Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 9

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 9
Inngangur. Introduction. I. Almennar skýringar og skilgreining hugtaka. General statement and definition of concepts. 1. Söfnun skýrslna fyrir árið 1960. Collection of data for 1960. Hagstofa íslands hefur tvisvar áður gefið út sérstakar iðnaðarskýrslur, fyrir árið 1950 og 1953. Söfnun skýrslna frá fyrirtækjunum hefur verið byggð á heimild í lögum nr. 64/1934, um viðauka við lög nr. 29/1895, um hagfræðiskýrslur. Auk þess hafa árlega um nokkurt skeið verið birtar í Hagtíðindum skýrslur um fram- leiðslumagn nokkurra iðnaðarvara og um slysatryggðar vinnuvikur í iðnaði. Söfnun iðnaðarskýrslna hefur að jafnaði verið miklum erfiðleikum hundin, sbr. bls. 7*—8* í inugangi Iðnaðarskýrslna 1953, enda gætir þess mjög í skýrsl- unum, að þær eru á margan hátt gerðar af vanefnum. í byrjun júlí 1961 var þess óskað, að Hagstofa íslands gerði úrtaksrannsókn á rekstri íslenzkra iðnaðarfyrirtækja árið 1960 til afnota fyrir norska sérfræðinga- nefnd, sem vann hér að framkvæmdaáætlun ríkisins fyrir næstu ár. Hagstofan tók að sér að gera þessa rannsókn og miða hana við árið 1960, þó að hún teldi varhugavert að taka það ár vegna hinna miklu verðlagsbreytinga, sem þá urðu í kjölfar efnahagsráðstafana á fyrri hluta ársins. Af þeim sökum voru öll fyrirtækin beðin um að umreikna ýmsa hði til þess verðs, sem gilti cftir að öll áhrif efnahagsráðstafananna 1960 voru komin fram (sjá nánar kaflann „Skýringar hugtaka og einstakra dálkafyrirsagna í töflum“). Niðurstöður úrtaksrannsóknarinnar lágu fyrir í skýrsluformi í lok september 1961, og var skýrslan afhent hinum norsku sérfræðingum í byrjun október. Með tilliti til þess, að úrtaksrannsóknin gekk betur en búizt var við og tölur Iðnaðarskýrslna 1953 eru orðnar mjög úreltar sökum verðlagsbreytinga, var ákveðið að gefa niðurstöður hennar út sem sérstakt hefti Hagskýrslna — Iðnaðarskýrslur 1960. Iðnaðarskýrslur 1960 eru að ýmsu leyti frábrugðnar skýrslunum fyrir árið 1953. Töflur vantar t. d. um fjölda starfsfólks og skiptingu eftir kyni. Upplýsingar um vinnuafl verður því að byggja á tölu slysatryggðra vinnuvikna og vinnulaun- um. Hráefni eru ekki flokkuð í innlend og erlend hráefni og stærðarflokkun fyrir- tækja er aðeins byggð á fjölda slysatryggðra vinnuvikna, en ekki jafnframt á veltu og fjármagni bundnu í fyrirtækjunum, eins og gert var í skýrslunum 1953. Úr- takið var heldur ekki miðað við það, að gerðar væru töflur með skiptingu eftir landshlutum. Ástæðan til þess er sú, að stefnt var að því að afla á 2—3 mánuðum nauðsynlegra upplýsinga um íslenzkan iðnað handa hinum norsku sérfræðingum. Margt varð þess vegna að liggja milli hluta, sem á öðrum vettvangi hefur upplýs- ingagildi. Þetta eru notendur skýrslnanna beðnir að athuga. Enn fremur verður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.