Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 12
fimmtudagur 23. október 200812 Fréttir Drykkfelldri læðu úthýst Drykkfelldum ketti hefur verið úthýst af bresku kránni Blunsdon Arms í Swindon. Læðan Jasmine virðist ekki vera sannfærð um að hún eigi níu líf og hefur því tekið þá ákvörðun að njóta jarðvistarinnar nú til hins ítrasta. Jasmine ku hafa eytt átján tímum af hverjum sólar- hring á kránni og er nú orðin mjög veik fyrir rauðvíni og maltviskíi og á erfitt með að hemja áfengisfíkn sína. Þegar gestir hættu, að beiðni vertsins, að gefa henni í glas fékk hún heiftarleg fráhvarfseinkenni. Nú er lögð áhersla á að venja hana á mjólk og fleira sem flestir kettir kunna að meta. Fjárfestar og skattgreiðendur í Bandaríkjunum, sem eru sárreið- ir vegna aðgerða stjórnvalda til að bjarga fjármálafyrirtækjum sem allt bendir til að hafi verið rekin af van- hæfni, geta á komandi mánuðum vænst öldu ákæra vegna glæpsam- legs athæfis. Þetta er mat sérfræð- inga í málum sem varða hvítflibba- glæpi. John Coffee, prófessor í lögum hjá lagaskóla Columbia, er einn þeirra sem telja þetta líklegt. „Ég hef trú á að við komum til með að sjá „glæpa- manns“-göngu,“ sagði Coffee og skír- skotaði til þeirrar aðferðar löggæslu- manna að láta hinn ákærða koma fyrir almenningssjónir í járnum. Jacob Zamansky, hjá Zamansky og félögum, er sama sinnis og Coffee og segir að þess sé skammt að bíða. Hann spáir því að „kröfum um söku- dólga og blóraböggla“ verði sinnt. Zamansky, Coffee og fleiri segja að nú séu stjórnvöld önnum kafin við að kanna mögulegt glæpsamlegt at- hæfi innan veggja fjölda fyrirtækja og að það sé einungis tímaspursmál hvenær sú rannsókn ber árangur, en nú nýtur forgangs að ná tökum á kreppunni. Fyrst þarf að bjarga skútunni Eins og málum er nú háttað vest- anhafs beinist öll athygli að því að bjarga því sem bjargað verður og reyna að koma efnahagsmálum í viðunandi horf og til eru þeir sem telja væntingar Coffees og Zam- inskys óraunhæfar. Einn þeirra er Harvey Pitt sem stýrði fjármálaeftir- liti Bandaríkjanna í herferð hennar gegn bókhaldssvikum í upphafi ára- tugarins. „Ég tel að það séu marg- ir mánuðir þangað til málssókn- ir hefjast, ef um einhverjar verður að ræða,“ sagði Pitt. Rannsóknir af þessum toga eru tímafrekar og sé horft til eldra máls liðu tvö ár frá meintu broti þar til fyrstu ákær- ur voru birtar. Innan fjarskiptafyr- irtækisins WorldCom var verið að hræra í bókhaldsgögnum síðla árs 2000. Fjármálastjóri fyrirtækisins, Scott Sullivan, var ekki ákærður fyrr en í ágúst 2002. Á það ber einnig að líta að kom- andi kosningar setja strik í reikn- inginn og kunna að hægja á ferlinu. Saksóknarar Bandaríkjanna, sem eru pólitískt skipaðir, kunna að vera tregir til að ráðast í mál án þess að vita hver verður næsti forseti Banda- ríkjanna og hvort þeir hafi ennþá vinnu að kosningum loknum. Tólf stefnur Engu að síður virðast lítil áhöld um hve alvarlegum augum stjórn- völd líta málið og aðgerðir gagn- vart hugsanlegum sökudólgum eru hafnar. Nýlega stefndu stjórnvöld tólf stjórnendum Lehman Broth- ers-bankans fyrir dóm til að bera vitni. Þeirra á meðal er forstjóri Lehman, Richard Fuld, og tveir framkvæmdastjórar. Með tilliti til svipaðra mála hafa einungis verið birtar tvær áberandi ákærur. Í júní voru tveir stjórnend- ur vogunarsjóða hjá Bear Stearns- fjárfestingabankanum kærðir fyr- ir að hafa hulið vandamál sem á endanum kipptu stoðunum undan sjóðunum. Sérfræðingar telja að án efa muni aðgerðir sem miðuðu að því að fela vandamál eða ámælisvert stöðumat verða rannsóknarefni og hugsanlegt ákæruefni af hálfu hins opinbera. Jacob Zamansky, sem er full- trúi fjárfesta í vogunarsjóðum Bear Stearns, horfir einnig til hugsan- legra afbrota sem varða eignamat fyrirtækisins og það hvernig miðl- arar, þrátt fyrir óhagstæðar horfur, þrýstu upp verði hlutabréfa í bank- anum sem hrundu fljótlega í verði. John Coffee telur að stjórnvöld muni nota „hefðbundin vopn gegn hvítflibbaglæpum“ og á þar við lög sem snúa að fjárglæfrastarfsemi, tryggingasvikum og póstsvikum. Í einhverjum málum munu sak- sóknarar láta líta út fyrir að um hafi verið að ræða „...samstillt átak af hálfu þessara fyrirtækja til að af- vegaleiða almenning,“ sagði Zam- ansky. Í hnotskurn er það ein- mitt það sem framkvæmdastjórar WorldCom, Enron, Adelphia og fleiri fyrirtækja gerðu fyrir tæpum áratug síðan. Framundan bíður saksóknara að vaða í ökkla í gegnum rafrænan póst í leit að ósamræmi í einkaorð- sendingum og opinberum yfirlýs- ingum, til að sýna að viðkomandi gerðust brotlegir vitandi vits. Skiptar skoðanir um lyktir Þrátt fyrir að flestir vænti þess að fjöldi ákæra verði gefinn út er mörgum til efs að nokkrir háttsett- ir verði á meðal þeirra sem lenda í netum saksóknara. Zamansky er einn þeirra sem telur yfir allan vafa hafið að forstjórar fyrirtækjanna falli. John Coffee er á öndverðum meiði. Hann segir að þrátt fyrir að „saksóknurum líki ekki að einbeita sér að litla náunganum“ hafi marg- ir þeirra forstjóra sem nefndir hafa verið til sögunnar nú „verið kallaðir til sem endurskipuleggjendur“ og þeir „muni kynna sig sem náunga sem komu til að þrífa upp skítinn“. Neil Minow, stofnandi Corpor- ate Library, sem leggur áherslu á fyrirtækjastjórnun og laun forstjóra, er svartsýnn. „Í öðrum málum var ljóst frá upphafi að fólk hafði brot- ið lög. Ég fæ ekki séð að stjórnend- ur fari í fangelsi vegna þessa. Flest það sem það aðhafðist var fullkom- lega löglegt. Þetta fólk var nógu snjallt til að finna glufurnar sem það þarfnaðist,“ segir Minow. Þó almenningur og fjárfestar vilji helst sjá þá sem þeir telja ábyrga fyrir hruni eigin fjárhags og þjóðarinnar í járnum, er of snemmt að spá fyrir um málalok. Eins og bent hefur verið á er ekki vert að leita að brennuvargi fyrr en búið er að ráða niðurlögum elds- ins, og bandarísk stjórnvöld leggja nú mesta áherslu á að koma bönd- um á kreppuna. Síðar þegar glæður hafa kuln- að geta þau sett fullan kraft í rann- sóknina, ekki síst í ljósi þess að þau hafa, þegar upp er staðið, tvö ár til að endurheimta þær greiðslur til stjórnenda fyrirtækjanna sem sann- ast að hafi ekki verið verðskuldaðar, eða grundvallast á glæpsamlegu at- hæfi. Austurríkismaðurinn Jósef Fritzl sem hélt dóttur sinni nauðugri í kjallara og feðraði sjö börn hennar lítur á sjálfan sig sem fæddan nauð- gara, fórnarlamb harðstjórnar móð- ur sinnar. Fritzl sagði réttargeðlækni að samband hans við konur væri mótað af uppeldinu sem hann fékk hjá móður sinni, sem hann segir að hafi barið hann og einangrað frá öðrum börnum þar til skólaganga hans hófst. Fritzl sagði að móðir hans hefði eignast hann einungis til að sanna fyrir sambýlismanni sínum að hún væri ekki óbyrja. Samkvæmt samtölum Fritzl við réttargeðlækninn Adelheid Kastner, sem lekið hafa í fjölmiðla, fæddist hugmyndin um að fangelsa dóttur- ina, Elisabeth, á meðan Fritzl sat í fangelsi fyrir nauðgun. „Ég geri mér grein fyrir því að ég átti til illsku. Miðað við mann sem fæddist til að nauðga hef ég getað haft hemil á mér um tiltölulega langt skeið,“ er haft eftir Jósef Fritzl úr 130 síðna skýrslu sem rataði á ritstjórn slúðurblaðanna Kronen Zeitung og Österreich. Árið 1967 var Jósef Fritzl dæmd- ur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir hrottalega nauðgun tuttugu og fjögurra ára konu á heimili hennar. Til að koma fram vilja sínum ógnaði Fritzl henni með hnífi. Í samtölunum sem vitnað er í, og var stjórnað af Kastner, segir Fritzl að hann hafi fundið „frábæra lausn“ á brengluðum draumórum sínum, eftir að hann losnaði úr fangelsinu. Þá tók hann þá ákvörðun að læsa dóttur sína í kjallaranum svo hann gæti „upplifað“ hið „illa“ í sér, en lif- að, að því er virtist, eðlilegu lífi á efri hæðum hússins. Adelheid Kastner telur að Fritzl hafi getað fjarlægst gerðir sínar með því að horfa aldrei í augu fórnar- lambs síns á meðan hann nauðg- aði því. Kastner segir einnig í skýrsl- unni: „Herra Fritzl er eins og eldfjall; undir hversdagslegu yfirborði býr illska. Hann er sundurtættur vegna þrár sem hann hefur ekki vald yfir.“ Reiknað er með að réttarhöld yfir Jósef Fritzl hefjist snemma á næsta ári. Hugmyndin að prísund dótturinnar kviknaði þegar Fritzl var í fangelsi: Jósef Fritzl var fæddur nauðgari Kjallaraholan fritzl fékk útrás fyrir brenglaða draumóra sína í kjallaranum. „Í öðrum málum var ljóst frá upphafi að fólk hafði brotið lög. Ég fæ ekki séð að stjórnendur fari í fangelsi vegna þessa. Flest það sem það aðhafðist var fullkomlega löglegt. Þetta fólk var nógu snjallt til að finna glufurnar sem það þarfnaðist.“ Kolbeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ákærur hugsanlega yfirvofanDi Nú þegar hefur tólf stjórnendum Lehman Brothers-fjárfestingabankans verið afhent stefna um að mæta fyrir dóm til að bera vitni. Þeirra á meðal er richard Fuld, for- stjóri bankans. Menn skiptast í tvo hópa hvað varðar væntingar vegna rannsóknar ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Sumir telja að þess sé ekki langt að bíða að kærur verði birtar, en aðrir að langt sé í land. bear Stearns-fjárfest- ingabankinn tveimur stjórnendum bankans hafa verið birtar kærur vegna hruns bankakerfisins í bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.