Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 6
miðvikudagur 13. ágúst 20086 Fréttir „Við áætlum að útgjöldin á þessu ári verði um 800 milljónir. Það er tæplega tvöföldun á útgjöldum sjóðsins frá síðasta ári,“ segir Björg- vin Steingrímsson, deildarstjóri hjá Ábyrgðarsjóði launa. Veruleg aukning varð á útgjöld- um sjóðsins á öðrum ársfjórð- ungi en úr sjóðnum fær launafólk greiðslur sem misst hefur vinnuna vegna gjaldþrots. Þúsund á þessu ári „Síðustu þrjú eða fjögur ár hef- ur verið hægt að telja hópuppsagn- ir á fingrum annarrar handar, eða því sem næst. Það eru oft um fimm slíkar á ári. Núna horfum við hins vegar upp á mikla aukningu,“ segir Karl Sigurðsson, forstöðu- maður vinnumála- sviðs hjá Vinnu- málastofnun. Nærri lætur að eitt þús- und manns hafi verið sagt upp í hópum á þessu ári. Þar telja mest uppsagnir hjá fyrirtækjum á borð við Icelandair, Stafnás, HB Granda, Ræsi, Glitni, Kaupás og Flugþjón- ustuna á Keflavíkurflugvelli en þessi fyrirtæki hafa samtals sagt upp um 670 manns á þessu ári. 130 á mánuði Sextán fyrirtæki hafa tilkynnt um hópuppsagnir það sem af er árinu. Nærri lætur að ríflega 130 manns sé sagt upp í hópum í hverjum mán- uði. Þar eru að sjálfsögðu ekki tald- ar einstaka uppsagnir fyrirtækja. Undir hópuppsagnir flokkast uppsagnir að minnsta kosti tíu starfsmanna í fyrirtækjum sem venjulega hafa fleiri en tuttugu og færri en hundrað starfsmenn í vinnu. Hjá stærri fyrirtækjum þarf að segja upp tíu prósentum starfs- fólks svo það teljist hópuppsögn. Icelandair er það fyrirtæki sem sagt hefur flestum upp á árinu, eða 207 manns. Gjaldið nægir Björgvin segir að þegar stærri fyrirtæki þurfi að skera niður með þessum hætti séu milljónirnar fljótar að streyma út. „Við höfum á þessu ári fengið stórar uppsagn- ir þar sem 70 til 100 manns missa vinnuna á einu bretti. Þetta telur fljótt og hefur auðvitað töluverð áhrif á sjóðinn,“ segir hann. Ábyrgð- argjald er sjálfstætt gjald sem inn- heimtist með tryggingagjaldi, sem launagreiðendur greiða til ríkissjóðs sem hlutfall af laun- um. Það er 0,1 prósent nú. Björgvin segir að ábyrgðargjald- ið eigi að nægja til að standa undir auknum útgjöldum sjóðsins, eins og útlitið sé í dag. Sjóðurinn hefur undanfarin tvö ár skilað 150 millj- óna króna afgangi sem hann hefur notað til að greiða niður eldri skuld við ríkissjóð. Skuld upp á 680 millj- ónir hafi myndast þegar ábyrgðar- gjaldið var lægra, eða 0,04 prósent. Aukið atvinnuleysi Atvinnuleysi hefur aukist sam- hliða fjölgun hópuuppsagna. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 1.500 manns skráðir atvinnulausir en á landinu öllu eru liðlega 2.500 atvinnulausir. Á sama tíma í fyrra voru atvinnulausir á landinu um 1.500. Útgjöld úr Ábyrgðarsjóði launa munu líklega tvöfaldast á þessu ári, miðað við síðasta ár. Björgvin Steingrímsson, deildarstjóri sjóðsins, segir milljónirnar fljótar að streyma út þegar stór fyrirtæki fara á hausinn. Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofnun, segir hópuppsögnum hafa fjölgað mikið á árinu. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Milljónirnar streyMa út „Við höfum á þessu ári fengið stórar uppsagn- ir þar sem 70 til 100 manns missa vinnuna á einu bretti. Þetta tel- ur fljótt og hefur auð- vitað töluverð áhrif á sjóðinn.“ Hópuppsögnum hefur fjölgað mikið á þessu ári að sögn karls sigurðssonar hjá vinnumálastofnun. dv mYNd karl PeterssoN Sögðu upp 207 manns icelandair hefur flestum sagt upp á árinu. Harðnar í ári Byggingariðnaðurinn fer ekki varhluta af samdrættinum. Hann bitn- ar einna verst á verkamönnum, fiskverk- endum og starfsfólki í fluggeiranum. dv-mYNd stefáN karlssoN Einar Magnússon, tannlæknir í Reykjanesbæ, sem liggur undir grun um stórfelld fjársvik hjá Trygginga- stofnun ríkisins, segist ekkert hafa heyrt frá rannsóknardeild lögregl- unnar á Suðurnesjum, varðandi gang rannsóknarinnar á málinu gegn hon- um. Einar liggur undir grun um að hafa hagrætt reikningum sínum yfir fjórtán ára tímabil og svikið út milljónir króna. Hann veit ekki hvernig rannsókninni miðar. Tryggingastofnun kærði hann í september árið 2006 og lögreglurann- sókn á málinu hófst í byrjun síðasta ár. Nú eru liðin tæp tvö ár frá því stofn- unin kærði hann fyrir meint brot. Ein- ar hefur áður lýst yfir óánægju sinni með ásakanir Tryggingastofnunnar og seinagang rannsóknarinnar. Hann kveðst saklaus af ásökununum. Þegar DV ræddi við hann í gær, sagðist hann ekki hafa fengið fregnir af málinu um nokkurra mánaða skeið. Aðspurður um hvað honum finnist um að hafa málið hangandi yfir sér í slíkri óvissu, svarar hann því til að hann sé þolin- móður maður. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Eyjólfur Kristjánsson, lögfræð- ingur lögreglunnar á Suðurnesj- um, segir að að nú sjái fyrir endann á rannsókninni. „Þetta er umfangs- meiri rannsókn en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hún er hins vegar á lokastigi núna.“ Eyjólfur seg- ir of snemmt að segja til um hvort ákæra á hendur Einari verði gefin út. Það verður gert þegar rannsókninni verður lokið. „Það er óvarlegt að tjá sig um líkurnar á því að gefin verði út ákæra á þessu stigi. Við verðum að rannsaka svona mál til sektar eða sýknu og rannsókninni ætti að ljúka ekki síðar en í næsta mánuði, að öllu óbreyttu,“ segir Eyjólfur. Hann vill ennfremur ekki tjá sig um hversu háa upphæð Einar er grunaður um að hafa svikið út hjá Tryggingastofn- un ríkisins. valgeir@dv.is Rannsókn á meintum fjársvikum Einars Magnússonar á lokastigi: Óvíst hvort ákært verður Tannlæknir rannsókn á málinu hefur tafist mikið. myndin tengist fréttinni ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.