Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Page 36
fimmtudagur 23. október 200836 Fókus Turninn, nýr diskur Nýdanskrar, er sá stærsti á rúmlega tuttugu ára ferli hljómsveitarinnar. Eftir mikla hlustun hef ég aðeins eitt orð yfir þessa frábæru plötu: Loksins. Það var kominn tími til að Nýd- önsk færi að gefa frá sér almenni- legt efni. Þó svo að Freistingar og Pólfararnir hafi verið fínar plötur, þá er Turninn það allra besta frá hljómsveitinni í mörg ár. Lögin eru ýmist í hressari kant- inum eða á rólegri nótunum og er platan mjög þægileg í hlustun. Lögin eru yfirhöfuð mjög vel sam- in og bera þess merki að mikið hef- ur verið lagt í lagasmíð og útsetn- ingar því vinnslan er greinilega í höndum fagmanna. Nýdanskrar- stíllinn er enn til staðar og hefur tekið miklum framförum frá fyrri plötum, sem er frábært þar sem hljómsveitir sem hafa náð svipað háum aldri og Nýdönsk eiga það til að festast í sama hjólfarinu. Platan byrjar á ofursvalan hátt þar sem óskabarn þjóðarinnar, Daníel Ágúst, opnar diskinn á lagi sem heitir Leiðinlegasta lag í heimi en er eitt svalasta lagið á plötunni. Lagið Biðin, þar sem Björn Jörund- ur fer í raun á kostum, finnst mér vera besta lag plötunnar. Þar sann- ar Björn enn og aftur að hann er einn flottasti söngvari Íslands. Að mínu mati er lagið fullkomin upp- skrift að góðu popplagi, hvernig Björn syngur það er fáránlega vel gert og kaflinn eftir sólóið hlýtur að vera einn svalasti kafli í sögu ís- lenskra laga. Alla tíð er bæði flott og fallegt á sama tíma. Daníel Ágúst syng- ur þar frá hjartanu og gerir af- bragðs vel. Lagið Náttúran sann- ar að Nýdönsk hefur engu gleymt, þar fara Björn og Daníel á kostum, og syngur Björn af þvílíkri innlifun að ég hefði í raun aldrei trúað því að maður á fimmtugsaldri ætti svo mikið af tilfiningum eftir í sálinni. Platan er á heildina litið frábær og eru margir slagarar sem eiga eftir að fá að hljóma í kassagítarsútgáf- um á komandi árum. Það er góð tilfinning að heyra að Nýdönsk er komin aftur á rétta braut. Turninn gefur hljómsveit- inni ástæðu til að halda aðra tón- leika með Sinfóníunni því á þess- ari plötu er svo mikið af gæðaefni að aðdáendur Nýdanskrar munu ekki verða fyrir vonbrigðum við að hlusta á plötuna. Nýjasti turn hennar er kraftmikill og stendur án efa hæst af þeim húsum sem þeir hafa byggt á löngum ferli. Gargandi snilld! Boði Logason á f i m m t u d e g i Hvað heitir lagið? „... og blöðin vilja vita hverra skyrtum þú klæðist ...“ upplestrar Hefjast Upplestraröð Forlagsins hefst í kvöld klukkan 20. Upplestrar fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúð- ar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudags- kvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðend- ur lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Fyrsta kvöld- ið les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glænýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Hersveinn úr umræðubókinni Orðspor – Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ing- unn Ásdísardóttir úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards. sækadelik og póst-rokk Hvað er betra til að lífga upp á þungan hversdagsleikann en að skunda á tónleika á köldu fimmtu- dagskvöldi? Fimmtudagsforleikur hjá hljómsveitunum Swive, Hug- hrif og The Custom fer fram í Hinu húsinu við Austurstræti í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er ókeypis inn en aldurstakmark er sextán ára. Sækadelik, prog og póst-rokk aðdáendur eru sérstak- lega hvattir til að láta sjá sig. Brennuvargur á seyðisfirði Vargurinn, ný glæpasaga eftir Jón Hall Stefánsson, er komin út. Í upp- hafi bókar kviknar í íbúðarhúsi á Seyðisfirði. Valdimar Erlingsson rannsóknarlögreglumaður er sendur á vettvang. Skömmu síðar taka fleiri eldar að loga og verður mönnum þá ljóst að mikil ógn steðjar að bænum. Bókin hefur þegar verið þýdd á þýsku og er væntanleg í búðir í Þýskalandi á næstunni. Jón Hallur sendi frá sér sakamálasöguna Krosstré árið 2005 og hlaut hún frábærar viðtökur, bæði hér heima og í þeim löndum sem hún hefur komið út í sem eru Þýska- land, Danmörk, Noregur, Frakkland, Holland auk þess sem hún er vænt- anleg á Spáni. Misheppnaður leikari sinnir leiklistarkennslu við menntaskóla í algjöru lúðagreni í Arizona. Hann er ekki að gera neina hluti af viti, það er tekið eftir því og ákveðið að leggja niður áfangann sem hann sinnir. Til að bjarga leiklistarstarfi menntaskólans ákveður hann að skrifa sitt eigið leikrit. Hann ætl- ar að setja það upp, sanna sig og safna peningum til að halda áfram leiklistarvinnu meðal nemenda. Hann skrifar umdeilt leikrit sem á að vera framhald af Hamlet-leikriti Shakespeare. Í samræmi við Holly- wood-áráttu hans lifa allir af og lifa farsællega það sem eftir er ólíkt upprunalegu sögunni. Við sjáum hann berjast við eigið vantraust og annarra í leit sinni að draumnum. Ókei. Bara að heyra nafnið á myndinni er frábært og boð- ar gott. Í leikritinu Hamlet deyja náttúrlega allir svo framhald af því hlýtur að vera ansi óvænt. Þráður myndarinnar hljómar líka alveg meiriháttar. Það eru fínir leikarar í aðalhlutverkum í mynd sem í upp- hafi virkar frumleg og lítt klisju- kennd. Handritshöfundar South Park standa hér að baki og þeir eru vissulega grínarar af háum kalíber. Þetta hljómar eins og eitthvað frá- bært í uppsiglingu. En hvað gerð- ist? Menn virðast hafa gleymt að setja brandara í handritið og þetta er allt að því grínlaus grínmynd. Fátt minnir á South Park snilld nema ef til vill ein stelpan sem svipað og Kenny í South Park þátt- unum er tæplega talandi og verð- ur fyrir öllum skakkaföllum sem hægt er að lenda í. Seinnipartur- inn dettur í klisjudrullu og mynd- in er laus við hina geðveikislegu og ýktu kímni sem þeir eru þekkt- ir fyrir. Hún er engan veginn nógu „politically incorrect“ og er langt frá þeim væntingum sem mað- ur hlýtur að hafa. Grínlaust, alger vonbrigði. Erpur Eyvindarson Án gríns? Svar: Space oddity með david bowie turn nÝdanskrar tilfinningarÍkur tónlist Turninn Flytjandi: Nýdönsk Útgefandi: Skýmir Í fáránlegu formi björn Jörundur og daníel Ágúst syngja frá hjartanu á turninum. kvikmyndir HamleT 2 Leikstjóri: andrew fleming aðalhlutverk: Steve coogan, catherine keener, amy poehler, david arquette vonbrigði Nafn myndarinnar boðar gott en myndin sjálf er vonbrigði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.