Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 4
miðvikudagur 13. ágúst 20084 Fréttir Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR FH getur grætt tugi milljóna króna á leiknum við Aston Villa: Heimaleikurinn er gullpottur Ef uppselt verður á leik FH og enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun, geta FH-ingar átt von á því að fá vel á þriðja tug milljóna króna í kass- ann vegna leikisins við enska lið- ið. Þegar hafa um sex þúsund mið- ar selst og gera forsvarsmenn FH sér vonir um að seljist upp á leikinn. Miðarnir sem eru í boði á leikinn kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krón- ur, eftir því í hvar áhorfendur sitja. Pétur Stephensen, framkvæmda- stjóri Knattspyrnudeildar FH, forð- ast að nefna ákveðnar upphæðir í þessu samhengi og segir ekki rétt að tala um það á þessum tímapunkti. Hann bendir á að eftir standi að FH-ingar hafi þurft að leigja Laug- ardalsvöll fyrir leikinn ásamt því að þeir fái engar tekjur fyrir seinni leik liðanna, sem fram fer í Birmingham seinna í mánuðinum. FH fær einnig tekjur af sjónvarps- rétti á heimaleiknum, því hann verður meðal annars í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og á bresku almennings- sjónvarpsstöðinni Channel 5. Pét- ur býst þó við því að leikurinn verði aðeins sýndur á svæðinu í kringum Birmingham, heimaborg Aston Villa. „Við lítum bara á þetta sem stórt ævintýri, það yrði frábært ef það yrði uppselt og við óskum þess,“ segir Pét- ur og bætir við: „Það eru hins vegar óverulegar upphæðir sem við fáum fyrir sjónvarpsréttinn ytra. Þetta eru ekki neinar upphæðir samanbor- ið við það ef við hefðum mætt þýsku liði í Evrópukeppninni. Þar eru mestu peningarnir.“ Sem fyrr segir er enn hægt að fá miða á leikinn, en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem íslenskt lið dregst á móti ensku úrvalsdeildarliði í Evr- ópukeppninni. valgeir@dv.is Ekki tóm stúka tekjur af aðgangseyri eru vanalega aðeins lítið brot af tekjum knattspyrnuliða á Íslandi. Hollendingar vilja dularfullu skútuna Hollenska tryggingafélagið Dextton heldur því fram að þeir séu eigend- ur að skútunni Ely sem legið hef- ur við landfestar á Höfn í Horna- firði síðan í september. Skútan sé í raun stolin. Dextton hefur vitað af skútunni hér á landi í nokkra mán- uði. Þeir hins vegar geta ekkert gert vegna seinagangs í kerfinu hjá Evr- ópulögreglunni, Europol. Dextton hefur komið öllum upplýsingum um skútuna til hollensku lögregl- unnar sem lét Europol hafa þær upplýsingar sem kom þeim áleiðis til alþjóðadeildar lögreglunnar hér á landi. Aðþjóðadeild skoðar Ely Alþjóðadeild lögreglunnar hér á landi hefur haft mál skútunnar Ely til meðferðar. Hefur reyndar haft það í marga mánuði. Grunur leikur á að skútan sé stolin og sé í raun skútan Elysee sem hvarf frá Hollandi seint í september á síð- asta ári. Skömmu eftir hvarf henn- ar birtist hún við höfnina á Höfn í Hornafirði. Tryggingafélag skútunnar, Dextton, hefur verið að leita skút- unnar síðan þá. DV hafði samband við Dextton sem sagði að þeir vissu að skútan lægi hér við land. „Við höfum vitað af henni á Íslandi í marga mánuði. Hins vegar þeg- ar við létum hollensku lögregl- una fá allar upplýsingar kom upp eitthvað leyndardómsfullt dæmi frá Europol. Þeir sýndu skútunni mikinn áhuga,“ segir Menno den Drijver hjá Dextton. Allsherjar misskilningur Alþjóðadeild lögreglunnar hér á landi staðfesti að trygginga- félagið Dextton væri í raun eig- andi skútunar Ely. Þeir hafi bent tryggingafélaginu á að ef þeir vilji fá skútuna sé lítið mál að koma hingað til lands og ná í hana. Ein- faldast væri að hafa samband við viðkomandi yfirvöld á Höfn til að gera upp hafnargjöldin. Jónas Árni Lúðvíksson, eig- andi skútunar Ely, hefur sagt að þetta sé hins vegar einn allsherj- ar misskilningur. Og heldur því enn statt og stöðugt fram. „Lög- fræðingur minn er bara að reyna að leiðrétta þennan misskilning sem er í gangi. Ég er búinn að vera senda þeim tölvupóst þarna fyrir austan og ríkislögreglustjóra því þeir vilja enn meina að hún sé stolin. En ég er bara með lykla, pappíra og verksmiðjunúmer. Þetta er ekkert báturinn sem þeir eru að leita að. Þetta er því bara misskilningur sem þarf að leið- rétta.“ BEnEdikt BóAs hinRiksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Hins vegar þegar við létum hollensku lögregluna fá all- ar upplýsingar kom upp eitthvað leynd- ardómsfullt dæmi frá Europol.“ Skútan Ely, sem hefur verið kyrrsett síðan í september við höfnina í Höfn í Horna- firði, er enn skráð stolin hjá hollenska tryggingafélaginu Dextton. Tryggingafélagið vill meina að Ely sé í raun skútan Elysee. Íslenskur eigandi skútunnar, Jónas Árni Lúðvíksson, segist geta sannað að hann hafi staðið löglega að kaupunum. Alþjóða- deild lögreglunnar er með málið til rannsóknar. Eigandinn skuldar hafnargjöld skútan Ely hefur verið bundin við landfestar síðan síðastliðið haust og skuldar eigandinn töluverða upphæð í hafnargjöld. kom í september í fyrra skútan Ely hvarf frá Hollandi í september síðastliðnum. skömmu síðar birtist hún hér. Of dýrt að keyra hratt Lögreglan á Blönduósi átti nokkuð náðugan dag í gær. Lít- ið var um hraðakstur enda er orðið dýrt að aka hratt. Bæði vegna sektarinnar og eldsneyt- isverðs. Ef ökumaður er stopp- aður á 110 kílómetra hraða má hann búast við sekt upp á tuttugu og tvö þúsund krónur. Flestir þeirra sem Blönduós- lögreglan hefur haft afskipti af í sumar hafa verið erlend- ir ökumenn. Geta þeir greitt sektina á staðnum enda þýddi lítið að vera senda sekt til Ít- alíu, Þýskalands eða Englands. Flestir lögreglubílar eru með posa þar sem lögreglan getur tekið á móti sektargreiðslum. Veðrið lék við flesta lands- menn í gær og samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi virðast Íslendingar keyra hægar í blíðviðri. Rólegt eftir Þjóðhátíð Lögreglan í Vestmanna- eyjum hafði það náðugt í gær. Eða svo til. Lítið var að gera sem lögreglumönnum finnst best. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Vest- mannaeyjum er yfirleitt ró- legt að gera hjá þeim eftir að Þjóðhátíð lýkur. Fara þá flestir Eyjapeyjar í langþráð frí út um hvippinn og hvappinn. Ágúst- mánuður hefur því í gegnum árin verið með allra rólegasta móti í Vestmannaeyjum. samstarf við grænland Utanríkisráðuneytið og Ísafjarðarbær hafa undirrit- að viljayfirlýsingu um að úttekt verði gerð á möguleikum þess að koma á auknum samskiptum og viðskiptum milli Grænlands og Ísafjarðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heimsótti Grænland á dögunum og sá tækifæri til aukins samstarfs við Íslendinga. Ísafjörður gæti þjónustað fyrir- hugaða námuvinnslu á Austur- Grænlandi, en þaðan er styst að fljúga til Íslands til að fá vistir fyrir verkamennina í námunum. Ísafjarðarbær og utanríkisráðu- neytið leggja jafnháa upphæð í úttektina sem á að kosta um eina milljón króna. InnlEndarFréttIr ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.