Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 3
fimmtudagur 23. október 2008 3Fréttir Geir Haarde forsætisráðherra mætti í Kastljósið í gær til Sig- mars Guðmundssonar, þar sem sá síðarnefndi þjarmaði á köflum að forsætisráðherra með krefjandi spurningum um ástandið í efnahagslífinu. Sigmar þráspurði Geir um ábyrgð hans og Sjálfstæðisflokksins á því ástandi sem Ísland glímir nú við. DV birtir hér nokkur brot úr viðtalinu. GERÐIST BARA ÓVART Sigmar: Þú berð áyrgð á þessu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur í mörg ár predikað að það sé stöðugleiki þegar hann stjórnar, nú er landið nærri þjóðargjaldþroti. Geir: Nei, það er ekki rétt. Sigmar: Landið er að minnsta kosti svo illa statt að við höfum aldrei séð það svartara núna í áratugi, þú hlýtur að bera ábyrgð, þinn flokkur, af hverju ættuð þið að leiða okkur út úr þeim vanda sem þið hafið komið okkur í? Geir: Við berum ekki ábyrgð á heimskreppunni, við berum ekki ábyrgð á stöðunni á erlendum fjármálamörkuðum. Við berum ekki ábyrgð á að bankarnir gátu ekki fengið endurfjármögnun á lánum. Sigmar: Nefndu mér eitt land í Evrópu sem fer jafn illa út úr þessari kreppu og Ísland. Geir: Það land er vandfundið vegna þess að... Sigmar: Já, einmitt! Vegna þess að vandinn er að huta til heimatilbúinn. Geir: Bankakerfið var orðið alltof stórt miðað við þjóðarbúskap. Sigmar: Af hverju fara aðrar þjóðir ekki svona illa [út úr kreppunni] ? Geir: Við erum með miklu minna þjóðfélag og bankarnir urðu ofvaxnir. Sigmar: Af hverju var þá þeim leyft að vaxa svona mikið, Geir? Geir: Já, það gerðist bara, þú veist. Sigmar: Óvart? Geir: Já, það má kannski segja það. Það er alveg rétt eftir á að hyggja að það hefði átt að reyna að tempra það, þetta gekk mjög vel þegar bankarnir voru að skila tugum milljarða í ríkissjóð og mjög háum launum til mikils fjölda fólks. Sigmar: Málsmetandi hagfræðingar hafa bent á þetta í mörg ár, erlendir sérfræðingar hafa bent á þetta í mörg ár, Þorvaldur Gylfason hefur talað um þetta fyrir daufum eyrum ákaflega lengi. Davíð Oddsson segist hafa labbað inn á fund ríkisstjórnar- innar og varað við þessu mjög lengi. Af hverju gerðuð þið ekki neitt til að stoppa þetta? Geir: Bankarnir nýttu sér það frelsi sem þeim var gefið með alþjóðleg- um reglum. Það má kannski segja sem svo að við hefðum átt að ganga lengra í að herða reglurnar en aðrar þjóðir. Ég býst við að þá hefðu heyrst hljóð úr einhverjum hornum. Þeir fóru auðvitað ógætilega, það má segja það eftir á, en aðalástæðan er auðvitað sú að þeir fengu ekki endurfjármögnun úti í heimi. Sigmar: Þetta er líka vegna þess að staða þeirra staða er orðin þrengri en hún í raun og veru getur verið og baklandið er ekki nógu mikið, það er talað um að Seðlabankinn hafi... Geir: Ertu að spyrja mig eða fullyrða þetta? Sigmar: Ég er að fullyrða þetta út frá þeirri umræðu sem hefur verið. Geir: Já, það er nefnilega það. Sigmar: Já, og ég ætla alveg að leyfa mér það í þessu viðtali vegna þess að það er ögurstund í þessu þjóðfélagi og það hlýtur að mega spyrja soldið krítískt, ykkur valdhafana, sem berið ábyrgð. Geir: Þú verður þá að hleypa mér að til þess að svara. Sigmar: Seðlabankinn ber ábyrgð að margra mati, af hverju situr bankastjórinn þar ennþá? Geir: Það kemur ekki til greina að persónugera þann vanda sem nú er við að fást við þá þrjá menn sem sitja í bankastjórn Seðlabankans. Það er ekki hægt að kenna þeim um þetta sem einstaklingum. Sigmar: Stefna bankans hefur beðið skipbrot og hún nýtur ekki trausts innanlands né erlendis. Er ekki fyrsta verk að fá nýja menn, í nýrri stjórn, með nýja stefnu til að endurvekja traustið? Geir: Ég fellst ekki á þessar forsendur sem þú gefur þér og þess vegna er svarið alveg augljóst, ég tel að þeir eigi ekki að víkja. Sigmar: Munu þeir víkja á næst- unni? Geir: Ekki af mínum völdum. Geir H. Haarde Átti í vök að verjast í kastljósi í gær. Sigmar Guðmundsson Þjarmaði að forsætisráðherra og þráspurði um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. ÁSkRIfEnduR AÐ lAunum þúsund krónum. Ef þær sætu í ekki í nefnd fengju þær aðeins 89.923 krónur. Það er einmitt sú upphæð sem Margrét fengi fyrir setu sína í um- hverfis- og samgöngu- ráði ef hún væri ekki líka varaborgarfulltrúi. Marsibil situr í velferð- arráði borgarinnar og hverfisráði Árbæjar og fengi greitt fyr- ir það 123.644 krón- ur ef hún væri ekki borgarfulltrúi. Hagur Margrétar af því að vera borgarfulltrúi er því 112.404 krón- ur á mánuði en hag- ur Marsibilar 78.683 krónur. „Ég sé ekki alveg hvern- ig maður get- ur sinnt störfum sem borgarfulltrúi og vera búsettur erlendis og auk þess á föstum launum.“ Finnst launin sanngjörn margrét Sverrisdóttir er sátt við þau laun sem hún fær en yrði ekki fúl ef þau yrðu lækkuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.