frá bandarísk-
um fjárfesti, Draper Fisher Jurvet-
son, sem hefur heitið að hlaupa
undir bagga, ásamt Morten Lund,
eiganda fyrirtækisins, til að tryggja
reksturinn. Um hve mikið fjármagn
er að ræða hefur ekki enn verið
upplýst.
Gullgrafarar grafast í aurskriðu
Að minnsta kosti 31 námuverka-
maður lét lífið í aurskriðu í ólög-
legri gullnámu í Afríkuríkinu
Búrkína Fasó í gær. Yfirvöld töldu
ólíklegt að nokkur ætti eftir að
finnast á lífi en mikið úrhelli hefur
verið á þessum slóðum undanfar-
ið. BBC greinir frá því að talið er að
um 200.000 manns vinni í ólögleg-
um gullnámum í Búrkína Fasó við
lélegar og lífshættulegar aðstæð-
ur. Í júní fyrirskipaði ríkisstjórn
landsins að allri starfsemi skyldi
hætt í ólöglegum gullnámum til
30. september sökum rigninga. Illa
byggðar námur hrynja auðveldlega
við slíkar aðstæður.
Meintir hryðjuverkamenn teknir
Lögreglan á Ítalíu handtók í gær
fimm menn vegna gruns um að
þeir hygðust fremja hryðjuverk.
Lögreglan í Bologna segir að um
sé að ræða fjóra Túnisbúa og einn
marokkóskan karlmann. Sjötta
mannsins var enn leitað í gær. Lög-
reglan hafði ráðist inn í nokkur hús
og íbúðir í Bologna og Como vegna
rannsóknar á meintum alþjóð-
legum hryðjuverkahring, sem að
þeirra sögn hafði ráðið sjálfsvígs-
sprengjufólk til illvirkja í Írak og
Afganistan.
Lögreglan hafði aflað upplýsinga
um fyrirætlanir mannanna með
símahlerunum.
NÁGRANNAERJUR Í KÁKASUS
þjóða. Rússar þurfa einnig að
axla ábyrgð í málinu. Í tíð Vladi-
mírs Pútín sem forseta Rússlands
jókst stuðningur Kremlverja við
aðskilnaðarhéruðin í Georgíu og
var íbúum þeirra boðið rússneskt
ríkisfang auk þess sem herir að-
skilnaðarsinna fengu vopn frá
Rússum. Til að bæta gráu ofan
á svart var Georgíumönnum í
Rússlandi vísað úr landi og inn-
flutningur á georgískum vörum
til Rússlands var bannaður.
Sú von að með nýjum hús-
bónda í Kreml, Dimitrí Medved-
ev, yrði slegið á spennuna hef-
ur ekki gengið eftir. Þvert á móti
virðist Medvedev hafa tileinkað
sér harðlínustefnu Pútíns.
Vesturveldin, Bandaríkin sér
í lagi, hafa skvett olíu á þá elda
sem logað hafa á þessu svæði í
Kákasus. Fyrr á þessu ári þrýstu
Bandaríkin á að Georgía og Úkra-
ína bættust í hóp þeirra landa sem
mynda Nató, Atlantshafsbanda-
lagið. Vegna andstöðu Evrópu-
ríkjanna gekk það ekki eftir, en
eftir stóð loforð um að ríkjunum
tveimur yrði boðin aðild síðar.
Eðli málsins samkvæmt eru
slíkar fyrirætlanir eitur í beinum
rússneskra stjórnvalda og til þess
fallnar að draga úr áhrifum Rússa
í öðrum fyrrverandi lýðveldum
Sovétríkjanna sálugu. Rússnesk
stjórnvöld fara ekki í grafgötur
með að þau muni beita öllum til-
tækum ráðum til að koma í veg
fyrir frekari stækkun Atlantshafs-
bandalagsins í austur.
Georgía gæti orðið fordæmi
Bandaríkjamenn og Bretar hafa
verið ötulir við að sjá her Georgíu
fyrir vopnum og þjálfun. Ástæður
þess eru ekki aðeins til að styðja
Georgíu sem sjálfstætt fullvalda
ríki, fyrir Bandaríkjunum og Bret-
um vakir aukinheldur að tryggja
öryggi olíuleiðslna sem liggja í
gegnum Georgíu og bera hráolíu
frá Kaspíahafi til Svartahafs og
eru einu leiðslurnar sem ekki eru
í greip Rússa. Því er deginum ljós-
ara að miklir hagsmunir eru í húfi
vegna átakanna á milli þessara ná-
grannaríkja.
Rússar virðast nú hafa tögl og
hagldir í Suður-Ossetíu og óvarlegt
að spá um lyktir þessarar deilu.
Kannski hefði Saakashvili bet-
ur heima setið en af stað farið því
ekki er hægt að útiloka ef fer sem
horfir að tími hans í forsetstóli sé
senn liðinn. Ef svo ólíklega færi að
hann hefði erindi sem erfiði yrði
það mikið áfall fyrir áhrif Rússa
á svæðinu. Hugsanlega yrði slíkt
hvatning fyrir önnur fyrrverandi
Sovétlýðveldi eins og Úkraínu,
Asebadsjan og Kasakstan, sem öll
vilja brjótast undan ægivaldi Rúss-
lands. Þó er öruggt, sama hverjar
lyktir deilunnar verða, að málið
mun hafa slæm áhrif á samskipti
Rússlands og Vesturveldanna,
sem eru slæm fyrir.
Kjallari Fritzls var dauðagildra
Ástralska lögreglan þarf að fara yfir gömul sakamál:
Mistök í Melbourne
Margaret Tapp og
Seana Mæðgurnar
voru myrtar árið 1984.
Kjallari Fritzls nú þykir ljóst
að kjallarinn var dauðagildra.
Rússnesk stjórnvöld fara ekki í grafgöt-
ur með að þau muni beita öllum tiltækum
ráðum til að koma í veg fyrir frekari stækk-
un Atlantshafsbandalagsins í austur.
Georgískir hermenn
Virða fyrir sér eyðileggingu
vegna loftárása rússa.