Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 18

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 18
16* Iðnaðarskýrslur 1960 talin (í tveimur eða fleiri greinum), og auk þess eru þar ýmis fyrirtæki, önnur en sjálfstæð iðnaðarfyrirtæki, enda eru vinnuvikur þeirra taldar í 14. dálki töflunnar (t. d. netagerð lijá útgerðarfyrirtæki og bifreiðaviðgerðir hjá olíuverzlun). í töflu I og tilsvarandi yfirliti í inngangi eru slysatryggðar vinnuvikur flokk- aðar niður á greinar eftir aðilum með slysatryggt vinnuafl, en í öðrum töflum er hvert fyrirtæki (skoðað sem ,,establishment“) tahð með öllum sínum vinnuvikum í þeirri grein, sem það starfar aðallega í. Við umreikning slysatryggðra vinnuvikna I vinnuár hefur verið reiknað með 50 vikum, en ekki 52 vikum, eins og eðlilegt væri, ef eingöngu væri um að ræða fastráðið fólk. Sé um tímavinnu að ræða, eru 48 klst. reiknaðar sem vika við ákvörðun iðgjalda, og með tilliti til þess hefur vinnuárið verið stytt í 50 vikur, en það er ekki nákvæm tala. Starfslið (sjá töflu I—IV og VII). Með starfshði fyrirtækis er átt við alla, sem vinna í fyrirtækinu eða á vegum þess og fá laun fyrir, þ. á m. heimaverkafólk í ákvæðisvinnu og eigendur, sem vinna í fyrirtækinu, eins þótt þeir fái ekki greidd laun, heldur ágóðahluta (ein- stakhngsfyrirtæki og sameignarfélög). Slíkum eigendum eru þá einnig reiknuð laun í skýrslum þessum og rekstrarafgangur lækkaður að sama skapi. Starfshði fyrirtækjanna er skipt í tvennt, verkafólk og annað starfshð. Til annars starfshðs telst forstjóri (nema hann vinni sjálfur að hinni eiginlegu fram- leiðslu), skrifstofufólk, verkfræðingar og starfsfólk rannsóknarstofu. Allt annað starfsfólk er talið verkafólk, þ. á m. afgreiðslufólk í verzlunum, ef það er talið með í skýrslunni (sjá síðar), og iðnlærðir menn jafnt og óiðnlærðir. Óhætt mun að fullyrða, að skrifstofufólk htilla fyrirtækja sé vantahð í sumum greinum af þeirri ástæðu, að skrifstofustörf þessara fyrirtækja eru oft unnin af öðrum stærri fyrirtækjum. Þá vinna sjálfstæðir endurskoðendur og bókhaldarar mikið að reikningshaldi fyrir iðnaðarfyrirtæki án þess að teljast starfsmenn þeirra. Gjöld fyrirtækjanna vegna þeirra starfa eru færð í 10. dálk töflu VI (ýmis aðkeypt þjónusta), en ekki sem greidd laun. Afgreiðslufólk í smásöluverzlunum iðnaðarfyrirtækja, sem talið er í 7. dálki töflu IV, er aðeins lítill hluti þess starfshðs, sem þar vinnur, því að hlutdeild verzl- unarinnar hefur verið dregin út úr tölunum hjá langflestum fyrirtækjum með bland- aðan rekstur (sjá nánar bls. 17*). Rekstrartekjur og rekstrargjðld (sjá töflur III, V, VI og VII). Yfirleitt hafa þær tölur um rekstrartekjur og rekstrargjöld, eignir og skuldir, sem úrtaksfyrirtækin hafa gefið upp, verið teknar í töflurnar, en ýmsu hefur þó verið breytt, fellt niður eða bætt við, í endurskoðun þeirri á frumskýrslunum, sem Hagstofan framkvæmdi. Rekstrartekjur (sjá töflu V)1) eru aðallega söluverðmæti framleiðsluvara og þjónustu ásamt birgðabreytingum, þ. e. birgðir hálf- og fullunninna afurða 31. desemher 1960 + sala á árinu + birgðir hálf- og fullunninna afurða 1. janúar 1960 (sjá þó síðar um birgðabreytingu liráefna). Enn fremur er um að ræða leigutekjur af fasteignum, vaxtatekjur og aðrar tekjur. Þá er verðmæti seldra verzlunarvara einnig talsvert í sumum greinum (birgða- breyting þeirra er tekin gjaldamegin ásamt innkaupunum). Með verzlunarvörum er átt við vörur, sem fyrirtækið selur í sama ástandi og þær voru keyptar og eru 1) Sjá siðar: Umrcikningur til nýs vcrðlags.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.