Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 20

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 20
18* Iðnaðarskýrslur 1960 Með hráefnum er átt við efnivörur til framleiðslunnar, sem verða beinlínis hluti af þeirri afurð, sem framleidd er. Varahlutir o. fl., sem viðgerðarverkstæði nota í sambandi við þá þjónustu, er þau láta í té, er talið með hráefnum. Hráefna- gjöldin eru verðmæti keyptra liráefna (kaupverð vörunnar kominnar í vörugeymslu fyrirtækisins + hirgðir liráefna 'h 1960 birgðir hráefna 31/12 1960 (birgðir metnar á kaupverði + afskrift). Nokkur fyrirtæki hafa ekki greint sundur hráefnabirgðir annars vegar og birgðir hálfunninna og fullunninna afurða hins vegar, og hefur þá hvort tveggja verið fært í einu lagi sem hráefnahirgðir. í þeim tilvikum koma öll áhrif birgðabreytingarinnar fram gjaldamegin (4. dálkur töflu VI), en ekki tekna- megin (4. dálkur töflu V). Gjaldahðurinn umbúðir og hjálparefni er einnig verðmæti keyptrar vöru ásamt birgðabreytingu (+ birgðir '/x + hirgðir 31/12) að svo miklu leyti sem hún kemur fram á skýrslum. Allmörg fyrirtæki, sem hafa lítinn umhúða- og hjálparefnakostnað, færa engar hirgðir af slíkum vörum. Hjálparefni (orðið rekstrarefni væri sennilega heppilegra) eru hér talin t. d. smurolía, tvistur, gas, súr, ammóníak, logsuðu- og rafsuðuvír, ýmis hreinsunarefni o. fl. Salt og krydd o. þ. h. í fískiðnaði, niðursuðu o. fl. er hins vegar talið með hráefnum (að svo miklu leyti sem það verður séð af skýrslum fyrirtækjanna). Raforka á aðeins að ná til keyptrar raforku, en ekki til eigin framleiðslu. Með öðrum orkugjöfum er einkum átt við olíu, bensín, kol, koks og heitt vatn. Ætlazt var til, að gjaldaliðurinn sýndi hæði innkaup á árinu 1960 og birgðabreytingu, en mörg fyrirtæki eigufæra ekki þessa liði, svo að birgðabreytingin kemur ekki fram. Líklcgt er, að raforka sé í sumum tilvikum oftalin á kostnað annarra orkugjafa. Að því er varðar liðinn verzlunarvörur vísast til þess, sem þegar hefur verið sagt í sambandi við rekstrartekjurnar. Með viðhaldskostnaði er tahð aht efni til viðhalds fasteignum, innréttingum, vélum, tækjum (þ. á m. flutningatækjum), skrifstofuáhöldum og öðrum eignum fyrirtækjanna, og enn fremur öll aðkeypt viðhaldsþjónusta. Greiðslur til eigin starfs- fólks vegna viðhaldsvinnu eru hins vegar taldar með vinnulaunum. í gjaldabðnum aðrar keyptar vörur og skrifstofunauðsynjar og ýmis aðkeypt þjónusta eru taldar allar keyptar vörur, sem ekki heyra undir aðra hði rekstrar- gjalda (t. d. matvörur til kaffistofu, vinnufatnaður, skrifföng og margvíslegar óeign- færðar skrifstofunauðsynjar), og enn fremur kostnaðarliðir eins og póstburðargjöld, símagjöld, prentunarkostnaður, auglýsingakostnaður, greiðslur til lögfræði- og end- urskoðunarskrifstofa, félagsgjöld til hagsmunasamtaka, o. fl. Flutningskostnaður er aðallega keyptur akstur eða annar greiddur flutnings- kostnaður, sem ckki er talinu með í verði keyptra vara, og enn fremur allur ferða- kostnaður. Flutningar með eigin farartækjum eru ekki taldir með, enda eru laun hifreiðastjóra talin í 15. dálki, bensín í 7. dálki, smurolía í 5. dálki og viðhald og varahlutir í 9. dálki í töflu VI. Flutningskostnaður unninna fiskafurða á erlendan markað kemur ekki fram hér, þótt um cif-sölu sé að ræða, sbr. fyrri athugasemd, þar sem rætt er um rekstrartekjurnar. Hætt er við, að skattar af bifreiðum séu í sumum tilvikum meðtaldir I hðnum tryggingaiðgjöld af fasteignum, vélum, vörubirgðum o. s. frv. Reiknuð eigin húsaleiga er ekki meðtahn í liðnum húsaleiga greidd öðrum, en í einhverjum tilvikum mun innifalin leiga fyrir tæki o. fl. jafnframt (stöðvarleiga, bryggjuleiga o. fl.) eða greiðsla fyrir ljós, liita og ræstingu. í gjaldaliðnum vinnulaun á flokkunin í laun verkafólks og annars starfsfólks

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.