Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 17

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 17
Iðnaðarskýrslur 1960 15* munandi greina iðnaðarins. Hins vegar verður því ekki neitað, að reikningshald fyrirtækja hér á landi er ennþá aðallega miðað við slíkt fjármálalegt uppgjör hinnar lögformlegu heildar (skattauppgjör), og veldur það fyrirtækjunum ýmsum erfiðleikum við skýrslugerð eins og þá, sem liggur að baki þessum iðnaðarskýrslum. Þótt hugtökin ,,enterprise“ og ,,establishment“ séu þannig ekki sömu merk- ingar, þá falla þau mjög oft sainan, og hér á landi a. m. k. hefur skattalöggjöfin stuðlað mjög að því á þann hátt, að fyrirtæki, sem stækkar, vegna þess að nýrri framleiðslugrein er bætt við, og verður þannig í raun og veru tvær framleiðsluheildir, er gert að tveimur sjálfstæðum lögformlegum aðilum (t. d. tveimur hlutafélögum). Stundum er talið æskilegt að þrengja hugtakið „fyrirtæki“ enn meira en gert er með því að skoða það sem verkstæði eða verksmiðju. Það er hægt að gera með því að telja alla starfsemi, sem er bundin við framleiðslu á ákveðinni afurð, sem sjálfstætt fyrirtæki, en kostnaðarreikningur fyrirtækisins þarf að vera mjög full- kominn, ef slíkt á að vera framkvæmanlegt. Sama er að segja, cf reynt er að þrengja verkstæðishugtakið á þann hátt að skoða ákvcðna tegund starfa (ekki nauðsyn- lega öll störf við framleiðslu sömu afurðar) sem sjálfstæða rekstrarheild. Langflestir þeirra, sem vinna við iðnaðarstörf, eru slysatryggðir (sbr. 43. gr. laga nr. 24/1956 um almannatryggingar). Eigendur fyrirtækjanna eru þó ekki tryggingarskyldir, en þeir mega tryggja sig, ef þeir óska. Hafa ýmsir hinna smærri atvinnurekenda, sem vinna sjálfir að iðnaðarstörfum, gert það. Heimavinna er ekki heldur tryggingarskyld. Tölurnar um tryggðar vinnuvikur ná því ekki til allra, sem vinna að iðnaðarstörfum, og nokkur lítil fyrirtæki eru alls ekki talin með í iðnaðarskýrslunum, þar sem þau hafa ekkert slysatryggt vinnuafl í þjónustu sinni. Vísast til töflu II í því sambandi, en þar er tekið fram við hverja iðnaðargrein, hvort óslysatryggt vinnuafl í henni sé talið mikið eða lítið (L = lítið, M = mikið, N = nokkuð).1) Eins og áður er greint frá, er hvert fyrirtæki (,,establishment“) látið tilheyra þeirri iðnaðargrein, sem mest er framleitt í, ef um blandaðan rekstur er að ræða, án þess að hægt sé að greina þar á milli tveggja eða fleiri bókhaldslega aðgreindra framleiðsluheilda. í framtölum hvers einstaks fyrirtækis (eftir ,,enterprise“-hugtak- inu) til skattyfirvaldanua eru störfin flokkuð eftir áhættuflokkum. Að jafnaði kemur þar fram, hve margar vinnuvikur eru unnar í hverri atvinnugrein, ef reksturinn er blandaður. Slíkt fyrirtæki getur því orðið aðili með slysatryggt vinnuafl í fleiri en einni grein, þó að ekki sé um bókhaldslega aðgreinda framleiðslustarfsemi að ræða. Vinnuvikur fyrirtækis, sem rekur prentsmiðju og bókband, skiptast þannig á grein nr. 281 og 282, og fyrirtækið verður aðili með slysatryggt vinnuafl í báðum greinunum. Vinnuvikur fyrirtækis, sem rekur útgerð og fiskvinnslustöð, skiptast á grein 204a-b og á sjávarútveg, sem er ekki mcðtalinn í þessum skýrslum. Fyrir- tækið kemur því í skýrslunum aðeins fram sem aðili í grein nr. 204a-b. Á sama hátt koma vinnuvikur fyrirtækis, sem rekur bifreiðaverkstæði og bílaverzlun, aðeins fram í skýrslunum að svo miklu leyti, sem þær falla undir verkstæðið. í 16. dálki töflu II er getið heildartölu aðila með slysatryggt vinnuafl í hverri grein iðnaðarins árið 1959, þ. e. tölu þeirra fyrirtækja, sem samkvæmt slysatryggingarframtölum hafa eitthvert tryggt vinnuafl í viðkomandi grein.2) Þá tölu er hægt að bera saman við tölu fyrirtækja, sem starfa aðallega í greininni (sbr. 6. dálk sömu töflu). í heild- artölunni 1956 fyrir iðnaðinn í heild geta sum fyrirtæki verið tvítalin eða marg- 1) Auk þess sem óslysatryggt vinnuafl cr mismunandi mikið í liinum ýmsu greinum, getur verið um að ræða slysa* trySg1 vinnuafl við iðnaðarstörf, sem alls ckki kcmur fram í töflum I og II, þar sem það er talið til annarra flokka atvinnu- lífsins en iðnaður (t. d. verður kaffímölun í vcrzlunum ekki greind frá verzlun). 2) Aðilar, scm byggja framlciðslu sína algjörlega á heimavinnu cða öðru óslysatryggðu vinnuafli, koma vitaskuld hvcrgi fram í þeim tölum.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.