Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 6
fimmtudagur 23. október 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Það er alvarlegur klofningur í Framsóknarflokknum um Evr- ópumálin. Útspil formannsins, Guðna Ágústssonar, um að boða beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild að sambandinu hefur augljóslega ekki lægt öldurnar í flokknum. Líklega hefur þetta útspil einkum verið sett út til að lægja öldurnar vegna mikils ágreinings um Evr- ópumál en það hefur ekki gerst og flokkurinn er klofinn í herðar nið- ur í þessu máli,“ segir Baldur Þór- hallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Lykilspurning sem þarf að svara Baldur segir Evrópumálin erf- ið Framsóknarflokknum. „Þetta er að vísu ekki nýtt ágreiningsefni en það gerir hann ekki trúverðugan í augum kjósenda því Evrópusam- bands- að- ild er ein af lykilspurningunum í íslensku stjórnmálalífi um þessar mundir. Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur við Háskóla Ís- lands tekur undir þetta. „Í raun- inni er Framsóknarflokkurinn svolítið hjákátlegur um þessar mundir. Guðni segir á Alþingi að Samfylkingin hræri i blóði Sjálf- stæðisflokksins af því að Samfylk- ingin minnist á Evrópusamband- ið, á meðan hans eigin flokksmenn tala um það sama,“ segir hann og vísar til ræðu Guðna á Alþingi í síðustu viku. Loftárásir á viðskiptalíf Guðni segir alla flokka á Íslandi klofna vegna Evrópumálsins. „Það eru skiptar skoðanir í Framsókn- arflokknum um Evrópumálin eins og öllum hinum flokkunum,“ seg- ir hann og telur það ekki áhyggju- efni og að öllu máli skipti núna „að við Íslendingar stöndum nú saman sem þjóð, að útlend- ingarnir greini það ekki ofan í allt saman að hér sé að verða stjórnarkreppa og gríðarleg átök um hvort við eigum að fara í Evr- ópusambandið eða ekki.“ Honum finnst að á þessum ögurtímum í sögu Íslands séu önnur mál brýnni og aðild að Evrópusambandinu sé hægt að ræða þegar um fer að hægj- ast. Andstæð öfl Baldur segir augljóst að Guðni og Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, séu harðir andstæðingar aðild- ar að Evrópusambandinu. Hann nefnir síðan til sögunnar þau Valgerði Sverrisdóttur, vara- formann flokksins, og þing- manninn Birki Jón Jónsson, sem séu fylgjandi Evrópusam- bandsaðild. Birkir Jón lagði fram á Alþingi 9. október þingsályktunartillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar er lagt til að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en í maí 2009. Tillagan bygg- ir á tillögu Guðna frá síðasta mið- stjórnarfundi flokksins. Aðspurð- ur hvort hann sé sammála Guðna í því að Evrópumálin séu ekki verkefni dagsins segir Birkir: „Að sjálfsögðu þurfum við að horfa til framtíðar. Annars hefði ég ekki lagt þessa þingsályktunartillögu fram. Ég lít á þetta sem langtíma- verkefni, ekki sem skammtíma- verkefni.“ Engin sundrung Valgerður segir erfitt að svara til um það hvort möguleg Evrópu- sambandsaðild sé verkefni dags- ins. „Mér finnst erfitt að skilja þarna á milli. Þó það sé rétt sem hann [Guðni] segir um að við þurfum fyrst og fremst að horfa á hvernig við komum út úr þeim erfiðleik- um sem við eigum í núna er ekki hægt að mínu mati að við þurfum líka að hafa í huga langtíma- sjónarmið. Og þá erum við kom- in að þeirri áleitnu spurningu hver stefna okkar sé í Evrópu- málum.“ Hún seg- ir Framsókn- arflokkinn ekki sundrað- an vegna þeirra mála heldur séu þar einfaldlega skiptar skoðanir líkt og í öðrum flokkum. „Í rauninni er Fram- sóknarflokkurinn svo- lítið hjákátlegur um þessar mundir.“ ALVARLEGUR KLOFNINGUR Guðni Ágústsson segir Framsóknarflokkinn klofinn í Evrópumál- um líkt og alla aðra íslenska stjórnmálaflokka. Klofningurinn rýrir trúverðugleika flokksins í augum kjósenda. ErLA HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Áleitin spurning Valgerður Sverrisdóttir segir nauðsynlegt að svara þeirri áleitnu spurningu hver sé stefnan í evrópumálum. Mynd stEfÁn KArLsson Minnkar trúverðugleikann baldur Þórhallsson segir ágreining um evrópusambandsaðild minnka trúverðugleika framsóknarflokksins í augum kjósenda. Mynd GuðMundur ViGfússon Allir flokkar klofnir guðni Ágústsson segir alla íslenska stjórnmálaflokka klofna í evrópumálum. Verkefni dagsins séu önnur en möguleg aðild að evrópusambandinu. Mynd stEfÁn KArLsson Frá vinnu næstu vikur Lögreglumaðurinn á Sauð- árkróki sem missti næstum vísi- fingur hægri handar um síðustu helgi, þegar ölvaður árásarmað- ur beit hann þéttingsfast, verður frá vinnu næstu vikurnar sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Sauðárkróki. Lögreglan telur að maðurinn hefði mögulega misst fingur- inn ef hann hefði ekki verið í þykkum hanska sem bjargaði honum. Ekki er vitað hvort lög- reglumaðurinn muni ná fullri hreyfigetu í fingurinn. Bíll valt Ökumaður bifreiðar slasaðist lítillega þegar bíll hans valt á Suðurlandsvegi austan við Sel- foss í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn einn í bílnum. Þá urðu tveir minniháttar árekstr- ar í umdæminu í gær, en engin slys urðu á fólki. Aðstæður úti á vegum voru ekki sérstaklega góðar. Snjóþekja var á vegum og nokkur hálka. Funda áfram í dag Breskir og íslenskir embætt- ismenn munu áfram funda um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesa- ve-reikningum Landsbankans í Bretlandi. Embættismennirnir funduðu linnulaust til klukkan til hálf sjö í gærkvöld í utanrík- isráðuneytinu og verður áfram fundað af krafti í dag. Enn hefur engin niðurstaða fengist, en fundarmönnum mun hafa miðað ágætlega áfram við að leysa deiluna. „Efnahagsástandið hefur haft áhrif á okkar starfsemi og allra í þessum framkvæmdageira,“ seg- ir Sigrún Þorgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hanza hópsins. Fyr- irtækið vinnur að breytingum á Þverholti 11 í Reykjavík en til stend- ur að breyta húsnæðinu í skrifstofu- húsnæði og íbúðir. Hanza hópur- inn lét rífa efstu hæðina og byggði tvær hæðir í viðbót ofan á húsið, þar sem átta íbúðir munu rísa. Hús- ið var á sínum tíma reist til að hýsa starfsemi DV en þaðan flutti blaðið í byrjun þessarar aldar. „Húsið er í kringum fjögur þús- und fermetrar, fjórar skrifstofu- hæðir, bílakjallari og átta íbúðir. Við vonumst til að skrifstofunni verði lokið upp úr áramótum en þorum voðalega lítið að segja í sambandi við íbúðirnar. Það er búið að loka íbúðunum og öll vinna er í pásu tímabundið,“ segir Sigrún. Hanza hópurinn er að gera upp alls konar fasteignir víðs vegar um bæinn og líka eina í Lundúnum. Sigrún segir að hægst hafi gíf- urlega á framkvæmdum vegna ástandsins. „Það hefur hægt á öllum framkvæmdum sem við erum í og skrúfað hefur verið fyrir aðgengi að lánsfé. Allir í okkar geira eru í tals- verðum lausafjárkröggum og óvíst hvað verður um það en við vonumst til að þetta leysist á einhvern veg,“ segir Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, sem er stjórnarmaður í Hanza hópnum auk þess að vera meðstjórnandi í stjórn félagsins. Auk Guðna er handbolta- hetjan úr Val, Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs. bodi@dv.is Lúxusíbúðir í gamla DV-húsinu í bið vegna stöðu í efnahagsmálum: Byggja hægar en byggja áfram Þverholt 11 tölvuteikning af húsinu sem Hanza hópurinn endurbyggir. 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.