Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 22
fimmtudagur 23. október 200822 Norðurland
Hársnyrtistofan FLIX hefur nú í nóvember verið opin í eitt ár
og verður að því tilefni 10% afsláttur af öllum vörum og
þjónustu í nóvember mánuði!
Verið velkomin,
Þórdís Erla Björnsdóttir – hársnyrtimeistari
Húnabraut 6, Blönduós - sími: 452 4464 / 895 6021
Á Ólafsfirði er ótrúlega mikill fjöldi
frumkvöðlafyrirtækja þar sem unnið er
að framleiðslu sem enginn annar sinn-
ir hér á landi. Eitt þeirra fyrirtækja sem
haslað hafa sér völl við slík verkefni er
Sigurjón Magnússon ehf sem smíð-
ar meðal annars slökkvi- og sjúkrabíla
fyrir landsmenn.
Frumkvöðlastarf á Ólafsfirði
„Ég byrjaði á þessu 1990 með föð-
ur mínum og svo hefur þetta verið að
þróast síðan. Nokkurt hlé varð reynd-
ar á þessum smíðum en frá 1998 hef-
ur þetta nánast verið óslitið og stöðug-
ur stígandi í smíðinni,“ segir Sigurjón
Magnússon eigandi fyrirtækisins.
Hann hefur komið að smíði um það
bil 20 slökkvibiðreiða þannig að bíla-
smíði er orðinn snar þáttur í atvinnu-
lífi á Ólafsfirði og veitir fjölda manns
vinnu.
„Það voru engir í smíð slökkvibíla
hér á landi þegar ég byrjaði þannig að
þetta er líkast til frumkvöðlastarf og
hefur lukkast vonum framar. Auk þess-
ara 20 bíla höfum við smíðað eina 40
sjúkrabíla frá 2002 þegar við byrjuðum
á þeim. Sjúkrabílar voru smíðaðir hér
á landi áður en við náðum þessu eftir
útboð og það hefur tryggt okkur næg
verkefni. Svo er nokkuð að gera við
að yfirfara og laga sjúkrabílana, þegar
þeim er skipt á milli staða er ávallt far-
ið yfir þá til að tryggja að allt sé í sem
bestu lagi og öryggi þeirra tryggt.“
Atvinnuskapandi á Ólafsfirði
Alls eru níu starfsmenn í þessari
framúrstefnulegu bílasmiðju en auk
þess að smíða fyrir slökkvi- og sjúkralið
hefur Sigurjón smíðað vinnubíla fyrir
þá sem eru í sérhæfðum verkum, hús-
bílar hafa komið við auk hjólhýsa og
ýmissa gerða af bátum.
Framleiðsla fyrirtækisins er í harðri
samkeppni við innfluttar vörur, til
dæmis er nú verið að bjóða út gerð
fjögurra slökkvibíla sem útlendingar
hafa hug á að selja hingað ekki síður en
Sigurjón.
„Við erum að berjast í Reykjavík
núna með fjóra stóra slökkvibíla og þar
er við innflutning að glíma, við erum
nánast akkúrat á sama verði og útlend-
ingarnir. Það skekkir aðeins samkeppn-
ina að við þurfum að borga vörugjöld
af öllu efni í okkar framleiðslu sem
innflutningurinn losnar við. Það væri
náttúrulega fyrir neðan allar hellur ef
menn færu við þessar aðstæður að taka
útlendum tilboðum fyrir einhverja fáa
þúsundkalla, munurinn er innan við
hálft prósent. Ég trúi ekki að menn sýni
slíkt ábyrgðarleysi, það kemur ekki til.
Þessir bílar myndu tryggja okkur burð-
arverk í um tvö ár,“ segir Sigurjón, þessi
frumkvöðull sem færði hátækniiðnað-
inn heim í hérað. GS
Sigurjón Magnússon rekur hátæknifyrir-
tæki á ólafsfirði sem smíðar meðal annars
sjúkra- og slökkvibíla fyrir landsmenn.
Sigurjón Magnússon rekur hátæknifyrirtæki á Ólafsfirði.
slökkvi- og
sjúkrabíla-
verksmiðja