Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Qupperneq 10

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Qupperneq 10
8* Iðnaðarskýrelur 1960 að hafa í huga hinn stutta tíma, sem gafst til endurskoðunar á skýrslum hinna einstöku fyrirtækja, þegar meta á gildi þeirra talna, sem hér eru birtar. Hins vegar er ekki vafi á því, að þessar skýrslur hafa ýmislegt fram yíir skýrsl- urnar fyrir árið 1953. Vinnsluvirði einstakra iðnaðargreina og iðnaðarins í heild er hér miklu hreinna en í skýrslunni fyrir árið 1953, og er rætt nánar um þá hlið málsins síðar í inngangnum. Jafnframt eru hér meiri upplýsingar um efnahag fyrirtækjanna. Töflur nr. I og II í töfluhluta skýrslnanna eru gerðar eftir endurskoðuðum framtölum fyrirtækjanna um slysatryggt vinnuafl til skattyfirvaldanna. Töflur nr. III—XI eru hins vegar gerðar á grundvelli úrtaksrannsóknar Hagstofunnar. Hinir norsku sérfræðingar töldu, að úrtakið þyrfti að ná til a. m. k. 15% af iðnaðarstarfseminni hér á landi, miðað við vinnuaflsnotkun, sbr. tilmæli í bréfi þeirra: „.... bör sysselsetningen ved utvalgets bedrifter neppe være lavere end 15% af den samlede industrisysselsetning“. Hagstofan gerði skrá um þau fyrirtæki, er hún taldi rétt að kæmu í úrtakið, og fengu hinir norsku sérfræðingar hana til athugunar áður en skýrslueyðublöðin voru send út. Hinn 18. júlí voru þau send öllum fyrirtækjum, sem valin höfðu verið í úrtakið, og skilafrestur ákveðinn til 20. ágúst. Sérstakur háttur var hafður á söfnun skýrslna frá mjólkurbúum, sem nánar verður vikið að síðar, og sama gilti að nokkru leyti um fiskvinnslustöðvar (eignir og skuldir). Þegar skilafresti lauk, höfðu borizt nokkuð yfir 50 skýrslur, og í lok ágúst höfðu um 120 fyrirtæki gert skil. Nokkru áður var byrjað að yfirfara og lagfæra þessar skýrslur, og var því haldið áfram allan septembermánuð, jafnliliða því sem nýjar skýrslur voru heimtar inn. í lok september höfðu borizt 236 nothæfar skýrslur, auk nokkurra, sem ekki var hægt að nýta. Alls voru 294 fyrirtæki í úrtakinu, og bárust því not- hæf svör frá 80,3% fyrirtækjanna (um 85%, ef ófullkomnar skýrslur eru taldar með). Verður það að teljast mjög góð útkoma, miðað við þær vonir, sem við skýrslu- söfnunina voru tengdar. Stjórnir og starfsmenn Félags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna, framkvæmdastjórar iðnaðardeildar og útflutn- ingsdeildar S.Í.S. og Framleiðsluráðs landbúnaðarins veittu mikilvæga aðstoð í sambandi við innköllun skýrslna. Tala fyrirtækja, sem skiluðu skýrslu, nam 18,94% af heildartölu iðnaðar- fyrirtækja, og þau höfðu í þjónustu sinni 47,47% alls slysatryggðs vinnuafls hjá iðnaðarfyrirtækjum í landinu. í kaflanum „Skýringar hugtaka og einstakra dálka- fyrirsagna í töflum“ er nánar rætt um notagildi úrtaksins. 2. Svið iðnaðarskýrslnanna. The scope of the industrial production statistics. Með iðnaði (manufacturing) er í skýrslum þessum átt við atvinnustarfsemi, sem fellur undir flokk 2—3 samkvæmt flokkun Hagstofu Sameinuðu þjóðanna á atvinnulífinu (International Standard Industrial Classification of All Economic Activities — skammstafað ISIC), þ. e. „mekaníska“ eða „kemíska“ umbreytingu lífrænna eða ólífrænna gæða í nýjar afurðir, hvort sem verkið er unnið í vélum, knúðum orku, eða í höndunum, hvort sem það er unnið á Verkstæðum eða á heim- ilum,1) og hvort sem afurðirnar eru seldar í heildsölu eða smásölu. Samsetning framleiddra afurða er talin til iðnaðar, nema þegar framleiðslan er talin til bygg- ingarstarfsemi (samsetning á byggingarstað). 1) Sjá þó það, ícm segir í skýringum um slysatryggingarskylda hcimavinnu á bls. 15*.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.