Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 22
miðvikudagur 13. ágúst 200822 Umræða Strætisvagnar Reykjavíkur voru stofnaðir fyrir nær 80 árum síðan. Ráðist var í að koma á fót stórum flota yfirbyggðra fólksflutningabíla til að þjóna borgarbúum. Bílarnir voru smíðaðir í Reykjavík og byrjuðu að flytja farþega á milli staða í októb- er árið 1931. Sá stórhugur sem einkenndi upp- byggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á sínum tíma er nú svipur hjá sjón. Afturför og hnignun er það sem einkennir okk- ar tíma í þessum efnum, enda virð- ast ákvarðanirnar stundum teknar af fólki sem hefur litla sem enga teng- ingu við aðrar samgöngur en eig- in einkabíl – nú eða ráðherrabíla, einkabílstjóra og Saga Class. „Einka- bíllinn hefur fyrir löngu sigrað,“ er haft eftir einum þeirra sem efla eiga strætó. Er að undra hvert stefnir? Ég veit ekki hvort gerðar hafa verið á því vísindalegar kannan- ir hvaða þjóðfélagshópar nýta sér helst strætó á því herrans ári ís- lenskrar misskiptingar 2008. Það er af sem áður var þegar maður gat raun- verulega hitt hvern sem er í strætó. Nú sér maður helst bara eldra fólk á stangli í íslenskum vagni – gamalt fólk og fólk af erlendum uppruna. Stéttaskipting ryður sér alls staðar til rúms. Íslendingar víla ekki fyrir sér að taka sporvagna, neðanjarðarlest- ir eða strætó í erlendum stórborg- um. Hér heima er hins vegar unnið að því að fækka leiðum, skera niður þjónustu og tryggja að einkabíllinn sigri og einkavæðingin læsi klónum. Ef strætó er í erfiðleikum þykir sjálf- sagt að veikja rekstrargrundvöllinn enn frekar og tryggja að enn færri íbúar sjái sér hag í að nýta versnandi þjónustu. Forsenda þess að auka far- þegafjölda, tekjur og treysta rekstr- argrundvöllinn er að auka og efla þjónustuna svo sem flestir sjái sér hag í því að njóta hennar og nýta. Í mörgum borgum er reyndin einmitt sú: almenningssamgöngur eru þægi- legri, hraðari og betri leið heldur en bíllinn, og gera um leið borgina alla mannvænlegri. Til að efla almenningssamgöngur hérlendis er ljóst að ríkisvaldið verð- ur að taka hlutverk sitt alvarlega og koma að málum í stað þess að skila auðu. Þegar strætósamgöngur eru kerfisbundið molaðar niður í stétt- skiptu samfélagi kemur það verst við þá hópa samfélagsins sem ekki hafa aðgang að heimi forréttinda og ákvarðana. Hérlendis eru hópar fólks sem hafa ekkert annað val en að taka strætó til og frá vinnu, til og frá mat- vöruverslunum, til og frá þátttöku í samfélaginu. Lífskjör þeirra og gæði eru skert enn frekar með niðurlæg- ingu almenningsþjónustunnar, hvort heldur er á sviði samgangna, heil- brigðis, menntunar eða frístunda. Það kostar alltaf miklu meira að vera efnaminni – á öllum sviðum. Að tala um strætó út frá tilteknum þjóðfélagshópum er hins vegar nöt- urleg endurspeglun á því samfélagi stéttaskiptingar sem í auknum mæli hefur byggst hér upp. Strætó var aldrei hugsaður fyrir tilteknar stétt- ir eða hópa; hann var byggður fyrir alla, rétt eins og heilbrigðisþjónust- an og menntakerfið. Hversu mörg ár þurfum við að fara aftur í tímann til að læra að skilja stórhug og framsýni fólks sem reyndi að byggja opið sam- félag jafnréttis? Og hversu mörg ár fram í tímann þurfum við að horfa til að skilja að langtum öflugri almenn- ingssamgöngur er eina vitið til fram- búðar? Strætó allra? ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Fiskvinnslufólkið og aðrir íbúar þorpa standa varnarlaus. Einn á báti Leiðari Framvindan í máli Ásmund-ar Jóhannssonar sjómanns frá Suðurnesjum er merkileg. Eft-irlaunaþegi tekur sig til og gerir það sem marga hefur dreymt um. Hann er einn í borgaralegri uppreisn gegn kvótakerfinu. Allir skilja ástæður þess að sjómaðurinn aldni grípur til þess að fara kvótalaus á sjó og brjóta þannig lög. Kvótakerfið hefur rústað afkomu byggðarlaga vegna þess að breyskir menn hafa ákveðið að selja kvóta sinn og yfirgefa staðinn sem áður færði þeim lifibrauðið. Eftir stendur byggðarlag án þess sjálfsagða réttar að sækja fisk í sjó. Dæmið um Flateyri þar sem sægreifi fór og slökkti ljósin er lýsandi fyrir þessi örlög. Fiskvinnslufólkið og aðrir íbúar þorpa standa varn- arlaus gagnvart því ofurvaldi sem kvótaeigendur hafa. Í þessu fyrirkomulagi felst siðleysið gagnvart öllum þeim sem kosið hafa sér búsetu í þorpum og bæjum við sjávarsíðuna. Talsmenn sægreifanna hafa haldið því á lofti að Ásmundur sjómaður hafi á sínum tíma selt kvóta og hann eigi að skila verðmætinu áður en hann hafi rétt á að mót- mæla með þessum hætti. Þau rök halda illa því hann seldi hlut í útgerðarfélagi. Kerfið er vont og það snýst ekki um persónur. Sægreif- ar eru hvorki betri né verri en annað fólk. Þeim er ein- faldlega rétt það ofurvald að geta selt fjöregg byggðanna. Hver er sjálfum sér næst- ur og þegar persónulegir hagsmunir eru vegnir á móti samfélagslegum hagsmun- um er nokkuð ljóst hvern- ig fer. En þótt margir dáist að Ásmundi fyrir uppreisn- ina gegn kvótakerfinu er enginn annar tilbúinn til að fara sömu leið. Þingmaðurinn Grétar Mar Jónsson var reiðubúinn til þess eins að hjálpa honum að landa. Hann fer ekki á sjó til að storka varðhundum kerfisins fremur en aðrir í klappliðinu. Kerfið sem drepur afkomumöguleika fólksins á landsbyggðinni fær að vera áfram. Þannig verður það á meðan Ásmundur er einn á báti. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um ástandið á tjörninni? „mér finnst það frekar slæmt því þetta er svo skítug tjörn.“ Anna María Daníelsdóttir, 28 ára í fæðingarorlofi „við þurfum að hreinsa tjörnina ásamt því að hreinsa til í borgarstjórninni líka.“ Guðrún Sigríður Ámundadóttir, 75 ára eftirlaunaþegi „Ég veit mjög lítið um ástandið á tjörninni því ég fer sjaldan niður í miðbæinn þar sem ég bý á álftanesi.“ Árni Guðmundsson, 45 ára tölvunarfræðingur „Það er orðið ömurlegt að koma að tjörninni út af þessu mávageri og borgin ætti að standa við stóru orðin í mávamálum og einnig að hreinsa tjörnina.“ Egill Þorfinnsson, 44 ára athafna- maður sanDkorn n Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra í þá tíð þegar innrásin var gerð í Írak, sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann kannaðist ekkert við að rætt hefði verið við Breta um stuðn- ingsyfirlýsingu við innrásina. Frá þessum viðræðum og samþykki við beiðni Breta er sagt í grein Vals Ingimundarsonar í nýrri bók. Einhverjir kynnu að segja að þetta kynni að veikja skrif Vals. Aðrir benda á kenningar um að Halldór hafi í raun lítið haft um stuðn- ingsyfirlýsinguna að segja, Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, hafi tekið ákvörðunina og Halldór þurft að beygja sig undir hana. n Félagar í Skagamörkunum, stuðningsmannafélagi ÍA í fót- bolta, vöktu athygli með því að gefa kjúklingasalat fyrir leik liðs- ins gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þar með svöruðu þeir orðum Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi þjálfara ÍA, sem sagði að menn gerðu ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít og þótti skjóta hart á leikmenn liðsins. Skagamörkin létu þó ekki nægja að gefa kjúklingasalat fyrir leik heldur gáfu stuðningsmönn- um Keflvíkinga smakk þegar leið á leikinn og tókst þar með að þagga niður í köllum þeirra meðan þeir gæddu sér á kjúklingasalatinu. Það heitir víst að stinga upp í andstæð- inginn í orðsins fyllstu merkingu. n Egill Helgason hefur löngum verið áhugasamur um skipulags- mál og byggingar. Þannig hefur hann mikið rætt um miðbæinn en frétt DV í gær um að fyrirtæki væru farin að hætta við að opna búðir sínar á Korp- utorgi varð honum tilefni til að fjalla um leiðirn- ar inn í og út úr borginni. „Ekki hefur maður heyrt neinn ræða ljótleika eða stærð þessar- ar byggingar. Allir horfa eins og í gegnum rör niður á Laugaveg, en á meðan rísa svona byggingar á bæjarmörkunum – jú og heilu hverfin með kassalaga húsum eins og Grafarholt.“ n Frásögn Stefáns Guðmunds- sonar af baráttunni fyrir að eiga samskipti við börn sín hefur vak- ið mikla athygli. Ljóst er af blogg- síðum og spjallþráðum veraldar- vefsins að mörgum þykir mikið til koma að Stefán skuli hafa haft kjark og úthald til að berjast fyrir dætr- um sínum og kunna að meta að hann hafi stigið fram og sagt sögu sína. Má því ljóst vera að margir bíða spenntir að sjá hverjar verði lyktir baráttu hans. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Guðfríður LiLjA GrétArSDóttir varaþingmaður „Íslendingar víla ekki fyrir sér að taka sporvagna, neðanjarðarlestir eða strætó í erlend- um stórborgum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.