Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1975, Blaðsíða 7

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1975, Blaðsíða 7
INNGANGUR. Introduction. 1. ALMENNAR ATHUGASEMDIR. General statement. Skýrslur þær, sem hér birtast, eru hinar fimmtu í röðinni af skýrslum Hagstofu um dómsmál. Fyrri skýrslur Hagstofu voru fyrir arin 1913-1918, 1919-1925, 1946-1952 og 1966-1968. Engar skýrslur hafa komið út fyrir arin 1926-1945 né heldur fyrir 1953-1965. Stafaði það aðallega af erf- iðleikum á innheimtu jjagna frá skýrslugefendum, þótt fleira hafi komið til. Er þessekki að vænta, að skýrslur fyrir þessi ar komi út heðan af. Þess skal þó getið, að í Tölfræðihandbók Hagstofu, sem út kom árið 1967, eru töflur um dómsmál, gerðar sérstaklega fyrir paS rit. Var þar um að ræða 2 töflur um afgreidd opinber mál hjá sakadómaraembættinu í Reykjavík 1932-1964 eftir kæruefni og úrslitum mála, enn fremur töflu um gjaldþrot á öllu landinu 1926-1964, svo og töflu um mál, sem stefnt var fyrir Hæstarétt 1920-1964. Skýrslur áranna 1969-71 í þessu hefti eru með sama sniði og dómsmálaskýrslur áranna 1966-68, en þær voru hins vegar allmikið frábrugðnar þeim dómsmálaskýrslum, sem áður höfðu komið út. Breytingar á niðurskipan efnis, sem gerðar voru í skýrslunum 1966-68, stöfuðu fyrst og fremst af breyttu fyrirkomulagi á eyðublöðum og gagnaöfluninni að öðru leyti. Frá og með árinu 1966_voru tekin I notkun ný eyðublöð til skýrslugerðar héraðsdómara um einkamál og hin ýmislegu dóms- málastörf þeirra önnur en varðandi opinber mál.^Var lögð mikil vinna í að byggja gagnaöflunina upp að nýju, en regluleg söfnun upplýsinga til dómsmálaskýrslna hafði lengi verið ófullkomin og raunar legið niðri a sumum sviðum. Jafnframt var innheimtu á skýrslum heraðsdómara um opinber mál hætt, en þess í stað var fenginn aðgangur að heimildargögnum hjá sakaskrá, sem er í umsjá saksóknara ríkisins. Heimildir að upplýsingum um opinber mál í skýrslum þessum eru annars vegar afrit af kærubók sakadómaraembættisins í Reykjavik, hins vegar seðlar til sakaskrár frá héraðsdómurum utan Reykja- víkur, þar sem tilkynnt er um afdrif opinberra mála. Að hvoru tveggja fékkst aðgangur hjá sak- sóknara ríkisins. f samræmi við þennan tvenns konar efnivið em töflur um opinber mál í tvennu lagi: Annars vegar sakadómsmál í Reykjavík (töflur 1-7), hins vegar opinber mál fyrir héraðsdómi utan Reykjavíkur (töflur 8-llj. Þá koma töflur 12-19 um einkamal í Reykjavík og utan, og um önnur domsmálastörf héraðsdomara, svo og um sáttamál. Um starfsemi Siglingadóms er fjallað sérstaklega í 5. kafla þessa inngangs. f 6. kafla hans er yfirlit um málskot til Hæstaréttar og um afdrif mála þar. Allar upplýsingar í þessu hefti, aðrar en þær er varða málskot til Hæstaréttar(sjá 6. kafla þessa inngangs), eru miðaðar við það almanaksár, er dómsmál eru til lykta leidd á einhvem hátt eða aðrar athafnir, sem um er fjallað, eiga sér stað. Mál og annað, sem hér til heyrir,er þannig töflu- tekið á lokastigi, og engar upplýsingar látnar í té um upphaf og feril mála, nema hvað birtar em upplýsingar um málatíma (pó ekki fyrir opinber mál utan Reykjavíkur). 2. OPINBER MÁL f REYKJAVfK. Criminal cases in Reykjavík. í kæmbók sakadómaraembættisins í Reykjavík em innfærðar allar kærur, sem embættinu ber- ast. f dálkum kærubókar eru tilgreind eftirtalin atriði: Númer og dagsetning kæm, nafn, staða og heimili hins kærða, fæðingardagur hans og-ár og fæðingarstaður. Enn fremurerefnikærunnar skil- greint með nokkrum orðum eða með tilvísun í lagagreinar, sem talið er, að brotið hafi verið_gegn. Þá er tilgreint, hvenær og hvemig afgreitu tilvísun til sakadómsbókar og loks niðurstaða malsins. Orvinnslu Hagstofu á þessu efni var hagað á þá lund, að tala mála, sem kemur fram í dómsmála- skýrslum, er jöfn tölu sakborninga. Her er því lagður annar skilningur í hugtakið "mál" heldur en gert mun vera í starfi dómstólanna, þegar "mál" er eitt, þótt flein en einn sakborningur^ sé við það riðinn. Að sjálfsögðu kemur það fyrir, að sama persónan sé ta_lin oftar en einu sinnihérí skýrsl- unum, og er þá maðurinn viðriðinn fleiri mál en eitt. Aldursupplýsingar erumiðaðarvið aldur sak- bomings^ þegar mál er höfðað. Upplýsingar um atvinnu eða stöðu vantar mjög oft í kærubókina, en eru ella ófullkomnar og gloppóttar. Þó voru þær flokkaðar og settar í jöflu (3 A og B), en taka^ber niðurstöður hennar með fyrirvara. Tímalengd máls er talin fiá því mál er höfðað og þar til því er

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.