Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1975, Blaðsíða 13

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1975, Blaðsíða 13
11 f töflu 15 greinir fógetamál og ýmis sérstök mál, sem kunna að rísa við uppboðs- eða skipta- meðferð o.fl. Um 4/5 allra mála í töflu 15 vom í Reykjavík. Tæpur helmingur málanna var úr- skurðaður að kröfu sóknaraðila, en langflest hinna voru hafin. f töflu 16 er yfirlit yfir starfsemi sattanefnda eftir ámm, lögsagnammdæmumogmeðferðmáls. Samkvæmt skýrslum frá héraðsdómaraembættum voru einhver sattamál afgreidd í 11 lögsagnarum- dæmum, en engin f 14. Vera kann, að starfsemi sáttanefnda hafi verið meiri en þetta, þótt ekki hafi borist um það skýrslur. Tæplega 80% þeirra sáttamála, er í töflunni greinir, vom ÍReykjavfk. í 3 þeirra lögsagnammdæma utan Reykjavíkur, þar sem sáttamál koma fyrir, er aðeins tilgreint 1 mál í hverju. Tæplega 60%málanna er vísað til dóms, en jákvæður árangur verður - yætt eða úr- skurður - í um 40%mála. Sáttanefndarmenn hafa verið fengnir til að tala milli hjóna í 8tilvikum, öllum í Reykjavfk. Tafla 17 er um lögreglusektir. Alls voru afgreiddar rúmlega 128 þúsund kærur með __ þessum hætti, þar af yfir 113 þúsund í Reykjavík einni. 16 embætti utan Reykjavíkur sendu’ skýrslur um lögreglusektir, en hjá 9 embættum virðist ekki hafa verið um slíkar afgreiðslur að ræða, og kemur þetta fram í töflunni. Lögreglusektum fjölgaði lítils háttar á tímabilinu, og þá einkum utan Reykjavíkur, en mikil aukning hafði orðið á þeim á ámnum 1966-68. Um 2/3 allra lögreglusekta em gerðar samkvæmt reglum um stöðumæla. Af samtals 128 þúsund lögreglusektarkasmm var sekt- að í tæplega 73 þúsund málum, um 5 Jiúsund voru felld niður, en um 50 þusund voru send annað (öðrum héraðsdómaraembættum, saksóknara, barnaverndarnefndum). Tafla 18 geymir þær upplýsingar um þinglýsingar veðbréfa, afsala og annarra skjala, svo og aflýsingar, sem embættin letu í te, en mikið vantar á, að full skil hafi verið gerð um þessi efni. VÍsast til athugasemda neðanmáls við töfluna um það, hvaða upplýsingar komu frá hverju embætti um sig fyrir hvert ár. Ber að nota tölur þessar með mikilli varúð. Samkvæmt henni hafa 1969-71 verið þinglýst tæplega_ 66 þúsundveðbréf að upphæð 23, 5 milljarðar króna,12 þúsund afsöl að upp- hæð 5, 4 milljarðar króna og 40 þúsund önnur skjöl. Aflýst veðbréf voru rúmlega 36 þúsund að tölu, en fjárhæðir aflýstra veðbrefa eru ekki hafðar með í töflunni, samanber athugasemd neðanmáls við töflu 17 í Dómsmálaskýrshim 1966-68. Tafla 19 fjallar um ýmsar réttargerðir, sem koma ekki fram í öðrum töflum. Taflan sýnir fjölda réttargerða eftir tegund og eftir umdæmum. Á þrem árum hafa verið haldin rúmlega 800 uppboð f landinu, 4/5 þeirra utan Reykjavíkur. Þeim fækkaði um rúmlega 20% á tímabilinu, en hafði hins vegar fjöigað um rúmlega 120%á árunum 1966-68. Nær öll uppboðin, eðarúmlega95^o, voru nauðungaruppboð. FÓgetagerðir voru um 60 þúsund talsins, þar af rumlega 4/5 í Reykjavík. Lögtök voru þar langstærsti flokkurinn, einkum á opinberum gjöldum, alls um 49000, og_ skiptust þau nokkum veginn til helminga hvað snertir árangur og árangursleysi. Fjöldi lögtaka hélst nær óbreyttur öll þrju árin, en fækkaði þó lftið eitt fra 1969 til 1971. Fjámám var næststærsti flokkur fógetagerða, að langmestu leyti skv. dómi. Fjárnámum fækkaði um tæpan þriðjung á tímabilinu, en á árunum 1966-68 hafði þeim fjölgað um nær sömu hlutfallstölu. Fram fóru rúmlega 4 þúsund opinber skipti, aðallega á danarbúum, en tæplega 500 gjaldþrot. Notarialgerðir voru tæplega 152 þusund, en 98% þeirra voru víxilafsagnir. Yfir 3/4 víxilafsagnanna átm sér stað í Reykjavík. Ým- issa annarra réttargerða er getið í töflunni, og er ástæða til að ræða sérstaklega um tölu hjóna- vígslna og tölu leyfa til skilnaðar að borði og sæng. Samkvæmt þeirri skýrslugerð Hagstofu, sem tengd er starfrækslu þjóðskrár og fjallar um breytingar mannfjöldans, vom árin 1969-71 gefin sam- an 4940 brúðhjón, en borgaralegar hjónavfgslur fram taldar í töflu 19 voru 349, og svarar það til 7,1% af heildinni. Samkvæmt fyrr greindri skýrslugerð Hagstofu um breytingar mannfjöldans vom sömu ár veitt alls 999 leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Talan í töflu 19 um leyfi til skilnaðar að borði og sæng er 934, eða 93, 5% af heildartölunni samkvæmt áður sögðu. Þess.berjjó að gæta, að í skýrslugerð Hagstofu um breytingar mannfjöldans em ekki taldir með skilnaðir hjona.sem Dæði eru erlend, en þeir eru hins vegar innifaldir í tölunni 934 í töflu 19. Hlutfallstalan 93, 5% myndi þvf eiga að vera nokkuð lægri, og sé gert ráð fyrir, að hún lækki í 90% eða þar um bil, en það mun ekki vera fjarri lagi, ætti domsmálaráðuneytið að hafa veitt leyfi til skilnaðar að borði og sæng í um 10% tilvika, og getur það staðist. Vaícin skal athygli á, að nokkur misbrestur var á því , að embættin tilgreindu tölu tilkynninga til sakaskrár. Þvívom þessar tölur fundnarhér á Hagstofu við úrvinnslu úr seðlum til sakaskrár fyrir embætti utan Reykjavíkur,_ sjá þar að lútandi kafla og töflur. Hins vegar em tölur, sem Sakadómur Reykjavíkur lét í té, látnar haldast, enda sýndust þær traustar. 5. MÁL FYRIR SIGLINGADÓMI. Cases before the Maritime Court of Iceland. Fram til 12. maf 1970 var kveðið á um skipan og hlutverk Siglingadóms í 45.-49. gr. laga nr. 50/1959, um eftirlit með skipum, og í lögum nr. 24/1962, um breyting á þeim lögum, en ný lög, nr. 52/1970, um eftirlit með skipum, gengu þá í gildi og em ákvæðinumSiglingadóm í 38.- 44. grein þeirra, sbr. jafnframt lög nr. 57/1972 um breyting a lögum nr. 52/1970. Siglingadómur hefur aðsetur í Reykjavík og tekur til alls landsins. f lögum nr. 50/1959 taldist __ það meðal hlut- verka hans"að dæma og eftir atvikum rannsaka refsimál, sem höfðuð eru út af sjóslysum eða brotum á lögum þessum",^ en það ákvæði er orðað svo í lögum nr. 52/1970: "að fara með dómsstörf í op- inberum málum út af sjóslysum eða broturn á lögum þessum" (þ. e. á lögum um eftirlit með skip- um). Hér fer á eftir yfirlit um opinber mál (refsimál) afgreidd af Siglingadómi 1969-71. Er það gert á grundvelli seðla til sakaskrár:

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.