Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 29
Tónsmíð og handriTaskrif miðvikudagur 13. ágúst 2008 29Fólkið „Þetta er alls ekki grín, við tökum okkur mjög alvarlega en ég hef svo sem orðið var við það að fólki finnst þetta svolítið fyndið og það er líka bara gaman,“ segir Víking- ur Kristjánsson leikari um hljóm- sveitina Find a dog. Víkingur er í hljómsveitinni ásamt Arnóri Heið- ari sem hefur áður fengist við tón- list og Erlu Maríu sem er nýkomin heim frá námi í Mílanó á Ítalíu þar sem hún lærði teiknimyndagerð. „Svo lengi sem fólki finnst gam- an að hlusta á okkur er okkur alveg sama að það haldi að við séum að grínast, við erum bara svo full af gleði að það er eðlilegt að fólk taki því sem einhverju gríni,“ segir Vík- ingur. Hægt er að hlusta á afrakstur hljómsveitarinnar á myspace.com/ findadog. „Okkur Erlu langaði svo mikið að vera popparar en Erla og Arnór byrjuðu tvö og settu saman í lag fyrir ári. Við ákváðum síðan að vaða í þetta, því nú verðum við Erla bæði heima á íslandi, en ann- ars erum við bæði mikið í útlönd- um. Núna hittumst við reglulega og erum að vinna í efni því okkur finnst þetta svo ódýrt og skemmti- legt,“ segir Víkingur. Þegar talið berst að Ríkinu, þátt- um sem Víkingur leikur í sog verða sýndir á Stöð 2, segir hann að það hafi verið verulega skemmtilegt að leika í Ríkinu „Ég er í bandi við marga af samleikurum mínum og við vonum að það skili sér að okkur fannst margt af þessu rosalega fynd- ið. Þetta var svakalega skemmtilegt allan tímann sem við vorum að gera þetta og heilmargt sem á eft- ir að hitta í mark,“ segir Víkingur. Hann lýs- ir því að grínið í þáttunum sé al- veg á brúninni og á mörk- unum á því að fara yfir strikið þó það hald- ist oftast réttu meg- in. „Fólki finnst svo gaman að láta ganga fram af sér, ég vona bara að fólk eigi eftir að fíla þetta. Meist- ararnir í svona þátta- gerð eru úti á Eng- landi, þeir hafa alveg farið hringinn í ósmekklegheitum. Svona þættir sem eru á brúninni ganga ofan í fólk og ég mundi segja að Ríkið daðri aðeins við að vera á brúninni,“ segir Víkingur. Þessa dagana situr Víkingur við skriftir og vinnur að kvikmynda- handriti. „Ég er að gera þetta fyrir aðila sem fékk mig í það en ég ætla ekk- ert að fara meira út í það sko,“ segir Víkingur íbygg- inn. Í haust ætlar hann að leikstýra Stúdentaleikhús- inu í þriðja sinn. „Maður segir bara aldrei nei þegar þau hafa samband því það er svo gaman að leikstýra þeim. Við stefnum að því að setja upp sýningu í Norræna húsinu í nóvember,“ segir Vík- ingur að lokum. astrun@dv.is Steingrímur Randver Eyjólfsson, betur þekktur sem Steini bachel- or, eignaðist stúlkubarn í vikunni. Steini fann ekki ástina í þáttun- um en fann hana fljótlega eftir að þeim lauk. Hann og Hrönn kær- asta hans hafa verið búsett á Egils- stöðum síðustu mánuði en þau eru flutt aftur til Akureyrar en þaðan er kærasta hans. Steini og Hrönn hafa verið saman í tæp tvö ár og skín af þeim hamingjan. Fyrr á árinu settu þau upp hringa og um helgina fjölgaði í fjölskyldunni og því má búast við að hamingjan verði enn meiri á næstu mánuðum. Víkingur Kristjánsson leikari og hljóm- sveit hans Find a dog voru að senda frá sér sín fyrstu lög. Víkingur er nýbúinn að leika í gamanþáttunum Ríkinu, skrifar kvikmyndahandrit og ætlar að leikstýra Stúdentaleikhúsinu í þriðja skiptið í haust. Tæmdu faTaskápana Þeir sem þjást mest af fortíðarþrá og þrá að fara á skemmtistaðinn Sirk- us geta gert það í október en staðnum var lokað í vetur. Því miður verð- ur það ekki hægt hér á landi held- ur verður skemmtistaðurinn fluttur í heilu lagi til Lundúna á sýninguna Freeze Fest. Þar verður Sirkus opinn heila helgi og hægt verður að fara þangað og upplifa stemninguna sem varð ógleymanleg fyrir skemmtana- lífið á Íslandi. Sirkus varð frægur fyrir skrautlega gesti sína og stanslaust stuð og sóttu útlendingar staðinn mikið þegar þeir komu til landsins. sirkus í London Víkingur kristjánsson: VíKingur Kristjánsson mikið er að gera hjá víkingi þessa dagana. Hann er meðal annars að skrifa kvikmyndahandrit og er í hljómsveitinni Find a dog. pipar- sveinninn eignasT sTeLpu „Við erum komin með voðalega mikið af flottum föt- um, skarti, skóm, töskum og listaverkum,“ segir Sigþrúð- ur Ármann einn skipuleggj- enda SÚK-glæsimarkaðarins sem fram fer í Perlunni þann þrítugast ágúst. Fjöldi valin- kunnra Íslendinga lagði í gær sitt af mörkum til stuðnings verkefni Jóhönnu Kristjóns- dóttur sem staðið hefur ötul- lega fyrir aukinni menntun kvenna og barna í Jemen. „Það mættu mjög margir þekktir Íslendingar hingað í gær með fallegar og sérstakar flíkur og fleira en nú verðum við mik- ið hérna í Síðumúla 15, baka- til, og það er öllum velkomið að koma hingað með vandaða og heillega hluti og fatnað. Það hafa mjög margir boðist til þess að vinna á glæsimarkaðnum og það verður rosalegt stuð þar og húllumhæ.“ Fjöldi valinkunnra Íslendinga gaf fallegar og sérstakar flíkur og fylgihluti í SÚK -markaðinn í gær: Leggur góðu málefni lið Fegurðardrottningin Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kom með ýmislegt fallegt til að gefa á markaðinn. Fótboltamenn á spjalli við markaðshaldarann tryggvi guðmundsson og arnar gunnlaugsson spjalla hér við Jóhönnu kristjónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.