Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Qupperneq 33
Mikil eftirvænting var fyrir leik At- letico og Liverpool í D-riðli, þar sem týndi sonurinn Torres var væntan- legur á sinn gamla heimavöll. Hann var aftur á móti ekki leikfær og end- urkoma dýrlingsins varð því ekki raunin. Heimaleikjaréttur Spán- verjanna var í uppnámi og Benitez að heimsækja sinn ástkæra heimbæ. Tveir fyrrverandi leikmenn Liver- pool eru auk þess í liði Atletico sem og forn fjandvinur þeirra rauðu, Di- ego Forlan, sem lofaði að skora fyrir gömlu félagana í United. Keane stígur upp Í byrjun var ekki annað að sjá en Liverpool væri á heimavelli. Fjar- vera Torres virtist ekki halda aftur af gestunum og sóttu þeir látlaust frá fyrstu mínútu. Á þeirri fjórtándu skoraði svo Robbie Keane eftir sendingu frá Gerrard. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins og lítið um opin færi. Hæpnar rangstöður í kippum Atletico byrjaði með argent- íska framherjann Aguero inn á í seinni hálfleik en gestirnir byrj- uðu af sama krafti og í þeim fyrri og Benayun skoraði löglegt mark á 48. mínútu sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Kuyt kom inn fyrir markaskorarann Keane sem búinn var að skila sínu. Heimamenn hres- stust svo til muna þegar leið á seinni hálfleik og ef ekki væri fyrir ónýtan danskan aðstoðardómara leiksins hefðu heimamenn jafnað og jafnvel komist yfir. Tveir rangir rangstæðu- dómar björguðu Liverpool. Simao setur hann Atletico skoraði loks verðskuld- að mark á 84. mínútu. Simao skor- aði þá með laglegu skoti eftir góð- an undirbúning Diegos Forlan. Heimamenn trylltust og yfirgnæfðu loksins háværa Púllara á pöllunum. Litlu munaði að Liverpool nappaði enn einum sigrinum í blálokin þeg- ar varamaðurinn Ryan Babel skall- aði framhjá í upplögðu færi. Nið- urstaðan 1-1 jafntefli og heilt yfir sanngjörn úrslit. Eftir bókinni á Brúnni Í A-riðli tók Chelsea á móti Roma í hinu ósigrandi vígi Stanford Bridge. Chelsea hefur verið gríðar- lega sterkt undanfarið og er verð- skuldað á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar. Roma er aftur á móti í tómu tjóni heima fyrir, í 14. sæti Serie A og veganesti þeirra í leikinn var 0-4 tap á heimavelli fyrir Inter Milano. Veðbankarnir voru á einni skoðun um líklegustu úrslit leiksins. Svæfandi fyrri hálfleikur Helstu tíðindin í fyrri hálfleik voru tíðindaleysið. Chelsea aðeins meira með boltann en Rómverj- ar áttu fleiri skot á markið. Óvænt staða og heimamenn varla vakn- aðir. Í upphafi var aðeins meira lífs- mark með þeim bláu en Roma varð- ist vel, dyggilega stutt af háværum stuðningsmönnum sem yfirgnæfðu geispandi heimamenn á Brúnni. Terry klárar dæmið Þegar leið á hálfleikinn sótti Chelsea í sig veðrið og þegar 13 mínútur voru eftir og Roma farið að eygja stig dúkkaði upp fyrirliðinn sjálfur, John Terry, sem skoraði með skalla úr hornspyrnu og tryggði Chelsea enn einn sigurinn á Stam- ford Bridge. Sýning hjá Barcelona Barcelona gerði góða ferð til Sviss og fór langt með að afgreiða heima- liðið Basel á fyrsta fjórðungi leiks- ins með mörkum frá Messi, Busqu- ets og Bojan Krkic. Yfirburðirnir hjá Barcelona voru algerir strax í byrjun og staðan orðin 0-3 um miðjan fyrri hálfleik. Bojan Krkic jók á raunir heimamanna með sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og vörn Basel götótt sem þarlendur ostur. Basel tók svo miðju, missti boltann, Xavi bætti við fimmta markinu og niðurlæging Svisslendinganna al- ger. Úrslitin 0-5 og árangur Basel í C- riðli því orðinn svipaður og Seðla- bankans á Arnarhóli. fimmtudagur 23. október 2008 33Sport Sport TvEir HauKar SEndir úr HrEiðrinuÍslandsmeistarar Hauka hafa slitið samstarfi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá þeim í gær, við þá tryggva Haraldsson og Haf-stein ingason. báðir komu heim úr atvinnumennsku frá danmörku fyrir tímabilið en Haukum finnst þeir ekki hafa staðið undir vænting-um. Hvorugur var í leikmannahóp Hauka þegar liðið lagði fotex Veszprém í meistaradeildinni á sunnudag. Þeim er báðum frjálst að finna sér nýtt lið en félagaskiptaglugg-inn lokast 1. nóvember. Meistaradeildin: Ef ekki væri fyrir flugeldasýningu Barcelona hefðu leikir gærkvölds- ins flokkast sem ágætis svefnlyf. Leikir ensku liðanna stóðu ekki undir væntingum. Liverpool gerði jafntefli á spænskum heimaslóðum og Chelsea marði lánlausa Rómverja í London. Rangstaða RéttuR dagsins „Þetta er miklu skemmtilegra svona,“ sagði Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari Keflavíkur, við DV eftir sigur liðsins á KR, 72-60, í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Keflavík tapaði fyrsta leiknum í ár á heimavelli gegn Haukum en hefur nú unnið tvo leiki í röð. Gamla kon- an, eins og hún er stöndum kölluð, Birna Valgarðsdóttir fór á kostum í gær og var langstigahæst með 29 stig, sárkvalin. „Birna veit hvers ég ætlast til af henni og hún stóð undir því í leikn- um og gott betur. Það sem fólk veit samt ekki er að hún er með nýrna- steina og lék sárkvalin. Liðið allt var samt að leika mjög vel og hún hefði ekki skorað svona mikið ef hinar stelpurnar væru ekki að finna hana svona oft,“ sagði Jón Halldór sem er einnig ánægður með varnarjaxlinn Pálínu Gunnlaugsdóttur sem hefur tekið við leikstjórnandahlutverki af TeKeshu Watson. „Leikstjórnandi í efstu deild er náttúrulega mikið í boltanum og hún hefur aldrei leik- ið þessa stöðu áður. Mér finnst hún samt hafa verið að leysa þetta mjög vel,“ sagði Jón Halldór. Valskonur sem unnu fyrstu tvo leiki sína þurftu að lúta í gras fyrir Grindavík í litlum skorleik, 46-44, í Röstinni í gærkvöldi. Ólöf Pálsdótt- ir og Ingibjörg Jakobsdóttir skor- uðu báðar tólf stig fyrir heimakonur en Kristjana Magnúsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir gestina. Haukar unnu einnig sinn leik, 80-63, gegn Snæfelli og eru Keflavík, Grindavík, Haukar og Valur öll með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Ham- ars. Hamars-konur úr Hveragerði unnu sinn þriðja leik í röð í gær- kvöldi þegar þær rúlluðu yfir Fjölni, 95-34, á heimavelli. Þær leiða deild- ina eftir þrjár umferðir með sex stig. tomas@dv.is Keflavík lagði KR í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi. Fjögur lið hafa fjögur stig: Sárkvalin Birna með stórleik ÚRSLIT MeiStaradeildin A RIÐILL Chelsea - Roma 1–0 1-0 John Terry (77.) Bordeux - CFR Cluj 1–0 1-0 Cadu (54, sjálfsmark.). STaðan Lið L u J T M St 1. Chelsea 3 2 1 0 5:0 7 2. Cfr 3 1 1 1 2:2 4 3. roma 3 1 0 2 4:4 3 4. borduex 3 1 0 2 2:7 3 B RIÐILL Inter - Anorthosis 1–0 1-0 Adriano (43.). Panathinaikos - Werder B remen 2–2 0-1 Per Mertesacker (29.), 1-1 Vagelis Mantzios (36.), 2-1 Vagelis Mantzios (76.), 2-2 Hugo Al- meida (83.). STaðan Lið L u J T M St 1. inter 3 2 1 0 4:1 7 2. anorths. 3 1 1 1 3:2 4 3. W. bremen 3 0 3 0 3:3 3 4. Paok 3 0 1 2 3:7 1 C RIÐILL Basel - Barcelona 0–5 0-1 Lionel Messi (4.), 0-2 Sergi Busquets (15.), 0-3 Bojan Krkic (22.), 0-4 Bojan Krkic (46.), 0-5 Xavi (48.). Shakhtar - Sporting 0–1 0-1 Liedson (76.). STaðan Lið L u J T M St 1. barcelona 3 3 0 0 10:2 9 2. Sporting 3 2 0 1 4:3 6 3. Shakhtar 3 1 0 2 3:4 3 4. basel 3 0 0 3 1:9 0 D RIÐILL PSV - Marseille 2–0 1-0 Danny Koevermans (71.), 2-0 Danny Koev- ermans (85.). Atletico Madrid - Liverpool 1–1 0-1 Robbie Keane (14.), 1-1 Simao (83.). STaðan Lið L u J T M St 1. a. madrid 3 2 1 0 6:2 7 2. Liverpool 3 2 1 0 6:3 7 3. PSV 3 1 0 2 3:6 3 4. marseille 3 0 0 3 2:6 0 n1 deild karla Keflavík - KR 72–60 Haukar - Snæfell 80–63 Grindavík - Valur 46–44 Hamar - Fjölnir 95–34 STaðan Lið L u J T M St 1. Hamar 3 3 0 0 254:158 6 2. keflavík 3 2 0 1 222:182 4 3. Valur 3 2 0 1 181:156 4 4. grindavík 3 2 0 1 201:177 4 5. Haukar 3 2 0 1 209:188 4 6. kr 3 1 0 2 198:211 2 7. Snæfell 3 0 0 3 179:253 0 8. fjölnir 3 0 0 3 140:259 0 ÍrlandSfararnir markverðir: maría björg Ágústsdóttir, kr. Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan. aðrir leikmenn: katrín Jónsdóttir, Valur. edda garðarsdóttir, kr. guðrún Sóley gunnarsdóttir, kr. margrét Lára Viðarsdóttir, Valur. dóra maría Lárusdóttir, Valur. Hólmfríður magnúsdóttir, kr. erla Steina arnardóttir, kristianstad. Ásta Árnadóttir, Valur. ólína guðbjörg Viðarsdóttir, kr. katrín ómarsdóttir, kr. Sara björk gunnarsdóttir, breiðablik. embla Sigríður grétarsdóttir, kr. Harpa Þorsteinsdóttir, breiðablik. rakel Hönnudóttir, Þór/ka. Í nýrri stöðu Pálína gunnlaugsdóttir finnur sig betur og betur sem leikstjórnandi hjá keflavík. SvEinn WaagE blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Sjaldséð sjón robbie keane kemur Liverpool yfir í madrid.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.